Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 07:46
Rangar upplýsingar
Ég ætla hér að leiðrétta skrif mín varðandi nafnbreytingu. Þori ekki öðru vegna rugl-dómsins fræga Ég get að sjálfsögðu aldrei hafa orðið Falur Jakobsson þótt ég hefði verið skýrður Falur á sínum tíma, því ég er Kristinsson og því er ekki hægt að breyta. Heldur átti þetta við um næstelsta son minn sem heitir Jón Páll Jakobsson, þá varð ég og þáverandi eiginkona beitt miklum þrýstingi frá einum af mínum ættingjum um að skýra hann Fal, því þá hefði komið aftur í ættina nafnið Falur Jakobsson. En við hjónin höfðum þá reglu að ef nýfætt barn okkar var drengur þá átti hún að ráða nafni, en ef barnið var stúlka þá átt ég að ákveða nafnið. Af þeim ástæðum kom aldrei nafnið Falur Jakobsson. Við eignuðumst fjögur börn sem eru:
1. Gunnar Jakobsson fæddur 15. apríl 1970,lögfræðingur, vinnur hjá hjá banka í Wall Street í New York. Hann er skýrður eftir mági eiginkonunnar, sem fórst með Sæfara frá Tálknafirði í janúar 1970 og hann er giftur Guðrúnu Aspelund, barnaskurðlæknir í New York. Þau eiga eina dóttur.
2. Jón Páll Jakobsson, fæddur 1. janúar 1973, er núna ýmist netamaður, vélstjóri, stýrimaður eða skipstjóri á Vestra BA-63, en var áður í útgerð með mér áður en ég slasaðist. Hann er skírður eftir móður konunnar, sem heitir Jóna og föðurbróðir hennar sem hét Páll. Hann er giftur Sólrúnu Bryndísi Aradóttur frá Bíldudal og þau eiga fjögur börn. 3 stelpur og einn strák og eru búsett á Bíldudal, en eru að byggja hér í Njarðvík og flytja sennilega frá Bíldudal næsta haust
3. Guðrún Rebekka Jakobsdóttir, fædd 13. desember 1976, hún er menntaður hjúkrunarfræðingur, en starfaði síðast sem sölufulltrúi hjá lyfjafyrirtækinu Vistor við að kynna ný lyf fyrir læknum ofl. Hún er núna búsett í Edinborg í Skotlandi og er í framhaldsnámi í alþjóðaviðskiptum. Hennar nafn er nafn móður minnar sem er Guðrún Rebekka Jakobsdóttir. Hún er gift Svavari Sigþórssyni, tæknifræðingi, hann er líka í framhaldsnámi í Edinborg á sínu sviði. Þau bjuggu síðast í Hafnarfirði en óvíst er hvar þau setjast að í haust þegar þau koma heim. Þau eiga þrjú börn, tvær stelpur og einn strák.
4. Júdit Krista fædd 23. nóvember 1992, Þarna vað til blanda Júdit er nafn langömmu minnar sem var kona Fals en Krista, kemur til af því að feður okkar hjónanna hétu báðir Kristinn, hún er nemi í 10. bekk í Grunnskóla Vesturbyggðar, en stefnir á Menntaskólann á Akureyri n.k. haust. Hún er að sjálfsögðu ógift og barnlaus ennþá, er bara á kærasta aldrinum.
Þannig að í öllu mínu fátæktarbasli sem öryrki, hef ég þó alltaf geta glatt mig með hvað ég er í raun ríkur maður. Peningarnir gera mann ekki auðugan, þeir eru bara dauðir hlutir nánast einnota. En börnin mín fjögur sem ég er mjög stoltur af haf gert mig að auðugum manni. Því þau sem farin eru út í lífið á eigin fótum hafa staðið sig mjög vel og gert mig ánægðan og hamingjusaman mann. Svo má heldur ekki gleyma ollum barnabörnunum sem eru orðinn 8 í dag. Þetta er minn fjársjóður sem aldrei verður frá mér tekinn og þrátt fyrir skilnað okkar hjóna 2001 erum við enn í dag hinir bestu vinir og aldrei hefur komið upp neinir árekstrar varðandi börnin. Yngsta barnið býr enn hjá mömmu sinni g ég greiði tvöfalt meðlag og bæti svo við ef ég á pening, sem hefur að vísu verið nokkuð lengi, en nú hef ég tækifæri til að bæta úr því.
Jæja nú verð ég að koma mér í vinnuna, ég á að vera mættur á námskeið í Reykjavík kl: 9,30 svo ég verð að drífa mig af stað.
Þið passið fyrir mig síðuna á meðan elskurnar mínar svo ég verði ekki lögsóttur í dag .
Eigið þið svo ánægjulegan dag og látið ekki ljótu kallana hrekkja ykkur.
28.2.2008 | 19:11
Gott að vera Vestfirðingur í dag
28.2.2008 | 15:50
Bloggið
28.2.2008 | 15:31
Nýtt nafn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2008 | 10:32
Athyglisverð grein
Í síðasta tölublaði Fiskifrétta skrifar Björn Valur, stýrimaður á Kleifabergi ÓF-3 og varaþingmaður VG, grein sem hann kallar "Er álið málið" Þar rekur hann á athyglisverðan hátt hvað hinar ýmsu atvinnugreinar skila í þjóðarbúið. Hann segir; " Fyrir stuttu var því slegið upp í fjölmiðlum að allt útlit væri fyrir að útflutningsverðmæti áls yrði á árinu 2008 í fyrsta sinn meira en verðmæti sjávarafurða." Er hann þar að vitna í hagspá greiningadeildar Kaupþings til næstu þriggja ára. Samkvæmt þeim spám hefur áliðnaðurinn á Íslandi því ýtt hinum gamla og hallærislega sjávarútvegi aftur fyrir sig varðandi tekjuöflun og viðurværi þjóðar. Hann bendir á að álíka umræða hafi átt sér stað við samanburð á sjávarútvegi og hinum trausta íslenska fjármálamarkaði á kostnað þess fyrrnefnda og þar minnir hann á umræðuna um skerðingu þorskafla ofl. Hann nefnir að í þeirri umræðu hafi verið talið að það skipti engu máli, því þetta væri úrelt og hallærisleg atvinnugrein. Það yrði bara nokkrir sérvitringar á landsbyggðinni, sem fengju tekjutap. Nú væri það fjármálamarkaðurinn, útrásin, bissnesinn, sem væri undirstaða og uppspretta alls þess sem þjóðin þyrfti á að halda. Þar lægi framtíð þessarar fyrrum fiskveiðiþjóðar, sem þyrfti að laga sig að nútímanum og horfa fram á við og ná sér upp úr slor og grútarhugsuninni, sem hefði heft eðlilega framþróun hér á landi. Björn Valur tekur skýrt fram að hann sé ekki að gera lítið úr áliðnaði eða fjármálafyrirtækjum og bendir á að 2008 muni álútflutningur verða mun meiri en sjávarútvegs. Útflutningsverðmæti áls er áætlað um 135 milljarðar á móti um 120 milljörðum sjávarútvegs. Þegar Björn fer síðan að skoða málið betur er niðurstaða hans þessi "Á meðan áliðnaðurinn skilur eftir í landinu um 30% af útflutningstekjum, verður 80% af útflutningstekjum sjávarútvegs eftir í landinu." Síðan segir orðrétt í grein Björns Vals; "Með öðrum orðum þá lítur út fyrir að sjávarútvegurinn muni á árinu 2008 skilja nærri 100 milljörðum af útflutnintekjum sínum eftir í landinu á meðan u.þ.b. 45 milljarðar af útflutningstekjum áliðnaðarins verða eftir hér á landi, þar sem starfsemin fer þó fram" Með öðrum orðum mun sjávarútvegurinn skilja eftir í landinu næstum jafn marga milljarða og áliðnaðurinn flytur út úr landinu. Ég ætla nú ekki að fara að endurskrifa þessa góðu grein en það hljóta allir að sjá það, hvor við erum að tala um laun, útflutning, úrás eða hvað sem er þá skipta brúttótekjur ekki máli það sem allir vilja vita hvað kemur í peningakassann hjá hverjum og einum. En grein þessi er í Fiskifréttum 7. tbl. föstudaginn 22. febrúar 2008 á bls.5.
Ath. letur breyting er mín.
27.2.2008 | 23:41
Loksins, loksins kom það
Eins og flestir vita, sem skoða síðuna hjá mér, þá er ég öryrki og hef því lifað fátæktrarlífi og alltaf blankur. Get aldrei keypt mér eitt né neitt og ég er búinn að berjast við í rúm tvö ár að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er búinn að sækja um nokkur hundruð störf en um leið og ég gef upp að ég sé fatlaður öryrki, þá hefur mér alltaf verið hafnað. Mín fötlun felst í því að vinstri hendinn er algerlega lömuð og þar af leiðandi máttlaus.
Ekki hefur mig skort menntun eða reynslu því menntun mín er eftir farandi;
Próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1971. Próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Próf frá Menntaskólanum á Ísafirðí Vélfræðibraut 2001, Diplomapróf í viðskiptum frá Háskólanum á Bifröst 2004. Allt þetta nám tók ég í fjarnámi samhliða sjómennskunni nema það fyrsta 1971 Ég var með fartölvu allaf á sjónum og vann verkefnin þar og þegar komið var í höfn hvar sem var á landinu, þá fékk ég yfirleitt að setja tölvuna í netsamband og sendi verkefni og sótti ný. Lokaprófin þurfti ég að sjálfsögðu að taka í viðkomandi skóla, þetta var mikil vinna og oft erfitt en það hafðist að lokum.
Starfseynsla;
1. Framkvæmdastjóri fyrir útgerðar og fiskvinnslu á Bíldudal í 20 ár um 100 starfsmenn
2. Verkstjóri í fiskvinnslu, saltfiskur, frystur fiskur, ferskur fiskur rækjuvinnsla ofl.
3. Stýrimaður,skipstjóri,Yfirvélstjóri á ýmsum skipum í 10 ár
Núna fékk ég loksins draumastarfið sem er að sjá um bóhald ofl. fyrir útgerðarfyrirtæki í Keflavík og vinnutími er frjáls. Ég má mæta og vinna þegar mér henntar og launin eru mjög góð. Vinnuveitandinn er mjög indæll og vill allt fyrir mig gera og ef allt gengur vel þá get ég kvatt þetta öryrkjalíf. En að sjálfsögðu verð ég áfram öryrki, því þetta kemur til með að skerða mínar bætur en þær falla ekki alveg út, og tek þátt í þeirra baráttu svo ég verð mun minna á blogginu en áður og mun skrifa af og til en núna í byrjun er svo mikið að gera að ég er að vinna frá 8-10 til 19-20 á daginn en svo fer að verða rólegra þegar allt fer að rúlla eðlilega.
Ég hafði samband við Geir H. Haarde og afþakkaði borgarstjórastarfið, því útgerð er mitt áhugamál.
Ég get sagt ykkur í trúnaði að Geir þurfti áfallahjálp, en þið segið engum frá því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.2.2008 | 08:23
Breytingar hjá bönkunum
Kaupþing Singer & Friedlander hyggst hætta starfsemi á sviði eignafjármögnunar og hrávöruviðskiptafjármögnunar auk þess sem gerðar hafa verið skipulagsbreytingar innan fyrirtækjasviðsins í Bretlandi. Þessar breytingar koma til með að hafa jákvæð áhrif á kostnaðarhlið bankans og losa um lausafé sem nemur rúmlega 1 milljarði punda (130 milljörðum króna) á árinu 2008.
Ekki datt mér í hug að þegar ég var að skrifa um hinn nýja stjórnarformann Glitnis, Þorstein Már Baldvinsson, fyrir stuttu að hans stjórnunarstíll færi svona fljótt til hinna bankanna. En það er raunverulega að gerast. Nú er tími ofurlauna, bitlinga og bruðls hjá bönkunum, liðinn tími. Það mun sennilega verða langt í næstu galaveislu, þar sem hver flaska af borðvíni hefur kostað mánaðarlaun verkamanns. Það hafa margir fullyrt að okkar fjármálaveldi væri svo fínt og gott að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur skipti engu máli. Hún væri bara fyrir einhverja sérvitringa. En hvað er gert núna þegar allt er að fara á hliðina, þá er sóttur maður úr sjávarútveginum til að bjarga málum.
Breytingar hjá Kaupþingi losa um lausafé upp á 130 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 20:16
Laus góð stað hjá borginni
Í þættinum Mannamál í gær, sat fyrir svörum hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni, sjálfur forsætisráðherrann, Geir H. Haarde. Sigmundur spurði hann fast og ákveðinn um allt klúðrið hjá sjálfstæðismönnum í borgarstjórn og að þessi nýgerða samþykkt væri ekkert nema að velta vandamálinu á undan sér. Geir vafðist fyrst aðeins tunga um tönn, en fór síðan að útskýra málið og sagði; Það er að vísu ekki endanleg lausn, samt lausn á vissan hátt, því í málefnasamningi þeirra við Ólaf F. Magnússyni væri skrifað að Vilhjálmur yrði næsti borgarstjóri, en nú hefði orðalaginu verið breytt með samþykki Ólafs að óákveðið væri um næsta borgarstjóra. Það mál yrði borgarstjórnarflokkurinn samtals 14 manns að ákveða, en hann yrði að vera sjálfstæðismaður, síðan var farið að ræða um efnahagsmál ofl.
Ég tók Geir á orðinu og lagði inn umsókn um starf borgarstjóra og má lesa bréfið hér fyrir neðan:
Nú bíð ég bara spenntur eftir að verða boðaður í viðtal út af starfinu.
Sandgerði 24. febrúar 2008
Borgarstjórnarstjórnarflokkur
Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Valhöll
Háleytisbraut 1
105 Reykjavík
Undirritaður sækir hér með um stöðu borgastjórans í Reykjavík, sem að sögn Geirs H. Haarde, er laus eftir rúmt ár. Ég er að vísu flokksbundinn í öðrum flokki en ef þið óskið frekar að ég sé í Sjálfstæðisflokknum, þá er það ekkert mál, ég hef áður skipt um flokk svo auðvelt væri að gera það aftur. Eftirfarandi mælir með mér í þessa stöðu:
1. Ég kann að tala og er talinn ágætur ræðumaður
2. Ég skil Ensku
3. Ég er að vísu bindindismaður á vín, en þar sem ég veit að borgarstjóri þarf að mæta víða í veislur og boð. Þá byrja ég bara að drekka aftur.
4. Ég er maður sátta og reyni að forðast allar deilur.
5. Ég kann að segja ósatt og oft nokkuð góður í að kjafta mig út úr vandræðum.
6. Ég get verið undirförull ef á þarf að halda og eins að tala illa um fólk.
7. Ég er fjölmiðlafælinn og mun passa að fréttamenn komi ekki nálægt ykkur.
8. Ég kann mikið af sögum um pólitíska andstæðinga ykkar.
9. Ég get skipum skoðun á nokkrum mínútum og hef yfirleitt þá skoðun, sem kemur best í hvert skipti.
10. Svo síðast og ekki síst skipta laun ekki máli, ég fæ bara heimild til að fá úr borgarsjóði það sem mig vantar í hver sinn og mun gæta hófs í því.
Ég vona að þið veljið mig svo forðast megi átök ykkar á milli um þetta embætti.
Virðingarfyllst,
Jakob Kristinsson kt. 090250-7369 Heimasími: 4562107 GSM: 8232954
Netfang: jakobkr@internet.is
Suðurgötu 17-21
245 Sandgerði
PS. Ég óska nafnleyndar.
Meðmælendur:
1. Össur Skarphéðinsson, ráherra
2. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður
3. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.2.2008 | 17:15
Írak
Að minnsta kosti 40 létu lífið og 60 særðust í sjálfsvígsárás sem beint var gegn sjíta pílagrímum í bænum Iskandariya, suður af Bagdad í dag. Árásin var gerð á þjóðvegi í átt að Karbala borg, þar sem trúarhátíð er haldin. Önnur árás var gerð gegn pílagrímum í Bagdad en þar létust þrír og 49 særðust.
Til hamingju Bush, þér ætar að takast að slátra eins og eitt stykki þjóð í tilraunum til að koma á friði í Írak.
Það mun verða mjög friðsælt í Írak þegar allir íbúar eru dauðir. Það er allt leyfilegt að nota ef tilgangurinn er góður, eins og að koma á algerum friði í þessu stóra landi. Það má heldur ekki gleymast að það er ekki illgirni sem rekur Bush áfram þarna, heldur náði hann beinu sambandi við Guð almáttugan, að eigin sögn. Ekki dettur mér í hug að Bush segi ósatt, þessi ljúfi og indæli maður.
Látnum fjölgar eftir sjálfsvígsárás í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 17:04
Ný viðhorf
Þorsteinn Már Baldvinsson, nýkjörinn formaður stjórnar Glitnis segir að meðan hann sitji sem formaður, verði ekki gerðir frekari starfslokasamningar. Því megi viðskiptavinir og hluthafar Glitnis treysta. Þá boðar Þorsteinn umtalsverða lækkun kostnaðar í bankanum.
Þetta viðtal við Þorstein Már Baldvinsson í gær var mjög gott og nokkuð ljóst að hann ætlar sér að gera góða hluti hjá Glitnir. Enda má segja að allt bruðlið og fjáraustur út úr bankanum hafi verið komin langt út fyrir það sem eðlilegt geti talist og allt á kostnað hluthafa. Hann segir líka í þessu viðtali að það eigi að greiða góðum mönnum góð laun en á móti komi líka þá krafa að þeir menn standi sig vel í starfi. En fram að þessu hefur árangur í starfi ekkert skipt máli í samandi við hverjir fái mikil laun. Ég fagna innkomu Þorsteins í íslenskt fjármálalíf og veita að nú á margt eftir að breytast til hins betra.
Gangi þér vel Þorsteinn Már Baldvinsson
Ekki fleiri starfslokasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 801433
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki