Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Það skiptir ekki máli hvort maður er

að koma úr fangelsi eða háskóla

við ráðum hann vegna hæfileika hans

en ekki fortíðar.

(Henry Ford)


Byggingakranar

Íslenska efnahagsundrið breyttist skyndilega í haust í efnahagshrunið og fór það væntanlega ekki fram hjá neinum. Útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands fóru ekki varhluta af breyttu landslagi í íslensku efnahagslífi og sést það í verkum sem sýnd eru á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. Byggingakranar fá nýtt hlutverk og verða að fjalli í verki Unu Baldvinsdóttur sem er að útskrifast úr myndlistardeild LHÍ.

Gott framtak og um að gera að nýta alla þessa byggingakrana sem ekki er verið að nota og skapa listaverk.


mbl.is Byggði fjall úr byggingakrönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagræðing

Stjórn læknaráðs Landspítala telur að sameining á bráðamóttökum Landspítala á einn stað yrði mikið framfaraskref fyrir starfsemi sjúkrahússins, ef öll önnur bráðastarfsemi sjúkrahússins yrði jafnframt sameinuð á sama stað.

Ögmundi Jónassyni er að takast það sem engum heilbrigðisráðherra hefur tekist að ná fram sparnaði í heilbrigðiskrerfinu í samvinnu við það fólk sem þar starfar og án þess að allt verði vitlaust í þjóðfélaginu.  Það varð allt vitlaust í Hafnarfirði þegar Guðlaugur Þór kynnti sínar sparnaðartilögur, en Ögmundur hefur náð að spara sömu upphæð og Guðlaugur Þór ætlaði að spara og allir eru sáttir við Ögmund og engin læti í Hafnarfirði í dag.


mbl.is Sameining bráðamóttöku yrði framfaraskref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni

Útgjöld til velferðarmála hafa hækkað um þrjú prósent frá aldamótum. Á sama tíma hafi önnur útgjöld ríkisins aukist um sextíu prósent. Forsætisráðherra vill hagræða í ríkisrekstri, forgangsraða og sameina ráðuneyti. Óvönduð stjórnsýsla, og pólitísk afskipti hamla samkeppnishæfni að hennar mati.

Rétt hjá Jóhönnu og áfram nú.


mbl.is Pólitísk afskipti hamla samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsýnn þingmaður

Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að tala skýrt um Evrópumálin. Hún segir að forsendur væru að skapast fyrir verulegri lækkun vaxta á landinu. Þetta kom fram ræðu hennar á þéttsetnum aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem nú stendur yfir á Nordica hótel í Reykjavík.

Ef forsendur eru núna fyrir vaxtalækkun er eðlileg spurning þessi;

Af hverju eru vextir ekki lækkaðir strax í dag.  Annars er það talsvert broslegt að elsti þingmaður þjóðarinnar skuli vera sá sem mest horfir til framtíðar fyrir hönd Íslands.  Á meðan ungir þinmenn í öðrum flokkum eru fastir í fortíðinni.  Það væri sennilega gott ráð að hafa lámarksaldur til að vera kjörgegur til Alþingis 67 ár.  Þá fyrst færi að verða vit í hlutunum.


mbl.is Forsendur fyrir vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvit

Tölvumynd af fyrirhugaðri olíubirgðastöð. Verkfræðistofan Mannvit hefur sótt um lóð fyrir 244.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Reyðarfirði, fyrir hönd Atlantic Tank Storage og var fjallað um umsóknina í umhverfisnefnd Fjarðarbyggðar í dag.

Það er 99,9% öruggt að olía mun finnast á svokölluðu Drekasvæði og þá mun efnahagslífið heldur betur taka kipp upp á við.  Loksins verðum við rík þjóð að raunverulegum verðmætum, en ekki verðlausa pappíra.


mbl.is Sótt um lóð undir olíubirgðastöð á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikiða tap

Mynd 496357 Sjálfstæðisflokkur tapar þremur kjördæmakjörnum þingmönnum í Reykjavík suður ef marka má könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið um fylgi flokka í kjördæminu. Flokkurinn fékk 5 þingmenn síðast í kjördæminu en fær 2 nú samkvæmt könnuninni.

Þetta eykur manni trú á að lýðræðið virki í þessu landi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir

Nú hefur verið upplýst að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi fengið fjárstyrk frá sömu aðilum og sömu upphæð og Guðlaugur Þór.  Þar með er hún sömu sök seld og Guðlaugur Þór varðandi spillingu.  Eru virkilega engir heiðarlegir stjórnmálamenn eftir á Íslandi?  Er allt þetta lið gjörspillt og kolruglað í allri sinni vitleysu.
mbl.is Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt í kosningar

Nú nálgast óðum hinn mikli kjördagur til Alþingiskosninga.  Það bendir allt til þess að minn flokkur, Frjálslyndi flokkurinn, detti út af þingi og fái engan mann kjörinn.  En það eru líka ánægjulegar fréttir um að Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir einu mesta fylgistapi í sögu flokksins og Samfylkingin og VG verði sigurvegarar þessara kosninga og fái hreinan meiri hluta og geti myndað ríkisstjórn án stuðnings Framsóknarflokksins.  Mér er því nokkur vandi á höndum hvað ég á að kjósa því ekki ætla ég að láta mitt atkvæði verða dautt, sem það yrði ef ég kysi Frjálslynda flokkinn.  Þess vegna er valið á milli VG og Samfylkingarinnar.  Þar sem ég er eindregin stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB mun ég sennilega kjósa Samfylkinguna en það getur nú svo sem breytst fram að kjördegi.  Einhverra hluta vegna hefur Frjálslynda flokknum ekki tekist að vera inn í umræðunni undanfarna mánuði og einu fréttirnar sem fólk fær er um riflidi innan flokksins.  Að mínu mati gerði flokkurinn stór mistök að styðja ekki strax núverandi ríkisstjórn og vera þannig alltaf í umræðunni.  Mér er sagt að flokkurinn hafi boði stuðning sinn gegn ákveðnum skilyrðum, en ég bara spyr;  Var Frjálslyndi flokkurinn í nokkri stöðu til að setja skilyrði og eins skil ég ekki þessa hörðu afstöðu gegn aðild að ESB.  Það er sagt að hún byggist á skoðanakönnun innan flokksins, en hverjir tóku þátt í þeirri könnun veit ég ekki.  Ekki var ég með í slíkri könnun og veit ekkert hvenær hún fór fram.  Það er einhver þvermóðska í gangi hjá þessum flokki sem ég ekki skil og sú þvermóðska er að ganga frá flokknum.  Efsti maður á lista flokksins Grétar Mar Jónsson er að hampa því hvað flokkurinn hafi mikið fylgi í Norðvesturkjördæmi, en hann er ekki að segja frá fylginu í sínu eigin kjördæmi, sem er mjög dapurt  Ef flokkurinn fær ekki mann inná þing er ekki við hinn almenna flokksmann að sakast, heldur eru það þingmenn flokksins sem verða þess valdandi.  En það er ekki búið að kjósa svo það er of snemmt að fullyrða um úrslitin.

Guðlaugur Þór

Það er sama hvar upp kemur spilling þá er það yfirleitt tengt Guðlaugi Þór.  Hann hlýtur að hafa greiðari aðgang að fjármagni en flestir aðrir og virðist ekkert feiminn við að láta múta sér.
mbl.is Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband