Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

*Borgarstjórn

Björn Bjarnason. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á vefsíðu sinni, að brýnt sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast úr núverandi stöðu í borgarstjórn og sjá til þess, að umræður fari að snúast um annað en innri mál borgarstjórnarflokksins eða Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita hans.

Miðað við fréttir dagsins er flokkurinn ekkert að reyna að komast úr þessari stöðu, heldur framlengja vandann og búa til meiri átök um innri mál borgarstjórnarflokksins og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og auka á umræður og deilur í flokknum.


mbl.is Brýnt að flokkurinn komist úr þessari stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sápuóperan í Reykjavík

Að minnsta kosti eitt hverfafélag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur gefið til kynna, að það vilji að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víki sem oddviti borgarstjórnarflokksins, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Sagði Útvarpið að félagið hefði samþykkt ályktun þessa efnis nýlega en ekki sent hana frá sér með formlegum hætti.

Ætla sjálfstæðismenn aldrei að þora að leysa vandamálið með Vilhjálm, því í dag var fundur hjá borgarstjórnarflokknum og var þar samþykkt að Vilhjálmur sæti áfram, sem oddviti listans en yrði ekki borgarstjóri eftir rúmt ár.  Nú á að fara fram einskonar prófkjör um hver fær sæti borgarstjóra, og nú sé málið leyst.  En þetta er ekki nein lausn heldur er verið eina ferðina enn að velta vandanum á undan sér.  Það sem í öðrum flokkum hefðu verið talið eðlileg vinnubrögð væru þau að sá aðili sem er í 2. sæti listans yrði borgarstjóri og væri þá það Hanna Birna en forusta flokksins er klofinn, því Þorgerður Katrín, varformaður styður Hönnu Birnu en Geir H. Haarde, formaður, mun vilja Gísla Martein.  Þannig að þetta ár sem er til stefnu, mun loga í innbyrðis átökum og hatrömum slag og borgarstjórnarflokkurinn verður nánast óstarfhæfur á meðan.  Ég get ómögulega skilið af hverju ekki var hægt að ganga heiðarlega til verks og biðja Vilhjálm um að hætta strax og Hanna Birna tæki við og svo yrði tekist á í prófkjöri fyrir næstu kosningar.  Nú er verið nánast að siga borgarfulltrúum á hvern annan og langavitleysan heldur áfram.  Ég segi nú bara að lokum; "Þessu liði er ekki viðbjargandi."


mbl.is Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt skip

Hera ÞH 60 við komuna til Húsavíkur í dag.Nýr bátur útgerðarfélagsins Flóka ehf. kom í dag til heimahafnar á Húsavík. Báturinn, sem ber nafnið Hera ÞH 60, er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962. Flóki ehf. hyggst gera Heru út á dragnót en fyrir á útgerðin dragnótabátinn Dalaröst ÞH 40 sem verður seldur.

Mér finnst alltaf mikið gleðiefni þegar hinir ýmsu staðir eru að fá ný skip.  Þótt ég sé núna hættur á sjónum, þá eru tengslin við skip og báta alltaf mjög sterk og mitt mesta áhugamál.


mbl.is Nýtt skip til Húsavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villa-vandamál

Nú þegar Vilhjálmur hefur ákveðið að sitja áfram í borgarstjórn og taka sæti borgarstjóra að ári, þá er nú engin ánægja í röðum sjálfstæðismanna.  Bæði Geir H. Haarde, formaður flokksins og Þorgerður Katrín, varaformaður vilja bæði að hann víki fyrir Hönnu Birnu, sem er í öðru sæti listans.  Hanna Birna þykir mjög vinsæl og nýleg skoðanakönnun sýndi að hún hefði yfirburðastöðu um sæti borgarstjóra ef Vilhjálmur hefði hætt.  Þegar Hanna Birna var spurð um þessa könnun sagðist hún ekki hafa minnsta grun um hverjir létu gera þessa skoðanakönnun en þetta kæmi sér skemmtilega á óvart.  Nú er hægt að lesa á visir.is að nokkrar vinkonur hennar hefðu pantað þessa könnun og ætla halda síðan því fram að hún hefði ekkert um þetta vitað er nú ekki mjög trúverðugt, vægast sagt.

Þótt Vilhjálmur sé komin aftur í sitt gamla sæti þá eru ekki öll vandræðin í sjálfstæðisflokknum úr sögunni.  Forustan vill að hann víki fyrir Hönnu Birnu, en það er ekkert hægt að gera, því í fyrsta lagi er Vilhjálmur rétt kjörinn í borgarstjórn og þótt forusta sjálfstæðisflokksins lýsi vantrausti á hann, þá var allur borgarstjórnarflokkurinn margoft búinn að lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm hvora ákvörðunina sem hann tæki, því þau treystu á að hann segði af sér og þess vegna getur hann setið í borgarstjórn út kjörtímabilið í skjóli traustyfirlýsinga borgarstjórnarflokksins.  Þannig að klúðrið er slíkt að þau sem vildu Vilhjálm í burtu eru núna orðin skjólborg utan um Villa og geta ekki annað en varið hann sama hvaða vitleysu hann kann að gera.  Nú mun Geir H. Haarde ætla að ræða við Vilhjálm og bjóða honum gull og græna skóga ef hann vill víkja, en þá kemur sú staða upp að Vilhjálmur getur ekki þegið neitt slíkt.  Fyrst að hann tók þessa ákvörðun og ætlaði síðan að víkja, þá væri hann að glata trausti og ekki síst að svíkja samflokksmenn sína í borgarstjórn sem voru svo ákafir í stuðningsyfirlýsingum sínum að undrun sætti.  Einnig lýstu bæði Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín yfir fullum stuðningi við Vilhjálm á sínum tíma ef hann ætlaði að koma aftur til starfa.  Þetta er orðin þvílík flækja að það er nánast sama hvað sjálfstæðismenn gera, alltaf munu þeir tapa fylgi.  Þetta er orðið kennslubókardæmi um hvernig EKKI á að gera hlutina.  Til hvers var allur borgarstjórnarflokkurinn, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín að lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm ef þau vildu öll að hann segði af sér.  Ef þetta fólk hefði verið heiðarlegt gagnvart Vilhjálmi og kjósendum og sagt það sem þau vildu, sem er að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segði af sér þá hefði hann gert það og allir væru í dag búnir að gleyma þessu máli.  En núna heldur vandræðaboltinn áfram að rúlla eins og snjóbolti sem hleður stöðugt utan á sig og fylgið rennur yfir til Samfylkingarinnar.  Hvernig þetta á síðan eftir að enda ætla ég ekki að spá um.


Öryrkjar

Enn einu sinn er komið í bakið á öryrkjum og öðrum lífeyrisþegum þegar kemur að því að bæta kjör þeirra.  Þegar nýgerðir kjarasamningar voru loksins í höfn var því lýst yfir af hálfu stjórnvalda að lífeyrisþegar fengju hliðstæða hækkun.  Í nýju kjarasamningunum er það haft að leiðarljósi að hafa ekki prósentu hækkun heldur fasta krónutölu til að lyfta þeim upp sem, eru á lægstu töxtunum.  Lámarkslaun voru áður rúmar 124-125 þúsund á mánuði og þeir taxtar hækka strax um kr. 18,000,- og verða á milli 140-150 þúsund á mánuði síðan koma hækkanir í áföngum og þá sem prósentuhækkanir auk fastrar krónutölu.  Ég sem öryrki reiknaði auðvita með að allir lífeyrisþegar fengju nú þessar 18.000,- krónur, en þegar verið var að útfæra þetta fyrir lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun var notuð önnur aðferð.  Þar var reiknað út hvað þessi 18 þúsund væri mikil hækkun á lægstu launum í prósentum og fengu út að hún væri 22,5% og þá var Grunnlífeyririnn sem er aðeins kr.25.700,- hækkaður um sömu prósentu eða 22,5% hækkun varð á Grunnlífeyrir og reiknað 22,5% hækkun á 25.700,- sem gera kr. 5.782,-  Allar aðrar greiðslur eru óbreyttar og vegur þar mest tekjutryggingin,heimilisuppbótin og uppbót til reksturs bifreiða en þær upphæðir eru svona á bilinu 70-80 þúsund hjá mér er þessi upphæð kr: 70.149,- fyrir skatta.  Nú geta stjórnvöld sagt við okkur þið fenguð það sama og aðrir, sem eru á vinnumarkaði og er það rétt miðað við að reikna þetta svona.  Allir sem töldu sig fá kr. 18,000,- verða nú að sætta sig við 5.782 krónur í hækkun.  Ég spyr bara er þetta eðlileg framkoma við þá verst settu í þjóðfélaginu?  Hefði ríkissjóður farið á hliðina ef notuð hefði verið sama aðferð við útreikninga hjá TR og á almennum vinnumarkað.  Þótt mörgum finnist þetta ekki muna miklu aðeins um tæpar 6 þúsund á mánuði, þá eru það miklir peningar hjá lífeyrisþegum.  Ég neita að trúa því að þetta verði haft svona áfram og ætlast til að þessu verði breytt strax.


Sterkur stjórnmálamaður

Nú hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekið sína ákvörðun, sem er sú að hann ætlar að sitja áfram í borgarstjórn og taka síðan við sem borgarstjóri eftir rúmt ár.  Með þessari ákvörðun sýnir Vilhjálmur hvað hann er sterkur og reynslumikill í stjórnmálum og um leið er hann að gefa félögum sínum í borgarstjórn sterkt til kynna að þau skuli hafa hægt um sig og fara að haga sér eins og siðað fólk, því hann ætlar að ráða.  Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa og um leið mikið kjaftshögg á Gísla Martein ofl. 

Gamli góði Villi klikkar ekki þegar á reynir.


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn

Ekki skil ég öll þessi læti vegna skrifa Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein, á bloggsíðu sinni.  Mér fannst þetta nokkuð gott hjá Össuri og þar sem hann er góður penni þá kryddar hann þetta mjög skemmtilega.  Það vita það allir sem vilja vita að Gísli Marteinn ætlaði að ná 1. sætinu af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og þegar það tókst ekki í prófkjörinu fyrir síðustu kosningar var byrjað að skipuleggja sóknina og átti ekkert að spara og öll meðul að nota til að koma Viðhjálmi í burt.  Þannig að REI-málið varð eins og Lottó-vinningur fyrir Gísla Martein og nú skyldi sótt að Vilhjálmi Þ.    En Björn Ingi eyðilagði þá sókn fyrir Gísla svo hann varð að bíða um stund.  En Svo kom út skýrslan frá stýrihópnum um REI-málið, sem Svandís Svarsdóttir stjórnaði og þá lá Vilhjálmur Þ. vel við höggi og Gísli byrjaði strax með rósherferð á hendur honum í þeirri von að Vilhjálmur myndi strax segja af sér, en það hefur hann ekki gert enn sem betur fer.  Gísla Marteini er alveg skítsama þótt allur þessi órói í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna valdi flokknum skaða og fylgistapi.  Hann ætlar að beita öllum brögðum til að verða borgarstjóri í Reykjavík, en reynsluleysi hans í pólitík verða til þess að hann leikur af sér hvað eftir annað.  Nýleg skoðunarkönnun sýndi að flestir vildu Hönnu Birnu sem næsta borgarstjóra ef Vilhjálmur hættir og það er ég viss um að litli sakleysinginn er strax farinn að reyna að gera Hönnu Birnu tortryggilega, nú er öllum fallbyssum og skítadreifurum beint að henni.  En hvort Gísla Marteini tekst að bola henni frá tel ég mjög ólíklegt.  Hún er svo miklu þroskaðri stjórnmálamaður en litli sakleysinginn.  Það mun ekki þýða fyrir Gísla Martein að ætla að taka þátt í prófkjöri fyrir næstu kosningar, því hann er með sinni heimsku, undirlægjuhætti og baktali um samherja sína endanlega búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð.

Iceland Express

Ég var áðan að horfa á hádegisviðtalið á Stöð 2 og þar sat núna fyrir svörum forstjóri Iceland Express.  Ég verð nú að viðurkenna þótt ég sé nokkuð góður í ensku, þá skildi ég minnst af því sem maðurinn var að segja um framtíðarplön félagsins.  Hver einasta setning var með einhverri ensku-slettu og það á einhverju fjármálasvið, þannig að eftir vitalið vissi ég akkúrat ekkert um hvert þetta félag er að stefna að í framtíðinni eða hvernig starfsemin er í dag.  Það eina sem ég veit að þetta félag er í flugrekstri og flýgur til ákveðinna staða í Evrópu og er ekki gjaldþrota.  Öðru náði ég ekki úr þessu viðtali.

Ég spyr því af hverju geta íslenskir forstjórar fyrir íslensku fyrirtæki og koma fram í sjónvarpsþátt, ekki útskýrt sitt mál á íslensku máli, þannig að allir skilji um hvað er verið að ræða.  Ef menn geta ekki svarað spurningum um sitt öðruvísi en svona, þá ættu þeir að sleppa því að mæta í svona þátt.  Því það sem situr eftir hjá mér um þetta flugfélag er frekar neikvæð ímynd og ég mun aldrei kaupa ótilneyddur far hjá þessu flugfélagi.

Jón Hákon Magnússon sem starfar við almannatengsl og er mjög reyndur á því sviði, skrifaði góða grein í blaðinu 24 stundum í dag þar sem hann er einmitt að benda á hvað það sé algent að talsmenn fyrirtækja komi í sjónvarp eða á blaðamannafundi nánast óundirbúnir og kúðri þar með ímynd fyrirtækis síns, eins og þessi forstjóri gerði núna í hádeginu.  Þá er betra að sleppa því að mæta.


Norðurlöndin

Halldór Ásgrímsson Norrænu forsætisráðherrarnir hafa lagt fram fjölda tillagna til að takast á við hnattvæðinguna. Í næstu viku munu norrænu samstarfsráðherrarnir funda og meðal annars ræða fjárframlög til verkefna sem tengjast alþjóðavæðingunni.

Er nú Halldór Ásgrímsson að búa til eitt kerfi í viðbót svo hægt verði að flækja málin enn meira.  Nú er það ekki bara hafið umhverfis Ísland sem Dóri vill kerfisvæða, heldur allur hnötturinn frá a til z sem er næsta verkefni.  Ef Halldór Ásgrímsson veit það ekki þá eru mörg íslensk fyrirtæki með mikla reynslu og þekkingu til að takast á við hnattvæðinguna.  En hvað er annars hnattvæðing?  Ég veit það ekki og hvaða breytingar þarf að gera á hnettinum.  Hann væri kannski flottari kassalagaður frekar en hringlóttur.


mbl.is Auka þarf samkeppnishæfni Norðurlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna

                           Loðnuskip að veiðum í betri tíð. Hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson liggja enn við bryggju í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunarinnar er verið að gera skipin klár til loðnuleitar. Árni Friðriksson mun fara til loðnuleitar með suðuströndinni á sunnudag og Bjarni Sæmundsson mun fara vestur á þriðjudag. Mun hann fyrst fara í loðnuleit úti fyrir Vestjörðum en þaðan í togararall á Norðurmiðunum.

Hvað er eiginlega að ske, ráðherra búinn að stoppa loðnuveiðar þar til meira finnst af loðnu og bæði leitarskipin liggja í höfn.  Hver ber ábyrgð á svona andskotans vitleysu?  Hvað þarf að gera klárt svo skipin geti farið úr höfn?  Ég hélt að um borð í þessum skipum væru öll tæki og tól til að leita að loðnu.  Það er hneyksli og til stór skammar að á meðan þorskkvótinn er skorinn niður um 60 þúsund tonn og loðnuveiðar bannaðar, þá eru þessi skip alltaf í höfn.  Til hvers var verið að kaupa þessi skip eða annað þeirra því hitt var gefið til Hafró af útgerðarmönnum.  Ég veit ekki betur en að höfnin í Reykjavík sé nær full af skipum sem ekkert verkefni hafa svo ekki þarf að nota hafrannsóknarskipin til þess að liggja við bryggju þar.  Ef þetta er dæmi um vinnubrögð hjá Hafró, þá er nú lítið markandi á þeim að taka.  Ef skipin fara ekki strax á sjó þá á ekki að hlusta á eitt einasta orð frá Hafró og öll skip ættu að fara og veiða eins og þau vildu hvort það væri loðna eða þorskur.  En eitt pössuðu þeir sig á þessir vitleysingar sem þarna stjórna að bíða með að láta stoppa loðnuveiðarnar þar til Norðmenn voru búnir að veiða sinn skammt af loðnu.  Nú stendur til að varðveita gamla varðskipið Óðinn og finna honum viðlegupláss við Kaffivagninn á Granda.  Væri ekki bara hentugra að skipta og setja Árna Friðriksson RE-200 í staðinn og Óðinn í hafrannsóknir.  Árni Friðriksson er hvort sem er alltaf í höfn og lítið notaður.


mbl.is Hafrannsóknarskipin enn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband