Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
29.7.2008 | 16:15
Deildarmyrkvi á sólu
Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á föstudagsmorguninn frá klukkan 8:15 í Reykjavík til klukkan 10:09. Myrkvinn nær hámarki klukkan 9:11 og skyggir tunglið þá á 59% af skífu sólar.
Það er eins og allt leggist á eitt að gera fólk nógu ruglað um þessa blessuðu verslunarmannahelgi.
Deildarmyrkvi á sólu á föstudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 16:10
Féll á lygaprófi
Ofursta í ísraelska hernum hefur verið tímabundið vikið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir á því er undirmaður hans skaut bundinn Palestínumann í fótinn af mjög stuttu færi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Kunna þeir ekki lengur að ljúga þessir menn. Það ætti að senda þá á námskeið hjá Bush í USA, hann kann þetta 100%
Ofurstinn féll á lygaprófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 16:00
Hrefnukjöt
Konráð Eggertsson, hvalveiðimaður og formaður Félags hrefnuveiðimanna, ætlar í dag að selja hrefnukjöt sem hann veiddi í morgun í Ísafjarðardjúpi. Búið er að veiða 26 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út fyrir þetta ár.
Svo eru andstæðingar hrefnuveiða að fullyrða að enginn markaður sé fyrir þetta kjöt en nú er Konráð að selja þetta á Ísafirði fyrir kr: 800- kílóið enda er þetta mjög gott kjöt. Ég held að óhætt væri að gefa út veiðileyfi fyrir 100 hrefnur í viðbót við þessar 40. Því að allt kjöt af þeim hrefnum sem veiddar hafa verið hefur verið selt jafnóðum og því óhætt að veiða meira svo eitthvað verði til fyrir veitingastaðina næsta vetur.
Þeir sem borð mest af hrefnukjöti á veitigarhúsum eru erlendir ferðamenn sem hafa farið í hvalaskoðunarferðir og langar til að smakka kjötið af þessum dýrum. Þannig að þessar tvær atvinnugreinar geta vel farið saman.
Hrefnukjöt selt upp úr bátnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 15:19
Nýr stjórnarsáttmáli
Ellert B. Schram alþingismaður Samfylkingarinnar skrifaði grein í Morgunblaðið og lagði þar til að nýr stjórnarsáttmáli yrði gerður á milli núverandi stjórnarflokka. Telur Ellert að það hafi orðið svo miklar breytingar í þjóðfélaginu frá því núverandi stjórn tók við. Þá hefði verið ,mikil þensla og uppgangur á öllum sviðum en nú væri samdráttur og stefndi í kreppu. Þeir ráðherrar sem hafa verið spurðir úr báðum flokkum telja að þetta sé alger óþarfi, því stjórnarsáttmálinn sem gerður var á Þingvöllum sé hægt að tog og teygja á alla kanta og innan hans rúmist allt sem upp á kemur í þjóðfélaginu. Þetta segir manni bara eitt að allir rápherrarnir eru algjörlega blindir á hvert þjóðarskútan er að sigla. Þeir munu ekki hrökkva við fyrr en steytt verður illilega á skeri. En þá kann það að verða of seint og engu verður bjargað og hér verður fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga. Síðan kemur bullandi atvinnuleysi og allt verður vitlaust í þjóðfélaginu. Þá mun þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum með allt niður um sig og bíða afhroð í næstu kosningum.
Þeim mun svíða sem undir sig míga.
29.7.2008 | 14:30
Eldsneyti hækkar
Eldsneytisverð hefur hækkað í dag um 2 krónur lítrinn hjá flestum olíufélögum. Er algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu nú 173,70 krónur hjá stóru olíufélögunum og lítri af dísilolíu kostar 191,60 krónur.
Hvar í andskotanum endar þetta og það er grátlegt að hugsa til þess að stærsti hluti eldsneytisverðs fer í ríkissjóð. Væri nú ekki ráð til að minnka verðbólguna að ríkið slakaði aðeins til og t.d. lækkaði virðisaukaskattinn á þessum vörum úr 24,5% í 7% og væri hann þá sá sami og á matvöru og öðrum nauðsynjum. Ef verðbólgan æðir svona áfram þá verður öllum kjarasamningum sagt upp eftir áramót, en þá á að endurskoða hvort forsendur samninganna standi. Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ættu alvarlega að fara að hugsa sinn gang og hvert þau eru að leiða þessa þjóð sem heitir Ísland. Ætla þessi skötuhjú að hleypa hér öllu í bál og brand og óðaverðbólgu.
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 14:18
Kreppa
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að engin ríkisstjórn mundi horfa upp á það aðgerðalaus ef meiriháttar kreppa kæmi upp í fjármálakerfinu, það mundi ógna almannahagsmunum. Því yrði í nafni almannahagsmuna að grípa til aðgerða til að vernda þá hagsmuni, ekki hluthafa bankanna.
Þá held ég að Illugi verði að styðja aðra ríkisstjórn en þá sem nú situr því hún gerir ekki neitt og ætlar ekki að gera neitt. Annars var ég að lesa góða grein í Viðskiptablaðinu í morgun og þar kom fram að skuldatryggingarálag Glitnis og Kaupþings væri komið yfir 1000 punta og Landsbankinn fylgdi fast á eftir. Þetta þýðir að íslensku bankarnir geta ekki fengið lán erlendis nema á mjög dýrum kjörum. Höfundur greinarinnar sem er breskur bankamaður sagði að svona hátt skuldatryggingarálag þýddi í raun að bankarnir væru komnir á hættu stig og ef ríkisstjórnin gripi ekki strax inní þá yrðu bankarnir gjaldþrota.
Ríkið á að þjóðnýta bankanna og láta hvern íslending fá eitt hlutabréf nýjum banka sem yrði búinn til úr þessum þremur. Ef hlutafé yrði haft 300 milljarðar fengi hver íslendingur hlutabréf að virði ein milljón króna og allir yrðu ánægðir.
Engin ríkisstjórn myndi horfa aðgerðalaus á fjármálakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 11:54
Dýrt egg
Eitt hundrað milljarða dollara seðill sem gefinn hefur verið út í Zimbabwe er fjórði stærsti peningaseðill sem gefinn hefur verið út í heiminum, en óðaverðbólgan í landinu í þessum mánuði er 2,2 milljónir prósenta.
Eitt egg á markaði kostar 35 milljarða zimbabewe-dollara. En nú hafa stjórnvöld í æðislegu kapphlaupi við að stöðva verðbólguna, ákveðið að skera 3 núll aftan af dollaranum. En hvort það dregur úr verðbólgunni tel ég hæpið. Þetta land er tilvalið fyrir þá sem langar til að vera milljarðamæringar, það er auðvelt.
Þetta mun víst ekki vera stærsti peningaseðill sem gefinn hefur verið út í heiminum því í Ungverjalandi mun hafa verið gefin út pengóseðill sem var með 18 núllum. Í þriðja sæti er svo þýskur seðill sem gefinn var út 1923 og var með 14 núllum.
Eggið á 35 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2008 | 11:36
Frjósemi
Hin fjörutíu og fjögurra ára Livia Ionce varð í síðustu viku sú kona sem vitað er til að fætt hafi flest börn á tuttugu árum. Ionce fæddi sitt átjánda barn fyrir viku, stúlku sem nefnd hefur verið Abigail.
Þetta er ekki rétt því langafi minn Kristján Kristjánsson bóndi í Stapadal við Arnarfjörð eignaðist 23 börn, reyndar með tveimur konum og síðasta barnið eignaðist hann 82 ára gamall, en þá hafði hann verið rúmliggjandi í nokkur ár sökum elli. Ég heyrði einhvern tíma um konu á einhverjum sveitarbæ nálægt Ólafsfirði og hún átti 19 eða 20 börn. Það var rætt við þessa konu í útvarpinu fyrir nokkrum árum og þegar hún var spurð hvort hún væri ekki mikið gefin fyrir börn, þá svaraði konan; "Æ nei ég held ekki , ég þoli varla börn lengur".
Frjósamasta kona jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.7.2008 | 11:21
Mótmæli
Íbúar í húsi SEM-samtakanna við Sléttuveg í Reykjavík hafa sent Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmælabréf vegna meintrar mannfyrirlitningar sem fram komi í útboði á þjónustu við persónulega umhirðu 12 mikið fatlaðra einstaklinga.
Nú á allt að leysa með útboðum og þar sem Ísland hefur skipað sér á bekk með þjóðum sem ekki virða mannréttindi, kemur ekki á óvar þótt traðkað sé á mannréttindum 12 mikið fatlaðra einstaklinga. Þetta er bara stjórnunarstíll núverandi ríkisstjórnar og hún viðurkennir ekki í verki Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og þess vegna er ég ekkert undrandi þótt yfirvöld hafi ekki mikinn áhuga á mannréttindum þessara fötluðu einstaklinga. Af hverju er verið með þennan feluleik varðandi aldraða og fatlaða öryrkja. Hafa ráðherrar okkar ekki þann manndóm til að bera að ganga bara hreint til verks eins og Hitler og bara skjóta gamla fólkið og fatlaða öryrkja og leysa málin á þann veg.
Ég skal verð fyrstur manna til að mæta frami fyrir aftökusveitinni.
Mótmæla mannfyrirlitningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 11:02
Þetta er bilun
Bloggið á mbl.is hefur nú verið opnað að hluta, en hægt er að lesa textann í bloggfærslum sem stendur og sumar myndir birtast. Bilun varð í gærkvöldi í diskastæðu, en á þeirri stæðu, sem er röð tölvudiska, eru geymdar myndir bloggara og ýmsar stillingar varðandi útlit bloggs þeirra.
Ég var á fullu við að skrifa í gær þegar birtist á skjánun að bkoggið væri bilað. Ég athugaði líka áður en ég fór að sofa en þá var enn bilað. Í morgun taldi ég nú víst að þetta væri komið í lag en svo var ekki. Svo fór ég núna rétt áðan að kanna málið og þá var þetta komið í lag að hluta.
Nú er bara að finna sökudólginn því einhver hefur sett færslu um eitthvað sem orsakaði eitthvað og bloggið bilaði. Núna er þó hægt að skrifa en myndir birtast ekki nema að hluta, en vonandi verður þetta allt komið í lag eftir hádegi.
Bloggið opnað að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
20 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Yrði heimurinn betur staddur ef Rússar myndu tapa Úkraínustríðinu?
- Nató herðir heljartökin í Vestur-Asíu og Levantíu
- Borgarstjórastóll Einars reyndist Framsókn pólitískt mjög dýr
- Borgarstjórastóll Einars reyndist Framsókn pólitískt mjög dýr
- Skilaboðin skiluðu sér
- Snúin stjórnarmyndun
- Skýr niðurstaða
- Bæn dagsins...Speki og heimska..
- Opinber kímni brátt lögfest, og óopinber stöðluð
- ,,Þetta er ekki hægt ... en það verður samt að gera þetta."