Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 16:46
*Borgarstjórn
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á vefsíðu sinni, að brýnt sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast úr núverandi stöðu í borgarstjórn og sjá til þess, að umræður fari að snúast um annað en innri mál borgarstjórnarflokksins eða Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita hans.
Miðað við fréttir dagsins er flokkurinn ekkert að reyna að komast úr þessari stöðu, heldur framlengja vandann og búa til meiri átök um innri mál borgarstjórnarflokksins og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og auka á umræður og deilur í flokknum.
Brýnt að flokkurinn komist úr þessari stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 16:38
Sápuóperan í Reykjavík
Að minnsta kosti eitt hverfafélag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur gefið til kynna, að það vilji að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víki sem oddviti borgarstjórnarflokksins, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Sagði Útvarpið að félagið hefði samþykkt ályktun þessa efnis nýlega en ekki sent hana frá sér með formlegum hætti.
Ætla sjálfstæðismenn aldrei að þora að leysa vandamálið með Vilhjálm, því í dag var fundur hjá borgarstjórnarflokknum og var þar samþykkt að Vilhjálmur sæti áfram, sem oddviti listans en yrði ekki borgarstjóri eftir rúmt ár. Nú á að fara fram einskonar prófkjör um hver fær sæti borgarstjóra, og nú sé málið leyst. En þetta er ekki nein lausn heldur er verið eina ferðina enn að velta vandanum á undan sér. Það sem í öðrum flokkum hefðu verið talið eðlileg vinnubrögð væru þau að sá aðili sem er í 2. sæti listans yrði borgarstjóri og væri þá það Hanna Birna en forusta flokksins er klofinn, því Þorgerður Katrín, varformaður styður Hönnu Birnu en Geir H. Haarde, formaður, mun vilja Gísla Martein. Þannig að þetta ár sem er til stefnu, mun loga í innbyrðis átökum og hatrömum slag og borgarstjórnarflokkurinn verður nánast óstarfhæfur á meðan. Ég get ómögulega skilið af hverju ekki var hægt að ganga heiðarlega til verks og biðja Vilhjálm um að hætta strax og Hanna Birna tæki við og svo yrði tekist á í prófkjöri fyrir næstu kosningar. Nú er verið nánast að siga borgarfulltrúum á hvern annan og langavitleysan heldur áfram. Ég segi nú bara að lokum; "Þessu liði er ekki viðbjargandi."
Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 05:05
Nýtt skip
Nýr bátur útgerðarfélagsins Flóka ehf. kom í dag til heimahafnar á Húsavík. Báturinn, sem ber nafnið Hera ÞH 60, er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962. Flóki ehf. hyggst gera Heru út á dragnót en fyrir á útgerðin dragnótabátinn Dalaröst ÞH 40 sem verður seldur.
Mér finnst alltaf mikið gleðiefni þegar hinir ýmsu staðir eru að fá ný skip. Þótt ég sé núna hættur á sjónum, þá eru tengslin við skip og báta alltaf mjög sterk og mitt mesta áhugamál.
Nýtt skip til Húsavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 18:27
Villa-vandamál
Nú þegar Vilhjálmur hefur ákveðið að sitja áfram í borgarstjórn og taka sæti borgarstjóra að ári, þá er nú engin ánægja í röðum sjálfstæðismanna. Bæði Geir H. Haarde, formaður flokksins og Þorgerður Katrín, varaformaður vilja bæði að hann víki fyrir Hönnu Birnu, sem er í öðru sæti listans. Hanna Birna þykir mjög vinsæl og nýleg skoðanakönnun sýndi að hún hefði yfirburðastöðu um sæti borgarstjóra ef Vilhjálmur hefði hætt. Þegar Hanna Birna var spurð um þessa könnun sagðist hún ekki hafa minnsta grun um hverjir létu gera þessa skoðanakönnun en þetta kæmi sér skemmtilega á óvart. Nú er hægt að lesa á visir.is að nokkrar vinkonur hennar hefðu pantað þessa könnun og ætla halda síðan því fram að hún hefði ekkert um þetta vitað er nú ekki mjög trúverðugt, vægast sagt.
Þótt Vilhjálmur sé komin aftur í sitt gamla sæti þá eru ekki öll vandræðin í sjálfstæðisflokknum úr sögunni. Forustan vill að hann víki fyrir Hönnu Birnu, en það er ekkert hægt að gera, því í fyrsta lagi er Vilhjálmur rétt kjörinn í borgarstjórn og þótt forusta sjálfstæðisflokksins lýsi vantrausti á hann, þá var allur borgarstjórnarflokkurinn margoft búinn að lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm hvora ákvörðunina sem hann tæki, því þau treystu á að hann segði af sér og þess vegna getur hann setið í borgarstjórn út kjörtímabilið í skjóli traustyfirlýsinga borgarstjórnarflokksins. Þannig að klúðrið er slíkt að þau sem vildu Vilhjálm í burtu eru núna orðin skjólborg utan um Villa og geta ekki annað en varið hann sama hvaða vitleysu hann kann að gera. Nú mun Geir H. Haarde ætla að ræða við Vilhjálm og bjóða honum gull og græna skóga ef hann vill víkja, en þá kemur sú staða upp að Vilhjálmur getur ekki þegið neitt slíkt. Fyrst að hann tók þessa ákvörðun og ætlaði síðan að víkja, þá væri hann að glata trausti og ekki síst að svíkja samflokksmenn sína í borgarstjórn sem voru svo ákafir í stuðningsyfirlýsingum sínum að undrun sætti. Einnig lýstu bæði Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín yfir fullum stuðningi við Vilhjálm á sínum tíma ef hann ætlaði að koma aftur til starfa. Þetta er orðin þvílík flækja að það er nánast sama hvað sjálfstæðismenn gera, alltaf munu þeir tapa fylgi. Þetta er orðið kennslubókardæmi um hvernig EKKI á að gera hlutina. Til hvers var allur borgarstjórnarflokkurinn, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín að lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm ef þau vildu öll að hann segði af sér. Ef þetta fólk hefði verið heiðarlegt gagnvart Vilhjálmi og kjósendum og sagt það sem þau vildu, sem er að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segði af sér þá hefði hann gert það og allir væru í dag búnir að gleyma þessu máli. En núna heldur vandræðaboltinn áfram að rúlla eins og snjóbolti sem hleður stöðugt utan á sig og fylgið rennur yfir til Samfylkingarinnar. Hvernig þetta á síðan eftir að enda ætla ég ekki að spá um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2008 | 06:43
Öryrkjar
Enn einu sinn er komið í bakið á öryrkjum og öðrum lífeyrisþegum þegar kemur að því að bæta kjör þeirra. Þegar nýgerðir kjarasamningar voru loksins í höfn var því lýst yfir af hálfu stjórnvalda að lífeyrisþegar fengju hliðstæða hækkun. Í nýju kjarasamningunum er það haft að leiðarljósi að hafa ekki prósentu hækkun heldur fasta krónutölu til að lyfta þeim upp sem, eru á lægstu töxtunum. Lámarkslaun voru áður rúmar 124-125 þúsund á mánuði og þeir taxtar hækka strax um kr. 18,000,- og verða á milli 140-150 þúsund á mánuði síðan koma hækkanir í áföngum og þá sem prósentuhækkanir auk fastrar krónutölu. Ég sem öryrki reiknaði auðvita með að allir lífeyrisþegar fengju nú þessar 18.000,- krónur, en þegar verið var að útfæra þetta fyrir lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun var notuð önnur aðferð. Þar var reiknað út hvað þessi 18 þúsund væri mikil hækkun á lægstu launum í prósentum og fengu út að hún væri 22,5% og þá var Grunnlífeyririnn sem er aðeins kr.25.700,- hækkaður um sömu prósentu eða 22,5% hækkun varð á Grunnlífeyrir og reiknað 22,5% hækkun á 25.700,- sem gera kr. 5.782,- Allar aðrar greiðslur eru óbreyttar og vegur þar mest tekjutryggingin,heimilisuppbótin og uppbót til reksturs bifreiða en þær upphæðir eru svona á bilinu 70-80 þúsund hjá mér er þessi upphæð kr: 70.149,- fyrir skatta. Nú geta stjórnvöld sagt við okkur þið fenguð það sama og aðrir, sem eru á vinnumarkaði og er það rétt miðað við að reikna þetta svona. Allir sem töldu sig fá kr. 18,000,- verða nú að sætta sig við 5.782 krónur í hækkun. Ég spyr bara er þetta eðlileg framkoma við þá verst settu í þjóðfélaginu? Hefði ríkissjóður farið á hliðina ef notuð hefði verið sama aðferð við útreikninga hjá TR og á almennum vinnumarkað. Þótt mörgum finnist þetta ekki muna miklu aðeins um tæpar 6 þúsund á mánuði, þá eru það miklir peningar hjá lífeyrisþegum. Ég neita að trúa því að þetta verði haft svona áfram og ætlast til að þessu verði breytt strax.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2008 | 05:33
Sterkur stjórnmálamaður
Nú hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekið sína ákvörðun, sem er sú að hann ætlar að sitja áfram í borgarstjórn og taka síðan við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Með þessari ákvörðun sýnir Vilhjálmur hvað hann er sterkur og reynslumikill í stjórnmálum og um leið er hann að gefa félögum sínum í borgarstjórn sterkt til kynna að þau skuli hafa hægt um sig og fara að haga sér eins og siðað fólk, því hann ætlar að ráða. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa og um leið mikið kjaftshögg á Gísla Martein ofl.
Gamli góði Villi klikkar ekki þegar á reynir.
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2008 | 14:35
Gísli Marteinn
22.2.2008 | 13:31
Iceland Express
Ég var áðan að horfa á hádegisviðtalið á Stöð 2 og þar sat núna fyrir svörum forstjóri Iceland Express. Ég verð nú að viðurkenna þótt ég sé nokkuð góður í ensku, þá skildi ég minnst af því sem maðurinn var að segja um framtíðarplön félagsins. Hver einasta setning var með einhverri ensku-slettu og það á einhverju fjármálasvið, þannig að eftir vitalið vissi ég akkúrat ekkert um hvert þetta félag er að stefna að í framtíðinni eða hvernig starfsemin er í dag. Það eina sem ég veit að þetta félag er í flugrekstri og flýgur til ákveðinna staða í Evrópu og er ekki gjaldþrota. Öðru náði ég ekki úr þessu viðtali.
Ég spyr því af hverju geta íslenskir forstjórar fyrir íslensku fyrirtæki og koma fram í sjónvarpsþátt, ekki útskýrt sitt mál á íslensku máli, þannig að allir skilji um hvað er verið að ræða. Ef menn geta ekki svarað spurningum um sitt öðruvísi en svona, þá ættu þeir að sleppa því að mæta í svona þátt. Því það sem situr eftir hjá mér um þetta flugfélag er frekar neikvæð ímynd og ég mun aldrei kaupa ótilneyddur far hjá þessu flugfélagi.
Jón Hákon Magnússon sem starfar við almannatengsl og er mjög reyndur á því sviði, skrifaði góða grein í blaðinu 24 stundum í dag þar sem hann er einmitt að benda á hvað það sé algent að talsmenn fyrirtækja komi í sjónvarp eða á blaðamannafundi nánast óundirbúnir og kúðri þar með ímynd fyrirtækis síns, eins og þessi forstjóri gerði núna í hádeginu. Þá er betra að sleppa því að mæta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 10:38
Norðurlöndin
Norrænu forsætisráðherrarnir hafa lagt fram fjölda tillagna til að takast á við hnattvæðinguna. Í næstu viku munu norrænu samstarfsráðherrarnir funda og meðal annars ræða fjárframlög til verkefna sem tengjast alþjóðavæðingunni.
Er nú Halldór Ásgrímsson að búa til eitt kerfi í viðbót svo hægt verði að flækja málin enn meira. Nú er það ekki bara hafið umhverfis Ísland sem Dóri vill kerfisvæða, heldur allur hnötturinn frá a til z sem er næsta verkefni. Ef Halldór Ásgrímsson veit það ekki þá eru mörg íslensk fyrirtæki með mikla reynslu og þekkingu til að takast á við hnattvæðinguna. En hvað er annars hnattvæðing? Ég veit það ekki og hvaða breytingar þarf að gera á hnettinum. Hann væri kannski flottari kassalagaður frekar en hringlóttur.
Auka þarf samkeppnishæfni Norðurlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2008 | 10:25
Ja hérna
Hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson liggja enn við bryggju í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunarinnar er verið að gera skipin klár til loðnuleitar. Árni Friðriksson mun fara til loðnuleitar með suðuströndinni á sunnudag og Bjarni Sæmundsson mun fara vestur á þriðjudag. Mun hann fyrst fara í loðnuleit úti fyrir Vestjörðum en þaðan í togararall á Norðurmiðunum.
Hvað er eiginlega að ske, ráðherra búinn að stoppa loðnuveiðar þar til meira finnst af loðnu og bæði leitarskipin liggja í höfn. Hver ber ábyrgð á svona andskotans vitleysu? Hvað þarf að gera klárt svo skipin geti farið úr höfn? Ég hélt að um borð í þessum skipum væru öll tæki og tól til að leita að loðnu. Það er hneyksli og til stór skammar að á meðan þorskkvótinn er skorinn niður um 60 þúsund tonn og loðnuveiðar bannaðar, þá eru þessi skip alltaf í höfn. Til hvers var verið að kaupa þessi skip eða annað þeirra því hitt var gefið til Hafró af útgerðarmönnum. Ég veit ekki betur en að höfnin í Reykjavík sé nær full af skipum sem ekkert verkefni hafa svo ekki þarf að nota hafrannsóknarskipin til þess að liggja við bryggju þar. Ef þetta er dæmi um vinnubrögð hjá Hafró, þá er nú lítið markandi á þeim að taka. Ef skipin fara ekki strax á sjó þá á ekki að hlusta á eitt einasta orð frá Hafró og öll skip ættu að fara og veiða eins og þau vildu hvort það væri loðna eða þorskur. En eitt pössuðu þeir sig á þessir vitleysingar sem þarna stjórna að bíða með að láta stoppa loðnuveiðarnar þar til Norðmenn voru búnir að veiða sinn skammt af loðnu. Nú stendur til að varðveita gamla varðskipið Óðinn og finna honum viðlegupláss við Kaffivagninn á Granda. Væri ekki bara hentugra að skipta og setja Árna Friðriksson RE-200 í staðinn og Óðinn í hafrannsóknir. Árni Friðriksson er hvort sem er alltaf í höfn og lítið notaður.
Hafrannsóknarskipin enn í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 801286
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
-2 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Fjölmiðlar tala um Danska knattspyrnusambandið
- Uppskrift að eitri allra tíma
- Biskup spyrnir við fæti
- Bæn dagsins...
- Guð, maður og vél
- Hringrásarslef (stagl)
- Í dag tók séra Atgeir fryggðina í misgripum fyrir friðinn
- "WOKE- OG ESB RÍKISSTJÓRN ÞORGERÐAR KATRÍNAR GUNNARSDÓTTUR"...
- Á meðan bysskubbi svelgdist á í stólnum söng síra Baldvin hverja hámessuna á fætur annarri
- Bíó, af youtube.
Af mbl.is
Innlent
- Taka upp grímuskyldu á Landspítalanum
- Skoða ráðstafanir vegna mikillar kuldaspár
- Skemmdir í Bláfjöllum eftir veðrið
- Æskuvinir sem fóru í víninnflutning frá Georgíu
- Éljagangur en síðan slydda eða rigning
- Slagsmál og læti í miðbænum
- Búið að opna Hellisheiði
- Hálendið eiga menn að skoða
- Skógaskóli seldur
- Strætó keyrði utan í fólksbifreið
Erlent
- Telja að flugvélin gæti hafa verið skotin niður fyrir slysni
- 200 þúsund heimili án rafmagns
- Fundu lík í hjólholi flugvélar
- Fimm blaðamenn drepnir
- Sæstrengur milli Finnlands og Eistlands bilaður
- 14 starfsmenn ráðuneytis drepnir
- Flestir farþegar frá Aserbaídsjan
- Hvatti til friðar í ávarpi sínu
- Lestarstjóri stökk úr lest á ferð í Frakklandi
- Forseti Ísraels skorar á leiðtoga að ná samningum
Fólk
- Króli fór á skeljarnar
- Laufey kynnti íslensku jólasveinana á BBC
- Myndir: Bríet söng inn jólin á Stuðsvellinu
- Ekki meira af Stranger Things
- Dóttir Bjarna brá á leik: Þið eruð ekki fávitar
- Rödd sem þögguð var niður
- Hættulegt mengi sem við lifum í
- Ragnar Þór hélt jólin fyrr en vanalega
- Við getum jarðað alla
- Lífið er alveg lífshættulegt