Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
28.7.2008 | 17:20
Rekaviður
Talsvert hefur verið um rekavið undanfarna mánuði á vestfirskum ströndum. Ástæðan gæti verið að norðan- og norðvestanáttir með hægum vindi hafa verið áberandi. Nokkuð hefur borið á rauðvið.
Þetta er gott fyrir íbúa í hinum litla Árneshreppi á Ströndum sem Byggðastofnun telur að fari í eyði innan fimm ára ef ekkert verður gert til að skapa þarna fleiri atvinnutækifæri svo íbúum fari fjölgandi.
Ef einhver dugur væri nú í sitjandi ríkisstjórn þá er auðvelt að grípa þarna inn í. Það æti að láta þetta sveitarfélag fá talsverðan þorskkvóta og koma af stað aftur fiskverkun í Norðurfirði. Eins ætti að byggja þarna sláturhús og kjötvinnslu og leyfa bændum þarna að selja sjálfir sínar afurðir. Það hefur verið rannsakað og sannað að kjöt af lömbum sem alast upp í miklu fjallendi er miklu betra en kjöt af lömbum sem alast upp á slétlendi. Því þar sem eru fjöll þá reyna lömbin miklu meira á sig, sem aftur styrkir vöðva þeirra og fita hleðst ekki eins á lömbin. Þá fengju bændur í Árneshreppi örugglega mun hærra verð fyrir sínar afurðir en aðrir. Besta aðstoð sem hægt er að veita einu sveitarfélagi er að aðstoða það til að geta bjargað sér sjálft. Ég er viss um að ef þetta yrði gert myndi fjölga verulega í Árneshreppi.
En því miður er enfinn dugur eða vilji í ríkisstjórn til að gera nokkurn hlut. Þar er bar sofið að feigðarósi í öllum málum. Ekki bara hvað snertir Árneshrepp heldur allt þjóðfélagið.
Meiri reki en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 11:53
Reykjanesbrautin
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í for- og verkhönnun breikkunar Reykjanesbrautar úr tveimur akreinum í fjórar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar að Bikhellu, um 3,3 km.
Ætlar þetta engan endir að taka að klára þennan veg. Það var lengi vel skilti þar sem á stóð að verið væri að tvöfalda Reykjanesbrautina og verklok í ágúst 2008. En nú er enn eftir að bjóða hluta út. Auðvitað varð gjaldþrot verktakans til að seinka öllu verkinu. Vegagerðin samdi við Ístak um að ljúka við verkið og hafa þeir verið að vinna þarna undanfarið. En þá kemur allt í einu upp að smáhluti af verkinu hefur ekki verið boðin út, var ekki hægt að láta Ístak klára allt verkið.
Breikkun hluta Reykjanesbrautar boðin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 11:34
Frægt fólk
Til slagsmála kom á milli öryggisvarða og dulbúins ljósmyndara sem brutust inn á landareign bandarísku kvikmyndaleikaranna Angelina Jolie og Brad Pitts í Frakklandi um helgina.
Það er ekki tekið úti með sældinni að vera frægur, stöðug áreit ljósmyndara ofl. Þá held ég að sé bara betra að vera venjulegur Jakob öryrki á Íslandi.
Blóðug slagsmál á landi Jolie og Pitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 10:34
Björn Bjarnason óánægður
Nú skýtur Björn Bjarnason föstum skotum á borgarstjórann Ólaf F. Magnússon og á núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta gerir Björn varðandi byggingu nýs húss fyrir listaháskóla við Laugarveg. Björn segir á bloggsíðu sinni "að þetta hafi sennilega verið of stór biti fyrir núverandi meirihluta að kyngja". Hanna Birna Kristjánsdóttir sem á að verða segir að allur meirihlutinn standi bak við ákvörðun borgarstjóra um að ekki megi rífa tvö gömul hús við Laugarveg.
Ætli Birni Bjarnasyni sé ekki eins og svo mörgum sjálfstæðismönnum farið að ofbjóða hvernig borgafulltrúar Sjálfstæðisflokks láta Ólaf F. Magnússon þá kyngja sínum skoðunum hvað eftir annað. Fyrst var það Bitruvirkjun og nú þessi húsbygging og gremja flokksmanna mun vera slík að þeir eru alvarlega að hugsa um að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Þeir meta einfaldlega stöðuna þannig að ef þetta heldur svona áfram er fylgi flokksins að hrynja niður og því skárri kostur að vera í minnihluta það sem eftir er af kjörtímabilinu en láta einn mann með ekkert fylgi á bak við sig nema frá sjálfstæðismönnum, niðurlægja flokkinn hvað eftir annað. Það eru ekki nema tæp tvö ár í næstu kosningar og flokksmenn vona að á þeim tíma náist að vinna upp eitthvað af fylgi flokksins. En sumir koma ekki aftur og hafa endalega yfirgefið þennan flokk sem skríður að fótum Ólafs F. Magnússonar og kyssir á tær hans.
Hvaða lögmál er það að öll hús við Laugaveg skuli vera í 19. aldar stíl. Við erum nú einu sinn að byrja 21. öldina en Ólafur F. Magnússon er greinilega 19. aldar maður. Hannvirðist því hafa fæðst 200 ára.
28.7.2008 | 07:58
Tólf ættliðir
Það er sérstakt að sitja á spjalli með mæðgunum í Bæ í Árneshreppi á Ströndum og hugsa til þess að tólfti ættliðurinn undir þessu sama fjalli, að minnsta kosti, kom í heiminn í ársbyrjun.
Það munaði ekki um það bara tólf ættliðir búið á sama bænum og er ekkert á förum. Þetta er dugnaðarfólk enda Vestfirðingar. Þetta mun vera fámennasta sveitarfélag landsins. En fólki líður vel þarna og er það gott. Í Árneshreppi býr líka Illugi Jökulsson og hans fjölskylda og hefur Illugi verið duglegur við að auglýsa þetta litla góða samfélag.
Tólf ættliðir undir sama fjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 07:51
Hafró
Áhrifa olíuverðshækkana gætir víða, m.a. í útgerð rannsóknarskipa Hafrannsóknastofnunar.
Þetta er nú til að bæta gráu ofan á svart ef hafrannsóknarskipin komast ekki úr höfn vega þess að ekki eru til peningar fyrir olíu. Einmitt á þeim tíma sem skipanna er mest þörf. Hverskonar andskotans rugl er þetta er ekki alltaf verið að tala um að ríkissjóður sé útbólginn af peningum og ætti því að vera auðvelt fyrir ríkið að geta keypt olíu á skipin ef ekki þá finnst að jafnt eigi að ganga yfir alla og skammta eldsneyti á ráðherrabílana og þegar sá skammtur væri búinn yrði bílunum bara lagt og ráðherrar yrðu að fara um gangandi eða reiðhjóli.. Þetta er líka að ske hjá lögreglunni þeim hefur verið skipað að spara eldsneyti og geta varla að hreyfa lögreglubílanna.
Strik í reikning Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 07:40
Bindindið ætlar að reynast betur en ég þorði að vona.
Nú eru komin rúm tvö ár frá því ég hóf áfengisbindindið mitt og fram að þessu hef ég forðast að fara inn á staði þar sem vín er haft um hönd. En núna sl. laugardag var ég staddur í Reykjavík og þá hringir í mig kunningi minn og segist vera staddur á ákveðnum pöbb og hvort ég vilji ekki koma og spjalla við sig og aka sér síðan heim. Ég var lengi hikandi en fór svo og þar sat vinurinn með hóp af fólki sem alt var blindfullt. Ég pantaði mér bara kaffi og settist við borðið hjá fólkinu. Það voru miklar umræður við borðið en ekkert af viti. Alltaf þegar ég spurði vininn hvort hann ætlaði ekki að fara að drífa sig, var alltaf sama svarið "Eftir smástund, bara einn bjór í viðbót" Ég var orðinn ansi pirraður og þreyttur eftir mikið labb í Smáralindinni fyrr um daginn. Það var alltaf verið að bjóða mér bjór en ég hélt mig við kaffið og fór út af og til til að fá mér að reykja. Svo kom að því að vinurinn var orðinn blankur og þá fyrst vildi hann fara heim og ók ég honum heim og þá bauð hann mér að gista hjá sér um nóttina og vegna þess hvað ég var orðinn þreyttur þáði ég boðið og ók svo heim í Sandgerð á sunnudagsmorgun.
Er ég bara mjög ánægður með sjálfan mig að hafa staðist þessar freistingar, því alltaf var verið að reyna að fá mér bjór. Þessi reynsla gerir mig bara ákveðnari í bindindinu.
26.7.2008 | 08:24
Ísbirnir
Það eru bara ráðnar hreindýraskyttur á 30 þúsund kall á dag, segir Friðrik Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi hjá Grunnuvík, um hópa á leið til Hornstranda. Þetta er orðið mjög algeng hjá þeim sem þora að koma. Svo eru aðrir sem bara afpanta ferðirnar, segir hann og vísar þar til ótta við ísbirni á Hornströndum. Friðrik tekur fram að hann útvegi ekki skyttur.
Þeir ætla að hafa mikil áhrif þessir tveir ísbirnir sem skotnir voru fyrir norðan fyrir stuttu. Ég held nú að fólki sé óhætt að ganga um Hornstrandir. Þar eru engir ísbirnir á þessum árstíma. Ef fólk óttast ísbirni er auðvelt að kalla á hjálp og þar tekur ekki nema nokkrar mínútur að fljúga á Hornstrandir frá Ísafirði svo skotmenn væru komnir á staðinn um leið og sæist til ísbjarna. Hins vegar geta ýmsar sögur valdið ótta hjá fólki og þá á það bara að sleppa því að fara á Hornstrandir.
Vígvæðing á Hornströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2008 | 08:13
Fasteignamarkaðurinn vaknar
Það er greinilegt að það stefnir í að júlímánuður verði heldur stærri hjá okkur en mánuðirnir á undan, bæði hvað varðar fjölda útlána og útlán í krónum talið, segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Það er þó eitthvað til sem ríkisstjórnin hefur gert af viti í efnahagsmálunum. En hætt er við að verktakar fari hægt af stað með byggingu nýrra íbúða á meðan bankakerfið er lokað fyrir nánast öllum fyrirtækum landsins. Það eru líka til um 4.000 nýjar íbúðir sem á eftir að selja auk auðra íbúða sem ekki hafa selst en eigendur þeirra búnir að kaupa nýja íbúðir.
Fasteignamarkaðurinn vaknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2008 | 08:03
Dragnótaveiðar
Skynsamlegt væri að loka tilteknum uppeldissvæðum fiskstofna fyrir dragnótaveiðum líkt og gert er fyrir veiðum með botnvörpu af ýmsum ástæðum. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Hafrannsóknarstofnunar.
Loksins kemur tillaga frá Hafró sem ég er ánægður með. Dragnótaveiðar eru ættaðar frá Danmörk. Þær voru fyrst og fremst hugsaðar til að veiða hinar ýmsu kolategundir á sandblettum. En nú er farið að setja bobbingalengjur undir dragnætur til að geta líka veitt á harðari botni. Dragnótin í dag er því farinn að líkjast meira venjulegum togveiðum. Einnig er komið í flest skip sérstök dragnótaspil sem geta tekið allt að 2000 þúsund faðma af tógi. Er því köstin gríðarlega stór og ekkert smáræðis magn af fiski sem þessi tóg smala saman. Þessar veiðar hafa verið leyfðar inn á fjörðum og flóum og nánast upp í fjöru. Því er skynsamlegt að dragnótin sé háð sömu skilyrðum og botntroll. Þetta veiðarfæri drepur óhemju af fiski sem er of smár til að hægt sé að nýta hann og einnig drepur það mikinn fjölda seiða. Ég hef verið á dragnótarbát og við fengum 10 tonna kast af þorski en ekki var hægt að hirða úr því nema um 2 tonn, hitt fór í hafið aftur og auðvitað steindautt.
Ráðlegt að takmarka dragnótaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 801115
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
20 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Svíþjóð: Á ríkisstyrk í hryðjuverk
- Sprautu fíkn lyfjarisa & lækna ...
- Réttnefni.
- Landlæknir kvaddur
- Þetta með að útrýma fátækt
- - Pólitískt lík sem bíður greftrunar
- Framsókn hefur oft haft yfir öflugu mannvali að ráða utan og innan þings.
- Fýkur í Nató-skjólin í Rúmeníu? Calin Georgescu
- Ranglæti sem þarf að laga
- Er ætlunin að borga miljarað til að loka vindmyllum í roki?