Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
16.2.2008 | 18:26
Góðverk
Listmunauppboð sem söngvarinn Bono og listamaðurinn Damien Hirst héldu til að styrkja baráttuna gegn alnæmi gekk mun betur en vonast hafði verið til og söfnuðust alls 42 milljónir dala, eða um 2,7 milljarðar króna.
Þarna hafa mætt fólk sem á nóg af peningum og virðingarvert að það skuli láta eitthvað af hendi til svona mála. Kannski hefur Hannes Smárason verið þarna og opnað tékkheftið sitt.
![]() |
Milljónir dala söfnuðust á góðgerðauppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2008 | 18:04
Mótvægisaðgerðir
16.2.2008 | 16:44
Kjarasamningar
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að verið sé að leysa úr síðustu sérkröfum aðildarfélaga ASI. Að því loknu tekur við pappírsvinna og gæti undirritun dregist fram á kvöld eða til morguns. Stjórnvöld boða aðila væntanlega á fund sinn síðdegis.
Þessir menn eiga heiður skilin fyrir að koma þessu öllu heim og saman, þótt ríkisstjórnin hafi ekki gert nokkuð til að liðka til fyrir samningum. Ríkisstjórinn er kannski ekki sammála því að þessir nýju samningar bæta mest kjör þeirra sem voru verst settir. En nú á ríkið eftir að semja við sína starfsmenn og verður fróðlegt a fylgjast með því hvaða stefna verður þar mörkuð.
![]() |
Gengið frá síðustu sérkröfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2008 | 15:58
Vélvana skip
Í nótt á þriðja tímanum barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá flutningaskipinu Reykjafossi sem orðið hafði vélarvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna, þó að töluverð þoka sé á svæðinu, og er gert ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur þegar líður á daginn.
Kvað varð um öll loforðin sem gefin voru um nýja siglingaleið stórra skipa sem gefin voru af samgönguráðherra eftir strandið fræga rétt fyrir sunnan Sandgerði í fyrra. Þá var mikið rætt um að svona stór skip sigldu ekki nálægt landi, heldur svokallaða ytri leið. Hafa menn alveg sofnað á verðinum. Hér í Sandgerði þar sem ég bý sér maður nánast á hverjum degi risastór flutningaskip sigla aðeins nokkrar mílur frá landi, nánast þræða strandlengjuna.
![]() |
Vélarvana flutningaskip dregið til hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2008 | 15:44
Aumingjaskapur
Hashim Thaci, forsætisráðherra Kosovo héraðs segir að yfirvöld í héraðinu muni lýsa formlega yfir sjálfstæði þess á morgun. Thaci sagði eftir fund sinn með trúarleiðtogum í héraðinu í dag að þá muni vilji íbúa héraðsins ná fram að ganga. Dagblöð í héraðinu segja að sjálfstæðisyfirlýsingin verði gefi út klukkan 14 að staðartíma.
Flest vestræn ríki munu ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo en ekki Ísland. Í fréttum í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að rétt væri að bíða og sjá til og fylgja hinum Norðurlöndunum. Hverskonar aumingjaskapur er þetta, getum við ekki haft okkar eigin stefnu í utanríkismálum, þurfum við alltaf að feta í fótspor annarra. Ég held að Ingibjörg ætti að rifja upp hvað Jón Baldvin gerði á sínum tíma fyrir Eystrasaltsríkin fyrstur allra og sýndi með því mikinn kjark og átti sinn þátt í að fleiri ríki komu á eftir. En þetta að ætla ekki að viðurkenna sjálfstæði Kosovo er ekkert nema aumingjaskapur og kjarkleysi. Við þorum ekki einu sinni að styðja við bakið á Færeyjum af ótta við Dani. Hvað ætlum við svo að gera í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, munum við alltaf bíða eftir afstöðu annarra. Nei hingað og ekki lengra.
Sjálfstæða utanríkismálastefnu, takk fyrir.
![]() |
Sjálfstæði Kosovo lýst yfir á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2008 | 15:25
Helguvík
Bið verður á því enn um sinn að framkvæmdir geti hafist við álver Norðuráls í Helguvík. Í bréfi sem Skipulagsstofnun sendi skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Garðs hinn 13. febrúar sl., vegna deiliskipulags fyrir lóð álversins, er eindregið mælst til að beðið verði með gildistöku deiliskipulags þar til áhættumat liggur fyrir. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu vonast til þess að framkvæmdir gætu hafist innan tveggja vikna.
Auðvitað á að byrja sem fyrst á þessum framkvæmdum, 250 þúsund tonna álver skapar nú nokkuð mörg störf. Það á ekki að hlusta á þá aðila sem eru að reyna stoppa þessa framkvæmd og þar sem ekkert atvinnuleysi er hér á Suðunesjum, þarf fólk að flytja hingað í stórum stíl til að vinna í álverinu. Það er búið að byggja svo mikið íbúðarhúsnæði á þessu svæði sem ekkert gengur að selja vegna þess að það vantar fleira fólk og því er þessi framkvæmd nauðsynleg. Ef stjórnvöld eru svo heimsk, að halda að þau geti stoppað þessa framkvæmd, þá verður Árni Johnsen bara settur í málið og hann reddar því í hvelli, bæði orku sem vantar og mengunarkvóta og ekkert röfl meira.
![]() |
Helguvík bíði enn um sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 15:07
Aumingja Ólafur F. Magnússon
Ég get ekki annað en vorkennt Ólafi F. Magnússyni þessa daganna, vegna hins nýja skipulags, sem verið er að kynna núna um Vatnsmýrina. Þar er ekki gert ráð fyrir flugvelli heldur íbúðabyggð ofl. um þetta mál sagði Ólafur að vísu yrði þetta kannski svona í framtíðinni, en 17 atriða skjalið gerði ekki ráð fyrir að þetta myndi gerast á núverandi kjörtímabili. Það eru nú ekki eftir af núverandi kjörtímabili nema rúm tvö ár og þótt allt væri sett á fulla ferð til að framkvæma þessar nýju tillögur væri ekki komið nálægt því að loka yrði flugvellinum fyrir næstu kosningar. Hverskonar pólitík er Ólafur F. að leika. Miðað við þetta hefur honum alltaf verið nákvæmlega sama um flugvöllinn bara verið að nota þetta sem tækifæri til að ná í atkvæði.
Ég held að vonlaust sé að nokkuð þýði fyrir Ólaf að fara í framboð aftur, því ekkert er að marka hvað maðurinn segir og gerir. En hann er þó búinn að reisa sér minnisvarða í borginni og mun alltaf verða minnst sem borgarstjórans sem lét borgina kaupa tvo ónýta húskofa fyrir 580 milljónir og ætlar að eyða 500 milljónum í viðbót til að lappa upp á þá.
Þeir munu reynast íbúum Reykjavíkur dýrir þessir 14 mánuðir sem hann á eftir að vera borgarstjóri.
16.2.2008 | 14:42
Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 14:26
Vilhjálmur sagði satt
Nú hefur Össur Skarphéðinsson upplýst á bloggsíðu sinni að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi sagt satt í Kastljósþættinum fræga. Hann sagðist hafa ráðfært sig við Borgarlögmann um REI-málið en enginn vildi kannast við það og var talið að Vilhjálmur væri að segja ósatt. En Össur hann skýringu á þessu og fullyrðir að ráðgjafi Vilhjálms hafi verið Borgar Þór Einarsson lögmaður, sem er sonur Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H. Haarde. Þannig að Vilhjálmur átti við hann þegar hann sagðist hafa ráfært sig við Borga-lögmann.
14.2.2008 | 11:59
Kópavogur
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs á þriðjudaginn var rætt um skipulagsmál á Glaðheimasvæðinu. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að hugmyndir meirihlutans um uppbyggingu þar til viðbótar við það sem þegar er komið séu tröllvaxnar þar sem gert er ráð fyrir allt að 9 turnum eins og þeim sem þegar er risinn við Smáratorg og jafnvel stærri.
Þetta er sko maður sem þorir og vill láta byggja glæsilega og byggja há hús. Hann er ekki karlinn að leita uppi gamla ónýta húskofa til að vernda, eins og virðist ráða ríkjum í Reykjavík. Gunnar Birgisson á hrós skilið fyrir þetta framtak. Hann heldur bara sínu striki þótt einhverjar kerlingar séu að væla.
"Til hamingju Gunnar Birgisson"
![]() |
Gunnar Birgisson: Höldum okkar striki" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?