Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Tilraunahjónaband.

Aniston og Owen Wilson á hafnaboltavelli í Miami í maí sl.,...Jennifer Aniston og John Mayer ætla að ganga í „tilraunahjónaband.“ Þau hafa verið saman í þrjá mánuði, og eru sögð hafa mikinn áhuga á að láta reyna á sambandið. Fyrsta skrefið í því skyni verður að Mayer flytur inn til Aniston.

Flest er nú til, er þetta nú það nýjasta hjá fræga fólkinu í Hollywood.  Hvað ætli þurfi margar tilraunir áður en fólkið giftir sig, það væri fróðlegt að vita.


mbl.is Aniston og Mayer í „tilraunahjónaband“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunarmannahelgin

Einmunablíða hefur verið á Húsavík í dag. Víðáttumikið lægðasvæði verður suður af landinu og verslunarmannahelgina og því verður austan- og norðaustanátt ríkjandi og útlit fyrir ágætisveður um allt land, að því er Veðurstofa Íslands segir.

Þá getur fólk drukkið frá sér ráð og rænu í góðu veðri á hinum ýmsu útihátíðum og enginn hætta á að ofkælast.  Annars ætla ég bara að vera heima þessa helgi eins og undanfarin ár.  Fjárhagurinn leyfir ekki nein ferðalög eða skemmtanir.


mbl.is Útlit fyrir ágætis veður um verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill hiti

Veltiskiltið sýnir 28 gráður. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að hitamet hafi verið slegið í bænum í dag og bendir á að hitastigið á mæli veltiskiltisins við Suðurlandsveg sé nú 28 gráður.

Þetta er orðin of mikill hiti.  Hérna hjá mér er nánast ólíft inni í íbúðinni eftir hádegi og eru þó allir gluggar og svalahurð galopið, en það er svo mikið logn að ekkert gustar um.  Ég er að hugsa um að fá mér öfuga viftu til að koma hreyfingu á loftið.  Þetta er bara ekki hægt.


mbl.is Segir hitamet slegið í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klósettferð

Lúxusklósett frá Kína. Maður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Kansas í Bandaríkjunum fyrir að koma ekki fatlaðri unnustu sinni til aðstoðar. Líkami konunnar gréri fastur við klósettsetu á heimili þeirra í febrúar á þessu ári.

Maðurinn átti að fá þyngri dóm en konan baðst vægðar fyrir hann, en hún mun hafa setið föst á klósettinu í 6 mánuði samfellt.  Þetta var víst búið að ganga svona í nær 2 ár. Mál þetta komst upp þegar eiginmaðurinn hringdi í lögreglu til að ná konunni af klósettinu en þá var hún búin að neita að koma út af baðherberginu í 2 ár, enda líkami hennar orðin gróin fastur við klósettsetuna.


mbl.is Vanrækti konuna á klósettinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíufélögin

Olíufélögin hafa grætt á sveiflum á olíuverði að undanförnu. Þau hafa nýtt tækifærið til mikilla hækkana en ekki lækkað verðið sem skyldi þegar tækifæri vinnst að mati Félags Íslenskra bifreiðaeiganda.

Það munaði ekki um það 5 milljórir á dag og svo þykjast þessir fuglar alltaf hafa verðin í samræmi við heimsmarkaðsverð á hverjum tíma.  Nú kemur bara í ljós að það er eintóm lygi.

Nú eiga allir bifreiðaeigendur að taka sig saman og refsa stóru olíufélögunum þremur sem eru leiðandi á markaðnum og hætta að skipta við þau og kaupa allt eldsneyti hjá þeim litla á markaðnum sem er Atlantsolía.  Ef samstaða væri mikil væri öruggt að þau hættu svona framkomu við sína viðskiptavini.


mbl.is Græða fimm milljónir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfissóðar

Meðfylgjandi er mynd af Tinna þar sem sést í 15 cm. langan... "Við viljum benda veiðimönnum á að ganga vel um og henda ekki önglum eða girni frá sér og ganga vel frá veiðarfærum eftir veiðiferðir," segir Sif Traustadóttir, dýralæknir hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti. Á rúmri viku hafa tveir hundar gengist undir skurðaðgerð á Dýralæknamiðstöðinni til þess að fjarlægja öngul og girni úr innyflum þeirra.

Þetta er mál sem verður að laga strax og má t.d. benda á sjómenn en þeir henda aldrei önglum eða girni í hafið.  Þannig að þetta hljóta að vera laxveiðimenn.


mbl.is „Stórhættulegt að kasta önglum og girni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hornstrandir

Mynd 473928 Landeigendur sem ekki eru búsettir á Vestfjörðum telja líklegra að sérstaða Hornstrandasvæðisins minnki með aukinni ferðamennsku heldur en landeigendur sem búsettir eru í fjórðunginum. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun meðal landeigenda á svæðinu sem ferðamálafræðinemarnir Rannveig Guðmundsdóttir og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir unnu í vetur.

Ferðamennska á eftir að stóraukast um þetta svæði.  Ég er að stofna fyrirtæki til að sinna þarna ferðaþjónustu.  En móðurættin mín á þarna tvær jarðir sem eru Kvíar í Jökulfjörðum og Barðsvík á Hornströndum.  Á þessum jörðum ætla ég að byggja nokkur heilsárs-sumarhús, því ég trúi því að erlendir ferðamenn muni líka vilja koma og dvelja þarna um hávetur.  Það er ekki minna ævintýri en að fara þarna um á sumrin.  Þeir sem kæmu á veturna myndu greiða verulegar upphæðir fyrir slíka ferðir.  Af hverju heldir fólk að sumir leggi í milljóna króna kostnað til að fara á Norðurpólinn eða Suðurskautið.  Eða klífa hæðstu fjöll við erfiðar aðstæður, það er svo ótrúlega mikið til af ævintýrafólki í heiminum sem á fullt af peningum.  Það er t.d. talsverð eftirspurn eftir ferðum til Svalbarða.  Ég ætla að flytja lögheimili mitt á annan hvorn staðinn og verða eini íbúinn í þessum fornu hreppum.


mbl.is Mikilvægt að greina sérstöðu Hornstrandasvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19. aldar borgarstjóri

Þótt ég sé ekki íbúi í Reykjavík er hún nú samt höfuðborg míns lands og tel ég mig því hafa fullan rétt á að hafa skoðun á því hvernig borgin lítur út.  Núverandi borgarstjóri er greinilega kexruglaður maður og ég get ómögulega skilið hvernig Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðugt hlífiskildi yfir þessum manni.  Hann stöðvaði Bitruvirkjun og nú ætlar hann að stöðva byggingu á glæsilegu húsi fyrir Listaháskólann við Laugaveg vegna þess að byggingin væri ekki í 19. aldar stíl.  Nú hefur Hanna Birna og Hjálmar R. Ragnarsson, skólastjóri skólans fundað með höfundum verðlaunatillögunnar og segir Hanna Birna að nú sé komin lausn á þessu máli sem allir aðilar eru sáttir við.  En þarna er Hanna Birna full bjartsýn, því Ólafur F. Magnússon á eftir að samþykkja þetta og miðað við hans fyrri vinnubrögð verður svarið örugglega Nei.

Síðustu embættisfærslur Ólafs haf vakið undrun margra, hann rak fyrirvaralaust aðstoðarkonu sína Ólöfu Valdimarsdóttur úr starfi en óskaði eftir að hún sæti áfram sem varaformaður í Skipulagsráði.  Síðan endurtekur hann sama leikinn aftur og nú rekur hann Ólafur konuna úr ráðinu og lætur ekki einu sinni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vita en samt þarf hann þeirra stuðning til að kjósa nýjan fulltrúa í Skipulagsráð, sem Ólafur hefur ákveðið að verði Magnús Skúlason, sem Ólafur segir að sé líka 19. aldar maður.

Ólöf Valdimarsdóttir var rekinn sem aðstoðarmaður Ólafs vegna þess að hún neitaði að senda frá borginni fréttatilkynningu um að Ólafur F. Magnússon væri dýrlingur og borgarbúar ættu að klæðast 19. aldar fötum.  Þetta gerði hún af tillitsemi við persónu Ólafs.  Hún var rekin úr Skipulagsráði vegna þess að hún vildi ekki tjá sig í útvarpsviðtali um nýbyggingu Listaháskólans fyrr en um þær hefði verið fjallað í Skipulagsráði.

Hvaða vitleysu dettur manninum næst í hug.  Það gæti verið að leggja niður Strætó og taka aftur upp notkun á hestum og hestakerrum a.m.k. á Laugarveginum.  Það mætti líka taka aftur í notkun þvottalaugarnar í Laugardalnum og einnig að grafa upp Lækjargötuna og hafa opið úr Tjörninni til sjávar.  Það mætti líka rífa Perluna og setja gamlan torfbæ í staðinn.  Ráðhúsið er ekki heldur í 19. aldarstíl svo það mætti rífa líka.

Hvað ætla Sjálfstæðisflokkurinn að láta kexruglaðan mann   kúga sig lengi. 

 Er öllu fórnandi fyrir völdin?


Uppsagnir

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsagnir í júlímánuði. Það var Byggingafélagið Kambur sem tilkynnti uppsagnir 23 starfsmanna af 70 sem starfa hjá fyrirtækinu.

Þetta er bara byrjunin á uppsögnum hjá fyrirtækjum.  Enda ekkert skrýtið þegar algert útlánastopp er hjá öllum bönkum.  Það er ekki hægt að reka fyrirtæki hvort sem það er lítið eða stórt nema að hafa aðgang að rekstrarfé hjá banka.  Svo einfalt er það nú.


mbl.is 23 sagt upp hjá Kambi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hrekkur

Góður vinur minn á Ísafirði Eiríkur Böðvarsson, er mjög gefinn fyrir stríðni og prakkaraskap.  Eitt sinn þegar hann var að reka fyrirtækið Básafell hf. á Ísafirði, var maður sem átti hús beint á móti húsnæði Básafells hf.  Þessi maður var nýbúinn að byggja bílskúr við hús sitt og notaði auðvitað nýjustu tækni þ.e. var með fjarstýringu til að opna og loka bílskúrshurðinni.  Einn starfsmananna Básafells hf. var með samskonar búnað á sínum bílskúr.

Eiríkur fékk nú þennan starfsmann til að ná í fjarstýringuna og langaði til að prufa hvort hún virkaði á bílskúrshurð nágrannans.  Maðurinn sótti fjarstýringuna og Eiríkur fór að prófa við glugga á skrifstofunum, sem var beint á móti bílskúr nágrannans.og hún virkaði fínt.  Þá var sest niður og beðið eftir að maðurinn kæmi heim úr vinnu og kom hann um kl 17,00.  Maðurinn ók að bílskúrnum og opnaði hurðina og ók bílnum inn og þegar hann er kominn út þá lokaði hann hurðinni með fjarstýringu sinni.  En þegar hann er að labba til að fara inn í húsið var Eiríkur tilbúinn með hina fjarstýringuna og opnaði hurðina.  Manninum dauðbrá og fór aftur og lokaði hurðinni en hann var ekki búinn að ganga nema nokkur skref þá opnaði Eiríkur aftur.  Þegar manngreyið ætlaði að fara til að loka lét Eiríkur hurðina lokast og opnast á víxl í nokkra stund.  Þá tók maðurinn upp GSM-síma og hringdi og eftir smástund kom bíll frá fyrirtækinu sem hafði selt honum þennan búnað og viðgerðarmaður snarast út.  Fer til mannsins og eru greinilega miklar umræður í gangi.  Viðgerðarmaðurinn tók þá fjarstýringuna og opnaði og lokaði  nokkrum sinnum.  Skilaði síðan fjarstýringunni, skrifaði reikning og manngreyið borgaði og síðan ók hann í burtu.  Maðurinn prufaði þá sjálfur og allt virtist eðlilegt.  Þegar hann er síðan að fara inn í íbúðarhúsið opnar Eiríkur aftur bílskúrshurðina og nú lét hurðin öllum illum látum.  Maðurinn klóraði sér í höfðinu en fór síðan inn þótt hurðin væri ýmist að opna eða loka.

Þá var gamanið búið hjá Eiríki svo hann hætti og fór heim.  Daginn eftir þegar Eiríkur leggur sínum bíl við Básafell hf.  Þá er nágranninn líka að fara í vinnu.  Eiríkur fór að tala við hann og sagði; "Hvað var eiginlega að ske hjá þér í gær, ég sá að bílskúrshurðin var alltaf að opnast og lokast."  Þá svaraði hinn:  "Þetta var alveg ótrúlegt ég réð ekkert við hurðina og það furðulega var að þegar ég féll viðgerðarmann þá var allt í lagi, en hann var varla farinn þegar lætin byrjuðu aftur"  Þá sagði Eiríkur; "Já ég veit að það eru margir í basli með þetta og þetta er bara ónýtt drasl. og þú ættir að skila þessu"  Síðan fór Eiríkur til vinnu sinnar í Básafelli hf. en varð var við það seinna um daginn að það komu menn og tóku hurðina og í staðinn var sett hurð með venjulegri læsingu.  Þá brosti Eiríkur og vissi að hrekkurinn hefði heppnast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband