Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Danmerkurferð

Nú er orðið ákveðið að fara til Danmerkur til að skoða skemmtibátinn eftir um 3 vikur og ætlar seljandinn að koma með til að sína mér bátinn sem ég er að kaupa.  Hann ætlar að sigla með okkur þarna um en fer svo fljótlega heim aftur.  Við fljúgum til Kaupmannahafnar og leigjum síðan bíl til að fara til Horsens á Jótlanndi en þar er báturinn geymdur.  Með mér fer góð vinkona mín Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi fegurðardrottning Íslands og þótt hún sé aðeins eldri en ég þá er hún mjög myndarleg kona í dag.  Við erum ákveðin í því að fyrst við verðum komin til Kaupmannahafnar á annað borð ætlum við að stoppa þar í um viku.  Leika okkur í Tívolí og fleira skemmtilegt, sem hægt er að gera í þessari fyrrum höfuðborg Íslands.  Ég ætla að mynda allt ferðalagið og setja síðan inná mína siðu.  Þetta verður örrugglega skemmtilegt.

Bloggvinir

Í gær eignaðist ég nýjan bloggvin sem, er sú ágæta kona Ragnhildur Sverrisdóttir og eru þá þær systur báðar orðnar mínir bloggvinir.  Bæði Ragnhildur og Margrét.

En á sama tíma henti mér út sem bloggvini önnur kona.  Þetta er ósköp eðlilegt svona er lífið.  Maður er að eignast vini og glata vinum allt lífið, nýir koma og aðrir fara í þeirra stað.  nú er ég að verða mjög spenntur að flytja í nýja raðhúsið, því þar sem ég bý núna eru nær allir íbúarnir ellilífeyrisþegar og á aldrinum 70-80 ára og þótt ég hafi kynnst mörgu að þessu fólki, þá finn ég að ég á ekki samleið með því og heimsæki aldrei neinn hér í húsinu.  Enda er ég oft spurður að því hversvegna ég búi á elliheimili.


Mannréttindi

„Ég vil sem almennur borgari hefja baráttu fyrir því að það verði ein hjúskaparlög í landinu. Þetta hefur þegar gerst í Noregi og ég held að það sé ekki langt í að við siglum í kjölfarið,“ segir dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti.

Þetta er gott framtak og ég tek undir með prestinum að sett verði ein hjúskaparlög í landinu.  Það á að hætta að vera með sér hjúskaparlög fyrir samkynhneigða.  Þeir eiga að njóta sömu réttinda og aðrir sem búa á Íslandi.


mbl.is Engan afslátt af mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint að sofa

Þótt ég færi seint að sofa þá var ég vaknaður kl: 07,00 í morgun, enda var ég fljótur að sofna þegar ég komst í rúmið.  Nú er ég að bíða eftir syni mínum, sem ætlaði að koma til að hjálpa mér að klæða mig í jakkaföt og skyrtu og bindi.  En vegna minnar fötlunar á vinstri hendi, þá get ég ekki hneppt neinni tölu eða sett á mig axlaböndin.  En þetta bjargast allt saman, engin hætta á öðru.  Síðan kemst ég ekki í neina spariskó þar sem vinstri fóturinn er talsvert skakkur og verð ég því bara að mæta í sandölum.  Hún fyrirgefur mér það örugglega gamla konan, enda ekkert annað í boði.

08.08.08.

Þá er þessi merkisdagur runnin upp, en ég ætla ekki að vera með neitt sérstakt á þessum degi, nema að fylgja minni fyrrverandi tengdamóður síðasta spölinn hér á jörð.  Hún náði því þó að lifa sinn síðasta afmælisdag en hún varð níræð 1. ágúst sl.

Hinsvegar ætla ég að vera með mikla athöfn á næsta ári.  Þá ætla ég að gifta mig þann 09.09.09.  Talan níu hefur líka talsvert gildi fyrir mig og er mín happatala.  Ég er fæddur 9. febrúar og amma mín var fædd 9. maí.  Þá hefur mitt bindindi staðið í þrjú og hálft ár og ætli ég haldi ekki upp á daginn með því að detta hraustlega íða.LoLLoLGrinGrinLoL


Erfiður dagur

Þetta var erfiður dagur, ég var mest allan daginn að stemma af viðskiptaskuldir og hringja og bjóða fyrirtækjum að greiða hluta af inneign sinni 15.08.2008 gegn því að eftirstöðvar yrðu felldar niður og náði ég að spara fyrir fyrirtækið hátt í 500 þúsund og hef því unnið fyrir mínum launum í dag.  Síðan er ég í frí á morgun vegna jarðafarar og tek svo aftur törn í þessum samningum á mánudaginn.  Svo þurfti ég að klára að færa þessar leiðréttingar og var því að vinna til kl:21,00.  Fór þá að heimsækja son minn,tengdadóttur og börnin þeirra fjögur.  Þau eru að reyna að leigja þetta nýja raðhús en dvelja þar núna vegna jarðarfararinnar á morgun.  Þau ætla ekki að búa í þessu nýja húsi, þar sem þau eiga einbýlishús á Bíldudal, sem ekki er hægt að selja og enginn hefur sýnt því áhuga að leigja nýjju íbúðina og þar sem ég er að selja mína íbúð hér í Sandgerði ætla ég að leigja raðhúsið nýja og þótt ég borgi ekki hærri upphæð en ég er að borga af minni íbúð þá léttir það þeim að greiða um 100 þúsund á mánuði en ég ætla að borga 75 þúsund.  Þetta er 140 fermetra íbúð en sonur minn mun hafa eitt herbergi fyrir sig.  Hann er að fara sem stýrimaður á frystitogara frá Grindarvík. Ég kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti og ætti auðvitað að vera farinn að sofa.  En þá beið mín leiðinda bréf í email-hólfinu sem kom mér í vont skap og því er ég enn vakandi.  Hinsvegar verð ég örugglega fljótur að sofna, því ég er orðinn dauðþreyttur.  Það stóð til að gera upp öll laun í dag og kom víst greiðsla frá Rússlandi en bankinn taldi að það yrði komið inn á mánudag og fæ ég þá rúm 800 þúsund og fer að hreinsa upp allar mínar skuldir, sem hafa verið að safnast upp undanfarna mánuði..

Góður dagur

Mikið svaf ég nú vel í nótt og dreymdi fallegan draum um sömu konuna og nóttina áður.  Því vaknaði ég kátur og hress í morgun.  Ég veit að þetta verður góður dagur hjá mér, því ég ætla að láta hann vera góðan.  Þótt svo mörgum þætti verkefnið sem bíður mín ekki sérstaklega spennandi.  En það er að semja við nokkra tugi aðila um að lækka sína inneign hjá útgerðafyrirtækinu og reyna að láta alla fá einhvern pening.  En þetta er bara eins og hver önnur vinna, sem vinna þarf.  Það er sama hvaða vinnu ég hef stundað um ævina, hefur mér aldrei leiðst neitt verk.  Ég bara geng í verkin og klára þau.  Er ekki alltaf kvartandi og kveinandi eins og svo margir.  Ef hugarfarið er jákvætt þá verður vinnan miklu skemmtilegri.  Þetta er síðasti vinnudagurinn í vikunni . því að á morgun verð ég í fríi.  Þá verður útför minnar fv. tengdamóður í 30 ár og ég ætla að fylgja henni síðasta spölinn þótt að oft hafi okkur ekki samið vel.  En það er nú allt önnur Ella eins og sagt er.

Mínu kæru bloggvinir þið passið  fyrir mig síðuna og svarið fyrir mig í dag.

Þið eruð öll yndislegar manneskjur


Vinnan

Þessi dagur var bara mjög góður  hjá mér , þótt að viðbrigðin væru talsverð, að byrja aftur að vinna eftir langt frí.  Ég fékk staðfestingu á því að ég fengi öll mín laun sem ég á inni og er það talsverðir peningar.  Því mun líf mitt breytast úr fátækum öryrkja í nokkuð vel settan öryrkja hvað fjárhag varðar.  Ég mun getað greitt alla reikningasúpuna sem hefur verið að hlaðast upp og átt talsvert eftir í bankanum.  Nú í fyrsta skipti í langan tíma get ég farið að veita mér eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt.  Ég var í kvöld að ræða við manninn sem ætlar að selja mér danska bátinn og við erum að reyna að samræma okkar tíma til að skreppa til Danmerkur og skoða og prufa bátinn.  Það verður þó ekki fyrr en eftir einhverjar vikur.

Eyjar

Mikil stemmning var á Þjóðhátíðinni í Eyjum.„Hann var bara svolítið hræddur við að fara upp á svið með okkur, skrílslætin voru slík,“ segir Finni, söngvari Dr. Spock, um Ragga Bjarna er kom fram með sveitinni í Herjólfsdal á þjóðhátíð og söng lögin Sigurður var sjómaður (í frægri útgáfu Utangarðsmanna) og Hvar ertu nú?

Er fólk ekki farið að átta sig á að þjóðhátíðin er búin.


mbl.is Stjörnurnar segja sögur úr Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíð

Ljóst er að reglur voru brotnar sl. sunnudag þegar fólk var flutt með hraðbát og síðan trillu til Vestmannaeyja án björgunarvesta, gegn greiðslu. Trillan sem flutti fólkið til Eyja hefur ekki leyfi til farþegaflutninga en fólkið greiddi 7.000 kr. fyrir ferðina.

Hverskonar rugl er þetta, ekki einu sinni björgunarvesti og síðan varð báturinn eldsneytislaus og þurfti björgunarsveit í Vestmannaeyjum að bjarga fólkinu en þá var báturinn við það að reka uppí klettana og orðinn hálffullur af sjó.  Bubbi Morteins mun hafa verið einn farþeganna og mikið leggur hann á sig til að hlusta á Brekkusöng Árna Johnsen, sem Bubbi hefur sagt að kunni ekki að spila á gítar eða syngja.


mbl.is Farþegar fengu ekki björgunarvesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband