Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
24.9.2007 | 11:55
Forseti í heimsókn
Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í heimsókn til Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 11:30
Olíverð
Olíuverð lækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2007 | 10:57
Samherji hf.
Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2007 | 22:59
Íran
Töskur fjarlægðar úr KLM-vél á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2007 | 22:41
Fidel Castro
Nú hefur sá gamli heldur betur komið á óvart, þegar margir voru búnir að fullyrða að hann væri löngu dauður. En birtist ekki vinurinn öllum að óvöru í sjónvarpinu á Kúbu og heldur þrumandi ræðu yfir lýðnum og greinilega nokkuð vel inn í flestum málum. En í stað þess að vera að sammast útí allt og alla er hann nú að biðja alla þá sem hafa smíðað hin hræðilegu vopn að slasa sig nú ekki á þeim og þurrka ekki út allt líf á jörðinni og greinilegt að hann er ekkert á leiðinni að kveðja þetta líf. Ótrúlegur maður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2007 | 22:31
Evra
Auðvitað eigum við að taka upp evru eins og helstu fjármálamenn Íslands vilja. Ég hef miklu meiri trú á skoðunum þeirra aðilum sem lifa og hrærast í fjármálaheiminum alla daga. Það verður bara að hafa það þótt að Sjálfstæðisflokkurinn verði aðeins kyngja því að skoðun flokksins eru gömul trúarbrögð kominn frá Davíð Oddssyni sem allt þykist vita og geta betur en allir aðrir, en er samt með allt niðrum sig í hagstjórn Seðlabankans. Ef Davíð heldur áfram á sömu línu og áður eins og að kalla umræður um evru hlægilega, þá hlær Davíð bara í sínu horni á meðan þeir sem hafa verið til þess kjörnir að stjórna þessu landi, halda áfram að ræða um evru.
Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 22:12
Dómsmálaráðherra
Ég benti á þennan möguleika í grein sem ég skrifaði hér á síðunni í gær og kallaði Dópsmyglið. Það er ánægjulegt ef Björn Bjarnason er einn af mínum lesendum og fer að mínu ráðum, ég get alla veganna leyft mér að lifa í þeim draumi, að ég sé bara nokkuð valdamikill þegar á reynir er það ekki?.
Dómsmálaráðherra: Athugunarefni að nýta búnað ratsjárstofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2007 | 18:09
Með Titanic í stofunni
Góður kunningi minn hér í Sandgerði, Jónatan Jóhann Stefánsson á mjög merkilegt safn af sjaldgæfum skipslíkönum eins og myndirnar hér á eftir sína en þær eru fengnar úr blaðinu Víkurfréttum en með þessum myndum segir í blaðinu: "Fyrir um þrjátíu árum eignaðist Jónatan Jóhann Stefánsson stórt líkan af áttæringi, mikla listasmíð eftir Hinrik í Merkinesi. Við það kviknaði áhugi Jónatans á að safna slíkum gripum, bæði skipslíkönum og ýmsum munum tengdum sjómennsku en hann er sjálfur gamall sægarpur sem eyddi stórum hluta starfsævinnar á sjó. Að koma inn í stofu á heimili Jónatans í Sandgerði er eins og að koma inn á minjasafn. Þar gefur á að líta tilkomumikil líkön af sögufrægum skipum m.a. Titanic og gullskipinu fræga sem menn leituðu lengi að á Skeiðarársandi en höfðu ekki erindi sem erfiði. Í stofunni er einnig að finna eitt líkan eftir Grím Karlsson af Garðari BA-64, sem var mikið aflaskip en Jónatan var lengi til sjós á því skipi, sem nú er varðveitt sem safngripur fyrir vestan, eftir 70 ár á sjó."
Hér heldur Jónatan á líkani af Ingjaldi, sögufrægum bát, sem var sögusvið mikils harmleiks 1899 þegar Hannes Þ. Hafstein sýslumaður Ísfirðinga ætlaði um borð í enskan botnvörpung er staðinn var að ólöglegum veiðum á Dýrafirði. Þeir ensku sökktu bátnum með því að láta vírtrossu falla ofan í hann. Þrír menn drukknuðu en Hannes slapp naumlega lífs úr klóm varganna. Segja má að Ingjaldur hafi verið fyrsta varðskip íslendinga eða fyrsti báturinn sem notaður var í þeim tilgangi.
Hér situr Jónatan við líkanið af hinu fræga gullskipi sem á að vera grafið á Skeiðarársandi með mikinn fjársjóð innanborðs. Mikil og kostnaðarsöm leit var gerð að skipinu á sínum tíma. Líkanið hafði verið pantað af safni einu, sem síðan vildi það ekki vegna skemmda sem urðu á því við flutninga. Jónatan keypti líkanið, gerði við skemmdir og nú sómir það sér vel í stofunni.
Hér stendur Jónatan og horfir yfir safnið. Fremst á myndinni er hin mikla smíði Hinriks í Merkinesi á áttærings-líkani. Við veggin fjær er líkanaði af Garðari BA-64 sem Grímur Karlsson smíðaði. Á veggnum hanga svo munir og myndir tengdar sjómennsku.
Hér er svo líkanið af Titanic en það er mjög stórt og í því eru ljós sem hægt er að kveikja á og er það mjög fögur sjón þegar öll ljós hafa verið kveikt og dimmt er orðið.
Að lokum er svo síðan í heild sinni eins og hún birtist í Víkurfréttum. Þar sem ekki er gott að lesa það sem stendur á síðunni vitna ég í það sem ritað er hér að ofan. Það skal tekið fram að ekki hefur verið leitað leyfis hjá Víkurfréttum um birtingu þessa mynda en vonandi fyrirgefa þeir mér það.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 14:32
Lítið barn
Mikið var átakanlegt að lesa grein í Morgunblaðinu sem birtist þann 21. sept. sl. Þessa grein skrifar móðir barnsins Birna Sigurðardóttir en þessi litla stúlka Védís Edda sem aðeins er tveggja ára og þegar greinin er skrifuð, nánast búið á barnaspítalanum í 2 mánuði til að hugsa um sitt barn Það var vitað skömmu fyrir fæðingu þessarar stúlku að eitthvað óeðlilegt var að en hún fæddist í þennan heim 17. júní 2005 og hófust þá miklar rannsóknir um hvað væri að og miðað við skrif Birnu var nánast allar þær niðurstöður foreldrum mikið áfall en beðið áfram í stöðugri óvissu. Þótt komið hafi fram í þessum rannsóknum að veruleg seinkun var á andlegum þroska sem var á við 2 mánaðar gamalt barn en á þeim tíma, er Védís Edda var 8 mánaða þegar þessi niðurstaða kom í maí en þá var barnið í skoðun í kjölfar lungnabólgu. Blóðprufur voru sendar erlendis í byrjun febrúar 2006 og kom niðurstaða kom 24. maí sl. og var foreldrum barnsins þá sagt frá því að barnið væri með efnaskiptasjúkdóminn GM-1, sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur var þeim síðan leyft að fara heim með barn sitt því ekkert var hægt að gera. Þau gátu með mikilli aðstoð haft barnið heima til 17 júlí en þá var barnið orðið svo veikt að nauðsynlegt var að flytja það á spítala aftur. Það hafa verið þung spor fyrir Birnu að bera þessa litlu stúlku út í sjúkrabíl og vita að hún var að fara á spítala til að deyja. Í þessari grein Birnu er hún ekki að sækjast eftir vorkunnsemi, því hún tekur skýrt fram að allir hafi reynst þeim vel og margt verið gert til að safna peningum fyrir þau hjónin en hún varð að hætta sinni vinnu 1. mars og eiginmaður hennar fór að taka út öll uppsöfnuð leyfi í sinni vinnu. Hún er einungis að vekja athygli á málefnum langveikra barna. Í grein Ástu kemur fram góð lýsing á hvernig heilsu barnsins hrakaði stöðugt og eins og hún segir "Í byrjun nóvember hætti hún að bærast um munn, hætti að brosa og hætti að geta hreyft sig en hún hafði verið tengd við öndunarvél frá því í maí" Hún getur einnig um að þessi mikli viðskilaður foreldra frá systkinum Védísar Eddu hafi verið farin að setja veruleg áhrif á þau en þar er um að ræða 7 og 8 ára gömul börn. Í grein sinni talar Birna sérstaklega um þátt ríkisins og launagreiðslur sem greiddar eru foreldrum langveikra barna og segir;. "Þessi lög komu til framkvæmda hinn 1. janúar 2006 og eru meingölluð. Bara foreldrar barna sem hlutu greiningu eftir þann dag áttu rétt á þessum greiðslum, ekki foreldrar barna sem þegar höfðu hlotið sinn dóm og voru að heyja sína baráttu. Enginn í þessum aðstæðum er það vegna þess að hann hafi valið það. Við eignumst börnin okkar og óskum þeim heilbrigði og hamingju. Í einstaka tilfellum verður okkur ekki alltaf að ósk okkar og í þeim tilfellum er ekkert annað að gera en bretta upp ermarnar, spýta í lófana og gera sitt allra besta. Börnin okkar elskum við hvort þau eru heilbrigð eða ekki. Ég tel að ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að gera öllum foreldrum langveikra barna kleift að sinna þeim af allri þeirri alúð og ást sem þeim er unnt að veita, án þess að foreldrarnir þurfi jafnframt að hafa áhyggjur af peningum og jafnvel hræðast það að missa heimili fjölskyldunnar." Hér skrifar kjarkmikil kona sem hefur gengið í gegnum ótrúlega og sára lífreynslu. En hvað skyldu nú þessi lög og rausnarskapur stjórnvalda þýða? Í fyrsta lagi eru þau þrepaskipt, foreldrar langveikra barna og greinast eftir 1. janúar 2006 fá heilar 90 þúsund á mánuði í 3 þrjá mánuði fyrir báða foreldra en þetta er skilyrt því fyrst þurfa foreldrar að sýna fram á að þeir hafi fullnýtt annan rétt sinn svo sem sjúkrasjóði. Í öðru lagi fá foreldrar barna sem greinast eftir 1. janúar 2007 kr. 90 þúsund í 6 mánuði, foreldrar barna sem greinast síðan eftir 1. janúar 2008 eiga rétt á kr. 90 þúsund í heila 12 mánuði. Síðan í þriðja lagi eins og Birna bendir á fá foreldrar barna sem greindust fyrir 1. janúar 2006 EKKERT. Þessar aðgerðir munu hafa verið áætlaðar að kosti ríkissjóð 170 milljónir í heild sinni. Ég hlýt að spyrja hvaða vitleysingar sömdu þetta frumvarp og hvað voru þeir þingmenn að hugsa þegar þeir samþykktu þetta? það skal tekið fram að þótt grein Birnu hafi verið birt 21. sl. var hún skrifuð 17. september en því miður lést Védís Edda þann 20. september sl. Það liggur við að maður sitji lamaður eftir að hafa lesið þessa grein og spyr sig sjálfan hvað er eiginlega að skeð í okkar auðuga þjóðfélagi? Það er augljóst að ekki var hægt að bjarga lífi Vigdísar Eddu, sama þótt nægjanlegt fjármagn hefði verið til þess. En það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að foreldrar langveikra barna hafi tækifæri til að sinna þeim börnum sem allra best og veita þeim, þá ást og umhyggju sem foreldrar geta. Nú vill hins vegar svo til að þegar þetta ruglfrumvarp var til afgreiðslu á Alþingi kom fram breytingartillaga frá Jóhönnu Sigurðardóttur sem þá var í stjórnarandstöðu, og að venju var sú tillaga felld, en nú er Jóhanna orðin félagsmálaráðherra og hefur nú tækifæri til að bæta þar úr og það virðist hún sannarlega ætla að gera og hefur nú þegar boðað nýtt frumvarp um þessi mál sem hún mun leggja fram á haustþingi og fær vonandi samþykkt, því ekki ætla ég að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn fari að þvælast fyrir Jóhönnu í þessu máli, því þá mun virkilega rísa upp stór mótmælaalda sem ég er ekki viss um að sá flokkur myndi standa af sér. Það þarf mikið hugrekki að skrifa svona grein eins og Birna Sigurðardóttir gerði og þótt það bæti ekki hennar stöðu mun hún gera mikið í að bæta öðrum foreldrum það misrétti sem þeir hafa verið beittir. Við þá þingmenn sem stóðu að gerð og samþykkt þessa ruglfrumvarps, vil ég segja; Þið ættuð að skammast ykkar og í mínum huga ekkert nema aumingjar.
Ég get ekki sett mig í spor foreldra og systkina Vigdísar Eddu, en ég votta þeim samúð mína vegna fráfalls hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 10:48
Pólsk skúta
Það er nú orðið þannig með mig að um leið og ég heyri eða sé orðið skúta kemur strax upp í hugann smygl á dópi. En það átti nú ekki við í þessu tilfelli, því hér er um að ræða pólska skútu sem hvarf á leið sinni til Aberdeen í Skotlandi frá Íslandi og fannst við Orkneyjar en skútan hafði bilað og um var að ræða sjö saklausa pólverja sem um borð voru.
Skútan Syrenka á leið til hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 801289
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Nýjustu færslurnar
- Brandaralögfræðingur
- Eyjólfur eða Eyþór ?
- Heimskunnar bryggja, ljóð frá 19. desember 2018.
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
- ISK orðinn alþjóðlegur gjaldmiðill.
- Mammon á að ráða á RÚV og þau stefna á gróða á næstunni. Mun dagskráin skána? Verð ég fenginn til að spila mína tónlist á RÚV eða Sverrir Stormsker?
- Fjölmiðlar hingað til sofandi en vaknaðir af værum blundi er varðar varnarmál
- -djöflamessur-
- Ekki meir ekki meir.
- Umskiptin í varnarmálum