Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Góðverk

Söngvarinn Bono er atkvæðamikill í góðgerðamálumListmunauppboð sem söngvarinn Bono og listamaðurinn Damien Hirst héldu til að styrkja baráttuna gegn alnæmi gekk mun betur en vonast hafði verið til og söfnuðust alls 42 milljónir dala, eða um 2,7 milljarðar króna.

Þarna hafa mætt fólk sem á nóg af peningum og virðingarvert að það skuli láta eitthvað af hendi til svona mála.  Kannski hefur Hannes Smárason verið þarna og opnað tékkheftið sitt.


mbl.is Milljónir dala söfnuðust á góðgerðauppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægisaðgerðir

Hinar svokölluðu Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar taka á sig skrýtna mynd þegar byrjað er að framkvæma þær.  Þannig var frétt í gær í einu dagblaðanna að nú hefði ríkisvaldið skapað tvö ný störf á Egilsstöðum við skráningu skjala fyrir einhverja ríkisstofnunina í Reykjavík.  Ég er ekki að agnúast út í að störfum sé fjölgað á Egilsstöðum hjá ríkinu, en það vakti athygli mína á að þetta væri einn liður í hinum svokölluðum Mótvægisaðgerðum vegna skerðingar á þorskkvóta.  Ég get ekki neitað því að ég hrökk aðeins við og las þetta aftur og aftur.  Nú þekki ég ekki mikið til á Egilstöðum, bara tvisvar komið þangað og ef ég er ekki orðinn endanlega ruglaður þá man ég ekki betur en að þarna væri engin höfn, hvað þá fiskiskip.  Eina skipið sem ég hef heyrt um á þessu svæði er skipið Lagarfljótsormurinn, sem siglir með ferðamenn.  Ég hef heldur aldrei heyrt um að einhver fiskvinnsla væri á Egilsstöðum, en það getur svo sem vel verið þótt ég viti það ekki.  En það væri fróðlegt að fá upplýsingar um hvað þorskkvótinn á Egilsstöðum var skertur mikið við síðustu kvótaúthlutun.  Getur einhver frætt mig um það?

Kjarasamningar

Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í fyrrakvöldVilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að verið sé að leysa úr síðustu sérkröfum aðildarfélaga ASI. Að því loknu tekur við pappírsvinna og gæti undirritun dregist fram á kvöld eða til morguns. Stjórnvöld boða aðila væntanlega á fund sinn síðdegis.

Þessir menn eiga heiður skilin fyrir að koma þessu öllu heim og saman, þótt ríkisstjórnin hafi ekki gert nokkuð til að liðka til fyrir samningum.  Ríkisstjórinn er kannski ekki sammála því að þessir nýju samningar bæta mest kjör þeirra sem voru verst settir.  En nú á ríkið eftir að semja við sína starfsmenn og verður fróðlegt a fylgjast með því hvaða stefna verður þar mörkuð.


mbl.is Gengið frá síðustu sérkröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélvana skip

Í nótt á þriðja tímanum barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá flutningaskipinu Reykjafossi sem orðið hafði vélarvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna, þó að töluverð þoka sé á svæðinu, og er gert ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur þegar líður á daginn.

Kvað varð um öll loforðin sem gefin voru um nýja siglingaleið stórra skipa sem gefin voru af samgönguráðherra eftir strandið fræga rétt fyrir sunnan Sandgerði í fyrra.  Þá var mikið rætt um að svona stór skip sigldu ekki nálægt landi, heldur svokallaða ytri leið.  Hafa menn alveg sofnað á verðinum.  Hér í Sandgerði þar sem ég bý sér maður nánast á hverjum degi risastór flutningaskip sigla aðeins nokkrar mílur frá landi, nánast þræða strandlengjuna.


mbl.is Vélarvana flutningaskip dregið til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjaskapur

   Kosovo Serbar við bænir í St. Dimitrije kirkjunni í bænum...  Hashim Thaci, forsætisráðherra Kosovo héraðs segir að yfirvöld í héraðinu muni lýsa formlega yfir sjálfstæði þess á morgun. Thaci sagði eftir fund sinn með trúarleiðtogum í héraðinu í dag að þá muni vilji íbúa héraðsins ná fram að ganga. Dagblöð í héraðinu segja að sjálfstæðisyfirlýsingin verði gefi út klukkan 14 að staðartíma.

Flest vestræn ríki munu ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo en ekki Ísland.  Í fréttum í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að rétt væri að bíða og sjá til og fylgja hinum Norðurlöndunum.  Hverskonar aumingjaskapur er þetta, getum við ekki haft okkar eigin stefnu í utanríkismálum, þurfum við alltaf að feta í fótspor annarra.  Ég held að Ingibjörg ætti að rifja upp hvað Jón Baldvin gerði á sínum tíma fyrir Eystrasaltsríkin fyrstur allra og sýndi með því mikinn kjark og átti sinn þátt í að fleiri ríki komu á eftir.  En þetta að ætla ekki að viðurkenna sjálfstæði Kosovo er ekkert nema aumingjaskapur og kjarkleysi.  Við þorum ekki einu sinni að styðja við bakið á Færeyjum af ótta við Dani.  Hvað ætlum við svo að gera í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, munum við alltaf bíða eftir afstöðu annarra.  Nei hingað og ekki lengra. 

Sjálfstæða utanríkismálastefnu, takk fyrir.


mbl.is Sjálfstæði Kosovo lýst yfir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helguvík

Tölvumynd sem sýnir hvar hugsanlegt álver í Helguvík myndi rísa.  Bið verður á því enn um sinn að framkvæmdir geti hafist við álver Norðuráls í Helguvík. Í bréfi sem Skipulagsstofnun sendi skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Garðs hinn 13. febrúar sl., vegna deiliskipulags fyrir lóð álversins, er eindregið mælst til að beðið verði með gildistöku deiliskipulags þar til áhættumat liggur fyrir. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu vonast til þess að framkvæmdir gætu hafist innan tveggja vikna.

Auðvitað á að byrja sem fyrst á þessum framkvæmdum, 250 þúsund tonna álver skapar nú nokkuð mörg störf.  Það á ekki að hlusta á þá aðila sem eru að reyna stoppa þessa framkvæmd og þar sem ekkert atvinnuleysi er hér á Suðunesjum, þarf fólk að flytja hingað í stórum stíl til að vinna í álverinu.  Það er búið að byggja svo mikið íbúðarhúsnæði á þessu svæði sem ekkert gengur að selja vegna þess að það vantar fleira fólk og því er þessi framkvæmd nauðsynleg.  Ef stjórnvöld eru svo heimsk, að halda að þau geti stoppað þessa framkvæmd, þá verður Árni Johnsen bara settur í málið og hann reddar því í hvelli, bæði orku sem vantar og mengunarkvóta og ekkert röfl meira.


mbl.is Helguvík bíði enn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Ólafur F. Magnússon

Ég get ekki annað en vorkennt Ólafi F. Magnússyni þessa daganna, vegna hins nýja skipulags, sem verið er að kynna núna um Vatnsmýrina.  Þar er ekki gert ráð fyrir flugvelli heldur íbúðabyggð ofl. um þetta mál sagði Ólafur að vísu yrði þetta kannski svona í framtíðinni, en 17 atriða skjalið gerði ekki ráð fyrir að þetta myndi gerast á núverandi kjörtímabili.  Það eru nú ekki eftir af núverandi kjörtímabili nema rúm tvö ár og þótt allt væri sett á fulla ferð til að framkvæma þessar nýju tillögur væri ekki komið nálægt því að loka yrði flugvellinum fyrir næstu kosningar.  Hverskonar pólitík er Ólafur F. að leika.  Miðað við þetta hefur honum alltaf verið nákvæmlega sama um flugvöllinn bara verið að nota þetta sem tækifæri til að ná í atkvæði. 

Ég held að vonlaust sé að nokkuð þýði fyrir Ólaf að fara í framboð aftur, því ekkert er að marka hvað maðurinn segir og gerir.  En hann er þó búinn að reisa sér minnisvarða í borginni og mun alltaf verða minnst sem borgarstjórans sem lét borgina kaupa tvo ónýta húskofa fyrir 580 milljónir og ætlar að eyða 500 milljónum í viðbót til að lappa upp á þá.   

Þeir munu reynast íbúum Reykjavíkur dýrir þessir 14 mánuðir sem hann á eftir að vera borgarstjóri.


Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn

Nú er Samfylkingin komin með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og virðist þetta klúður í borgarstjórna Reykjavíkur ætla að reynast flokknum dýrt og erfitt.  Hvað ætlar flokkurinn að láta þessa lönguvitleysu ganga lengi áður en forusta flokksins grípi inn í málið.  Viðhjálmur Þ. verður að segja af sér ekki seinna en í gær og hinir borgarfulltrúarnir flokksins að fara að haga sér eins og siðað fólk og hætta þessum sandkassaleik.  Það er nokkuð víst að engin af núverandi borgarfulltrúum  fær traust félaga sinna til að taka við af Vilhjálmi.  Því verður að leita út fyrir hans raðir og það virðist Geir H. Haarde vera að reyna að gera með því að alla heim Markús Örn Antonsson og setja hann í geymslu í Þjóðmenningarhúsinu.  Þar á Markús Örn að bíða tilbúinn þegar kallið kemur og setjast í stól borgarstjóra eftir 14 mánuði.

Vilhjálmur sagði satt

Nú hefur Össur Skarphéðinsson upplýst á bloggsíðu sinni að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi sagt satt í Kastljósþættinum fræga.  Hann sagðist hafa ráðfært sig við Borgarlögmann um REI-málið en enginn vildi kannast við það og var talið að Vilhjálmur væri að segja ósatt.  En Össur hann skýringu á þessu og fullyrðir að ráðgjafi Vilhjálms hafi verið Borgar Þór Einarsson lögmaður, sem er sonur Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H. Haarde.  Þannig að Vilhjálmur átti við hann þegar hann sagðist hafa ráfært sig við Borga-lögmann.


Kópavogur

Deilt var um skipulagsmál í Kópavogi í vikunni. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs á þriðjudaginn var rætt um skipulagsmál á Glaðheimasvæðinu. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að hugmyndir meirihlutans um uppbyggingu þar til viðbótar við það sem þegar er komið séu tröllvaxnar þar sem gert er ráð fyrir allt að 9 turnum eins og þeim sem þegar er risinn við Smáratorg og jafnvel stærri.

Þetta er sko maður sem þorir og vill láta byggja glæsilega og byggja há hús.  Hann er ekki karlinn að leita uppi gamla ónýta húskofa til að vernda, eins og virðist ráða ríkjum í Reykjavík.  Gunnar Birgisson á hrós skilið fyrir þetta framtak.  Hann heldur bara sínu striki þótt einhverjar kerlingar séu að væla. 

                      "Til hamingju Gunnar Birgisson"


mbl.is Gunnar Birgisson: „Höldum okkar striki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband