Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
22.9.2007 | 17:49
Kópavogur
![]() |
Kársnesingar taka niður mótmælaborða sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2007 | 17:03
Fíkniefni
Nú er aldeilis stuð hjá löggunni. Fíkniefnasmyglarar fara eins og á færibandi í varðhald.
Gott mál og áfram nú...........................................................
![]() |
Grunaðir um innflutning á kókaíni frá Suður-Ameríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2007 | 16:59
O.J. Simpson
![]() |
Hvað er hægt að vera heimskur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2007 | 10:34
Ráðherra
Þar var mikið að samgönguráðherra Kristján L. Möller áttaði sig á því að hann er ráðherra en ekki óbreyttur þingmaður og hefur beðið Einar Hermannsson, skipaverfræðing afsökunar á að hafa ásakað Einar um að vegna hans starfa fyrir Vegagerðina hefði allt farið úrskeiðis varðandi hina nýju Grímseyjarferju. Ég gef Kristjáni einn + fyrir þetta.
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2007 | 10:22
Dópsmyglið
21.9.2007 | 20:07
Fróðleg viðtöl
Mikið var fróðlegt og upplýsandi viðtal við Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar var meðal annars rætt um hið mikla smyglmál á fíkniefnum sem lögreglan upplýsti í gær. Þórarinn var að vanda rólegur og yfirvegaður þegar hann var að útskýra stöðu þessara mála í dag, það kom fram í hans máli að nú orðið leituðu milli 700-800 manns sér aðstoðar á Vogi árlega vegna þessa vanda. Þegar hann var beðinn að áætla fjölda þeirra sem væru virkir í neyslu í dag fór hann mjög varlega í þær sakir og sagði að miðað við fjölda sem leituðu sér aðstoðar á Vogi væri hugsanlegt að margfalda þann fjölda með þremur svo óhætt væri að tala um 2000 virka sprautufíkla á landinu. Hinsvegar sagði hann að hver aðili sem væri háður þessum efnum þyrfti að selja 10 öðrum sama skammt til að fjármagna eigin neyslu og svo gæti hver reiknað fyrir sig án þess að hann væri að setja fram ákveðna fullyrðingu þar um, en sagði þó að enginn gæti verið í stöðugri neyslu, því það væri takmörk hvað líkami fólks þyldi og þess vegna væri neysla þeirra sem harðastir væru í þessu mjög túrakennd og væri því rétt að áætla neyslu um 1 gramm á dag á hvern fíkil. Ástæða þess að verið var að ræða sérstaklega um sprautufíkla var sú að í Morgunblaðinu í gær sett landlæknir fram þá hugmynd að slíkir fíklar fengju ókeypis aðgang að nýjum og hreinum nálum þar sem upp hefði komið alnæmistilfelli hjá einum sprautufíkli og landlæknir sagðist óttast hættu á faraldri slíkra mála. Inní viðtalið við Þórarinn kom innslag þar sem rætt var við fjóra einstaklinga sem allir komu fram undir fullu nafni og leyfðu myndatöku meðan á viðtalinu stóð, enda var þar ekki um að ræða eiturlyfjaneytendur heldur samkynhneigða menn en þeirra samtök hafa barist mikið í forvarnarstarfi vegna alnæmis og voru þeir allir sammála um að þessi hugmynd landlæknis væri mjög góð og væri eitt af því sem þeirra samtök hefðu fyrir löngu síðan lagt til. Reyndar sagði einn þeirra að hann efaðist um að þeir aðilar sem væru í stöðugri neyslu fíkniefna og þar af leiðandi með brenglaða skynsemi, hefðu vit á að nýta sér að fá sprautunálar frítt og var það sama álit og komið hafði áður fram hjá Þórarinn Tyrfingssyni. Þegar Þórarinn var síðan spurður út í áhrif á markaðinn þegar lögreglan gerði upptæk svona mikið magn svaraði hann því til að hann fagnaði að sjálfsögðu að þetta magn hefði náðst og áhrif þess yrðu meiri sem forvarnir frekar en miklar breytingar á neyslu þessara efna, því reynslan hefði kennt sér að þegar mikið magn væri gert upptækt af lögreglu þá hækkaði verðið á götunni eitthvað lítilsháttar en síðan leitaði það jafnvægis fljótt aftur. Hann sagði að fólk yrði að átta sig á því að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi væri orðinn svo þróaður að hann væri ekki lengur háður einstökum sendingum. Í þættinum var einnig rætt við Mumma í Götusmiðjunni og má segja að hans orð hafi verið nánast samhljóma orðum Þórarins varðandi áhrif þess að svona mikið magn fíkniefna hefði verið gert upptækt. Í máli Þórarins kom einnig fram að að þótt hann væri hlynntur þessari hugmynd sem landlæknir setti fram hefði ekki fram til þessa fundist slík einkenni hjá sjúklingum á Vogi þá gerðu þeir mikið af því að skima blóð vegna margra sjúklinga sem kæmu á Vog og væru með einkenni lifrabólgu C sem ég hélt að væri ólæknandi en Þórarinn sagði að þrátt fyrir að einstaklingur greindist með lifrabólgu C gæti við komandi lifað ágætis lífi áfram ef hann héldi sig með þau meðferðarúrræði sem í boði væru og væru undir stöðugu eftirliti lækna, en hann sagði að því miður væri þar mikill misbrestur á og tók sem dæmi að af öllum þeim sem greindust með þennan sjúkdóm á Vogi sl. 10 ár væru nú þegar 30 látnir og væri þar um að ræða ungt fólk. Það kom einnig fram hjá Þórarinn að mikil nauðsyn væri á að auka skimun á blóði til að forðast alnæmishættuna en þar skipti öllum máli að fjármagn væri fyrir hendi og sagði að á Vogi hefði komið fyrir að þurfa hefði að hætta slíkri skimun á blóði vegna fjárskorts enda væri það í raun og veru hlutverk ekki hlutverk sinnar stofnunar að sinna slíku heilbrigðiseftirliti.
Ef maður skoðar betur það sem fram kom í þættinum þá gætu neytendur fíkniefna á Íslandi í dag og notar viðmiðun Þórarins að hver fíkill þurfi að selja 10 öðrum til að fjármagna eigin neyslu þá fæ ég út úr því dæmi að þeir geti verið allt að 20 þúsund einstaklingar. En hafa ber í huga að ekki fjármagna ekki allir neyslu með sölu til annarra heldur með allskonar þjófnaði, lánum ofl. Virðist því nánast ógerlegt að áætla hve stór þessi hópur raunverulega er. Það kom líka fram að þótt vissulega sé ánægjuefni þegar fíkniefnasalar eru handteknir koma fljótt aðrir í staðinn meðan eftirspurnin er svona mikil. Þetta virðist því lúta sömu lögmálum og markaðsfræðin kennir, að á meðan eftirspurn er eftir ákveðinni vöru eða þjónustu koma alltaf fram aðilar til að sinna þeim þörfum. Eins og Þórarinn Tyrfingsson orðaði það "Það er ákveðið tannhjól sem heldur þessari keðju gangandi og meðan ekki tekst að stoppa það heldur þetta áfram" Við getum að sjálfsögðu engu breytt um það sem liðið er eða bjargað þeim sem nú þegar hafa eyðilagt sitt líf, en á framtíðina getum við haft áhrif. Ef síðan er til viðbótar yfirvofandi ógn vegna alnæmis og ekki fæst nægjanlegt fé til forvarna í því máli, bið ég hreinlega Guð að hjálpa okkur.
21.9.2007 | 13:56
Dópmálið mikla
![]() |
Tvö kíló af hörðum efnum fundust í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2007 | 11:56
Auglýsingar
Mikið lifandis skelfing er ég orðinn þreyttur á sumum auglýsingum og skipti ég oft um rás þegar ég er að horfa á sjónvarpið á kvöldin og auglýsingarnar byrja. Ég ætla að nefna hér nokkur dæmi:
1. Auglýsing Símans um nýja gerð af farsímum. Ég ætla ekki að gagnrýna auglýsinguna sem slíka eða gerð hennar og fannst bara gaman að horfa á hana fyrst. En öllu má nú ofgera, að þurfa að horfa á þetta nánast á hverju kvöldi er full mikið af því góða. Þessi auglýsing hefur verið svo ofnotuð að hafi það einhvern tíma hvarflað að mér að kaupa slíkan síma, get ég ekki hugsað mér það í dag. Ég er hreinlega komin með ofnæmi fyrir þessum síma. Þessi auglýsing er farinn að vinna gegn hagsmunum þess sem hana kostar. Þessi auglýsing er stundum birt í heilu lag eða í nokkrum styttri útgáfu og um leið og þessi auglýsing birtist á skjánum, hættir maður strax að hugsa um síma og fer að velta því fyrir sér hvernig verður auglýsingin núna, kemur hinn frægi sími strax á eftir myndinni af síðustu kvöldmáltíðinni? Eða segi Júdas brandarann núna? Þessi auglýsing var góð og allt í lagi að birta hana í heild sinn í nokkur skipt, en svo hefði nægt að birta bara myndina af kvöldmáltíðinni og koma svo strax á eftir með símann. Það er sú útgáfa sem mér finnst einna best. Því auðvita muna allir framhaldið um leið og fyrsta myndin birtist.
2. Auglýsing frá Mjólkursamsölunni um skyr.is, ég get ekki metið hvort hún er vel eða illa unninn en að láta einhverja leika að þér séu staddir í verslun erlendis og marg stama og hiksta við að reyna að bögla út úr sér orðinu skyr.is, ef þetta á að vera einhver brandari er hann illa heppnaður og ekki fyrir minn smekk. Þarna gleymir maður strax skyr.is heldur fer öll athyglin í að fylgjast með hvort fólkinu tekst að koma þessu rétt út úr sér og jafnvel að maður vorkenni afgreiðslustúlkunni við að reyna að skilja fólkið.
3. Auglýsing frá Hagkaup, sem öll er á ensku og meðan lesin er einhver texti renna yfir skjáinn hinar ýmsu vörur. Hagkaup hefur verið með gott slagorð í sínum auglýsingum á íslensku, sem hefur verið stutt og gott og allt í lagi að horfa á það oft í viku og með því hefur hægt og bítandi neytandinn fegið þá tilfinningu að í þessa verslun sé tilefni til að fara. Hversvegna að eyðileggja þetta með svona amerískri útfærslu á auglýsingu. Er verið að senda okkur þau skilaboð að þessi verslun sé einungis fyrir enskumælandi fólk? Þegar þessi auglýsing kemur fer öll hugsun í að reyna að átta sig á hvaða vitleysa sé í gangi og þegar maður loks nær því er auglýsingin búin og ný komin í staðinn.
Ég lærði aðeins í þessum fræðum þegar ég var í Samvinnuskólanum 1969-1971 og síðar í fjarnámi við Viðskiptaháskólann á Bifröst eftir að ég varð öryrki. Ég tel því að sjónvarpsauglýsing, sem ætlunin er að birta oft í viku verði að vera hröð og hnitmiðuð og minna um leið sterklega á það sem í raun er verið að auglýsa. Þær auglýsingar sem ég hef hér nefnt bera allar það með sér að athyglin beinist að öðru en til er ætlast. Einnig finnst mér óþolandi sá háttur sem bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2, hafa tekið upp og ættað er frá Bandaríkjunum, en það er að í miðjum þætti eða mynd er gert auglýsingarhlé. Það er vel skiljanlegt að Skjár einn noti þessa aðferð enda er sú stöð öllum opin án þess að þurfa að greiða neitt fyrir og hefur sína tekjur eingöngu af auglýsingum. Út yfir allt tekur svo allir þessir auglýsingabæklingar sem verið er að dreifa og þótt maður merki hjá sér pósthólfið um að maðu vilji ekki slíkan póst, er þessu samt troðið þar niður. Bara það eitt að neyða upp á mann þessu auglýsingabæklingum sem maður er búinn að óska eftir að fá ekki verðu til þess a.m.k. í mínu tilfelli að þetta fer beinustu leið í ruslið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 10:37
Mótmæli
Nú hafa útvegsbændur í Eyjum sent frá sér mótmæli sem þeir kalla"Mótvægisaðgerðir,dropi í hafið" og á Suðurland.is segir orðrétt "Útvegsbændur í Vestmannaeyjum segja að á undanförnum 6 árum hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir uppá 3,1 milljarð í formi byggðakvóta,línuívilnunar og ýmissa bóta, meðal annars vegna brests í rækju og skelveiðum, útflutningsálags (sem nú hefur verið fellt niður) og þróunarsjóðsgjalds sem síðar varð að veiðigjaldi. Þannig hafi Eyjamenn í raun og veru stutt aðrar sjávarbyggðir árlega með liðlega 500 milljónum króna skerðingu eigin aflaheimilda og með sérstökum gjöldum sem færð hafa verið öðrum byggðalögum í nafni byggðastefnu ("mótvægisaðgerða")Eftir að hafa lesið þetta mætti í fljótu bragði ætla að útgerðin í Eyjum væri í miklum vanda. Ég vil nú benda þessum ágætu mönnum á að þeir gleymdu einu atriði í allri þessar upptalningu sennilega óviljandi að þeir hafa líka fært miklar fórnir til allra landsmanna með því að taka að sér að kaupa og reka Toyotaumboðið í Kópavogi. Ég ætla að óska þessum mönnum til hamingju að hafa loksins tekist að berja í gegn að svokallað útflutningsálag sem var sett á til að reyna að draga úr útflutningi á óunnum fiski í gámum, hefur verið fellt niður. Nú geta þeir ráðstafað afla sínum án skerðingar eins og þeim best hentar, þeir þurfa hvorki að taka tillit til atvinnu fólks í fiskiðnaði hvorki á fasta landinu eða í sinni heimabyggð. Ef marka má fréttir hafa þeir verið mjög duglegir að endurnýja skipaflota sinn því bara á þessu ári hafa komið eftirtalin nýsmíðuð skip til Eyja: Vestmannaey VE-444 Bergey VE-544 og nýlega var sjósett í Póllandi nýr Dala Rafn VE-508, sem mun koma til Eyja í desember. Þeir hafa einnig endurnýjað með kaupum á notuðum en samt nýlegum og góðum skipum, og á þessu ári nefni ég nýja Álsey VE-2, sem kom til Eyja fyrir stuttu og nýtt Gullberg VE-292. Áður voru þeir búnir að kaupa nokkur mjög góð skip og má þar nefna, Smáey VE-144, Brynjólf VE-3 og Bergur VE-44, það getur vel verið að ég gleymi einhverju skipi, en þetta eru þau sem ég man eftir í fljótu bragði. Það kann vel að vera og mjög líklegt að ákvörðun um smíði þessara nýju skipa hafi verið tekin löngu áður en ljóst var að þorskveiðar yrðu skornar svona mikið niður. En svo ég vitni nú í útgerðarmanninn og þyrlueigandann Magnús Kristinsson þegar að hann var að taka á móti sínu nýja skipi Bergey VE-544, sem var skip nr. 2 sem hann fékk nýtt á árinu og hann var spurður hvort þetta yrði ekki erfitt hjá honum vegna mikillar skerðingar á þorskkvóta, svaraði hann því að þótt samningar um þessi skip hefðu verið gerðir löngu áður en ljóst var að þessi mikla skerðing á þorskkvóta kom til umræðu kviði hann ekki framtíðinni, sitt fyrirtæki væri svo vel sett með veiðiheimildir og stæði á sterkum grunni og útgerðir í Eyjum stæðu almennt vel og þeir hefðu alla burði til að standa þetta af sér. Vestamannaeyingar hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi, að þótt sumir útgerðarmenn hafi kosið að draga sig út úr uppsjávarveiðum, hafa samt þau skip sem þær veiðar stunduðu ekki verið seld burt frá Eyjum, heldur hafa þau skipt um eigendur í Eyjum og verið þar áfram ásamt sínum aflakvótum og þessu til viðbótar má benda á að ekki er langt síðan Ísfélagið í Eyjum keypti allt hlutafé í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og eignaðist þar tvö góð skip með talsverðan kvóta. Í 34. tbl. Fiskifrétta föstudaginn 14. september 2007 er verið að skýra frá kvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið 2007/2008. Þar kemur fram að á lista yfir 20 kvótahæstu útgerðum er Vinnslustöðin hf. í 6. sæti og Ísfélagið í 11. sæti en þegar kvóta Þórshafnar er bætt við fer Ísfélagið í 6. sæti og Vinnslustöðin færist í 7. sæti listans. Ef skoðaður er listi eftir heimahöfnum skipa eru Vestmannaeyjar í 2. sæti næst á eftir Reykjavík sem er í 1. sæti en þegar kvóta Þórshafnar er bætt við fara Vestmannaeyjar í 1. sæti en Reykjavík verður í 2. sæti. Það skal tekið fram að þessar upplýsingar Fiskifrétta voru unnar áður en gefinn var út rúmlega 380 þúsund tonna byrjunarkvóti í loðnu en þar eiga útgerðir í Eyjum góðan kvóta því þeir hafa alla tíð verið mjög sterkir í uppsjávarveiðum, t.d. eru 11 af 32 uppsjávarveiðiskipunum í þeirra eigu. Ég ætla ekki að gera lítið úr vanda í Eyjum vegna niðurskurðar í þorski en eins og ég hef bent á eru útgerðir í Eyjum sterkar í uppsjávarveiðum og þar hefur heldur verið bætt við í kvóta t.d. í síld og loðnu og einnig eru þeir mjög sterkir í humarveiðum og ekki er skerðing þar. Þannig að Vestamanneyingar hafa mun meiri burði til að taka á sig skerðing er mörg önnur byggðalög og má benda á viðtal við einn helsta talsmann Vestmannaeyja, Árna Johnsen alþm. þegar hann var að mótmæla þessum "Mótvægisaðgerðum" í viðtal í sjónvarpinu sagði Árni, "Í mínu kjördæmi eru einkum þrír staðir sem verða fyrir mikilli skerðingu og það eru Grindavík, Vestmannaeyjar og Hornafjörður" Síðan fjallaði hann mest um Grindavík og vandamál þar og síðan sagði Árni, "Ég vil taka það skýrt fram að með þessum mótmælum mínum er ég ekki að gagnrýna þótt Vestfjörðum sé rétt hjálparhönd nú, ég hef fullan skilning á þeirra vanda og er ekki talsmaður þess að tekið sé af þeim nú til að færa öðrum, það þarf bara að bæta við þessar aðgerðir." Miðað við það sem ég hef rætt hér að ofan er enginn hætta á miklu atvinnuleysi í Eyjum á næstunni eins og þegar er orðið víða á Vestfjörðum.
Hvað varðar yfirlýsingu þeirra útvegsbænda í Eyjum um mikinn fórnarkostnað þeirra sl. 6 ár sem þeir reikna út að sé upphæð sem nemi alls 3,1 milljarði eða rúmar 500 milljónir á ári í þessi 6 ár. og kalla að þeir hafi í raun þurft að aðstoða önnur byggðalög,ekki hef ég tök á að reikna þetta út og tek því þeirra upphæð sem rétta. Þá er það nú svo að oft man kýrin ekki að hún var eitt sinn kálfur. Ég man ekki betur en þeim Eyjamönnum hafi á sínum tíma nánast verður færður Meitillinn í Þorlákshöfn með öllum hans aflaheimildum, nánast á silfurfati. Ef þær aflaheimildir væru reiknaðar út á verði aflaheimilda í dag, er ég hræddur um að útkoma í því dæmi dekkaði fyllilega það sem þeir telja sig hafa fórnað til að stoðar öðrum byggðalögum. Eins og ég sagði áðan er ekkert sem bendir til að hætta sé á atvinnuleysi í Eyjum, ef það verður væri ástæðan sú að útgerðarmenn gengju of langt í sínum mikla útflutningi á óunnum fiski í gámum.
Af því ég að skrifa hér um Vestmannaeyjar, vil ég nota tækifærið og óska þeim til hamingju að hafa staðið vel saman í að hindra að Guðmundur, vinalausi næði að komast yfir eitt af stæðstu fyrirtækum ykkar og ég óska ykkur alls góðs í framtíðinni.
20.9.2007 | 14:56
Davíð Oddsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 801837
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
249 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hægri og vinstri samsæriskenningar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
- Orð guðföður Viðreisnar
- Myndir af þeim.
- Enn einn naglinn í kistu covid bóluefnanna
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur