Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Exista

Frá kynningarfundi Exista.Exista er fjármagnað að fullu út árið 2009, þ.e. í 79 vikur, og er vel í stakk búið að standa af sér sveiflur á mörkuðum. Þetta kom fram í máli Lýðs Guðmundssonar, starfandi stjórnarformanns, á kynningarfundi í gær.

Jæja þeir ætla að komast yfir þetta bræðurnir þótt þeir hafi tapað nokkrum milljörðum á sl. 6 mánuðum.  En ef sala á þeirra hlutabréfum í Skiptum hf. móðurfélagi Símans er inn í þessari fjármögnun þá er ekkert að marka hana, því þau hlutabréf kaupir enginn maður í dag.


mbl.is Fjármagnað að fullu út árið 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap og aftur tap

Nú birtast þau í röðum uppgjör fyrirtækjanna fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs og alltaf er gert upp með tapi.  Þrátt fyrir að ýmsum bókhaldsbrögðum sé beitt.  Eitt fyrirtækið var komið með neikvætt eigið fé, sem þýðir að ekki eru lengur til eignir fyrir skuldum og samkvæmt lögum á slíkt fyrirtæki að óska eftir gjaldþrotaskiptum.  Það var ekki gert heldu ákvað stjórn þessa fyrirtækis að hækka verðmæti hlutabréfa sem það á í sjálfum sér (má vera 10%) um 2 milljarða og fá þannig út jákvætt eigið fé.  Annað fyrirtæki færi til tekna hjá sér ákveðna upphæð sem var tapið og gerði tapið að eign og rökin voru þau að þetta tap væri síðan hægt að nýta til frádráttar skattagreiðslum þegar fyrirtækið færi að skila hagnaði.  Mörg fyrirtæki færa sem eign viðskiptavild (goodwill) og það merkilega við þessa færslu er að hún er óseljanleg í fyrirtæki sem rekið er með tapi.  Öll útgerðarfyrirtæki færa afnotarétt sinn að fiskimiðunum sem eign þótt að í lögum standi að óveiddur fiskur á Íslandsmiðum sé eign íslensku þjóðarinnar og afnotaréttur geti  ALDREI skapað eign.  Svo eru líka fréttir um að gömul og gróin fyrirtæki fari í gjaldþrot síðast var það Hans Pedersen hf. en eigendur þar lokuðu bara verslunum og eru búnir að stofna nýtt fyrirtæki með sömu starfsemi bara bý kennitala.  Þetta gerðu líka eigendur Íslandsprents þar var bara skipt um húsnæði og allar vélar og tæki hirt úr gamla fyrirtækinu og það skilið eftir eignalaust.  Það vekur talsverða undrun að Íslandsprent skuldaði ríkissjóði háar upphæðir vegna virðisaukaskatts, tolla ofl. en samt hafði þetta  fyrirtæki prentað mikið fyrir ríkið og féll alltaf sína reikninga greidda með vsk.  Það er eins og engum hafi dottið það í hug að taka þær greiðslur uppí skuldina við ríkissjóð, fyrirtækið skuldaði lika miklar upphæðir í lífeyrissjóðsgjöld.  Hafði reyndar aldrei greitt krómi frá stofnun eða í 4 ár.  Nú eru miklir erfiðleikar eru hjá Ræsir hf. sem hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki og ætli það verði ekki gjaldþrota líka.  Skipta hf. móðufélag Símans er með bullandi tap samt er þar fært til tekna væntingar um betri tíð eða eitthvað álíka.  Þetta á víst að veru einhverjar hugmyndir í höfðum tæknimanna um að gera reksturinn betri.  Öll eru þessi fyrirtæki að fækka starfsfólki og fjölda atvinnuleysi blasir við.  Þessi gjaldþrotahrina er rétt að byrja og þegar kemur fram á haustið verður þetta daglegar frétti að fyrirtæki sem flestir töldu að stæðu vel verða lýst gjaldþrota.

Hvernig í ósköpunum á svo hinn venjulegi íslendingur að skilja þessi uppgjör og átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt.  Þegar allskonar reiknikúnstum er beitt við uppgjör fyrirtæja, og gengi svo langt að gera tap að eign.  það má vel vera að þetta sé allt löglegt en siðlaust er það.


Að vera öryrki

Nú er kominn mánaðarmót og þá fá flestir greidd sín laun og við öryrkjar fáum okkar bætur en það er mikill munur þar á.  Þegar ég var búinn að borga það allra nauðsynlegast þá voru eftir 10 þúsund, þá átti ég að fara í apótekið og leysa út mín lyf og þá voru eftir 7 þúsund, ég setti bensín á bílinn fyrir rúm 2.500 krónur og þá voru eftir 4,500 þá fór ég í Bónus og verslaði smáræði til að eiga til að borða um helgina og það kostaði 2.300 og þá voru eftir 2.200 hundruð krónur og allur mánuðurinn fram undan.  Ég má sem sagt eyða um 500 krónum á viku.  Þegar ég var í Bónus voru nokkur hjón á undan mér og kerrurnar voru troðnar eins og í þeim tolldi og ég varð grænn af öfund að horfa á fólið tína upp úr kerrunum allan þennan mat og fólkið hrökk ekki einu sinni við þegar upphæðin var nefnd bara dró upp kreditkortið og borgaði.   Ég gat ekki borgað matinn hérna hjá Sandgerðisbæ eða orkureikninga frá Hitaveitu Suðurnesja og fara þeir því í innheimtu með tilheyrandi kostnaði og einhvern veginn verð ég að semja mig út úr því.  Þegar ég kom heim biðu mín tvö bréf annað frá skattinum þar sem mér er tilkynnt að ég eigi að greiða kr. 90 þúsund á næstu 4 mánuðum.  Hitt bréfið var frá Tryggingastofnun um að ég hefði fengið ofgreitt 22 þúsund.  Ég hringdi strax í umboð TR í Keflavík og spurði hvernig þetta gæti skeð, því ég hefði ekki fengið nein laun á árinu aðeins greiðslur frá TR og lífeyrissjóðunum.  Eftir langa leit fannst þó skýring á þessu sem var að Lífeyrissjóður verslunarmann hækkaði sínar greiðslur til mín um 2 eða 3 þúsund á mánuði.  Það eitt verkaði þannig að þar sem þetta er allt tengt saman að þessi litla hækkun átti að lækka greiðslur frá TR og nú þarf ég að borga TR til baka allt sem lífeyrissjóðurinn hækkaði við mig+álag.  Nú er staða mín orðin þannig að ég neyðist til að selja íbúðina mína og fá mér leigt eitt herbergi.  Það er greinilega ekki til þess ætlast að við öryrkjar getum lifað í eigin íbúðum eins og annað fólk.  Ég greiddi í lífeyrissjóði til að eiga einhvern sparnað til efri áranna en nú telur Tryggingastofnun sig eiga þessa peninga.  Ég skil ekki heldur að ef þetta kerfi er allt orðið samtengt hvers vegna lækkuðu þá ekki mínar bætur frá TR strax og lífeyrissjóðurinn hækkaði sínar greiðslur.  Þetta er ekkert annað en þjófnaður svo les maður um að bankastjórar hafi yfir 60 milljónir á mánuði í bönkum sem eru nú hættir öllum lánveitingum að kröfu ríkisstjórnar Íslands.

Hvað er að verða með þetta þjóðfélag?  Eru ekki eftir í landinu neinir með fullu viti?  Er nema von að virtur bankamaður í Bretlandi varaði landa sín að eiga viðskipti við íslensku bankanna, því þeir yrðu allir komnir á hausi áður en árið væri liðið.


Kaupþing

Mynd 474192 Ákveðið hefur verið af stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu, leggja fram tillögu við fund stofnfjáreigenda, þess efnis að stofnfé sjóðsins verði aukið um 2 milljarða króna. Hefur Kaupþing banki skuldbundið sig til þess að skrá sig fyrir 1.750 milljónum og aðrir fjárfestar fyrir 250 milljónum.

Ætlar Kaupþing að týna upp alla sparisjóði landsins og eignast þá.  Hann er nýbúinn að ná SPRON og nú bætist þessi við.  Hvar ætli verðið borið niður næst?


mbl.is Kaupþing með 70% eignarhlut í SPM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismat

Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins að of snemmt væri að segja til um hvort úrskurður umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka tefji framkvæmdir. Brýnt sé að hraða málinu eins og kostur sé.

Þessi ákvörðum Þórunnar Sveinbjarnardóttur virðist hafa farið illa í margan sjálfstæðismanninn.  En hún er bara að vinna sína vinnu, en sjálfstæðismönnum bregður auðvitað að ráðherra í ríkisstjórninni taki sjálfstæða ákvörðun.  Þeir eru svo vanir því að geta alltaf vaðið yfir samstarfsflokkinn.


mbl.is Brýnt að hraða umhverfismati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorrit

 Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief veifa til fólks...Skrifstofa forseta Íslands hefur greint frá því Dorrit Moussaieff forsetafrú muni klæðast skautbúningi, sem saumaður var af Jakobínu Thorarensen árið 1938 við embættistöku forseta Íslands í dag.

Þetta finnst mér flott hjá okkar forsetafrú að klæðast þessum búningi og efast ég ekki um að hún verður glæsileg í honum og þjóðinni allri til mikils sóma.


mbl.is Dorrit klæðist merkum skautbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdur gróðu

Gróðurreitur sem hefur verið skemmdur. Talsverðar skemmdir hafa verið unnar á gróðurreitum vísindamanna Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri á Hellisheiði. Þar er verið að rannsaka með hvaða hætti megi best endurheimta íslenskan fjallagróður með uppgræðslu.

Hvaða hvatir reka menn til að gera svona hluti, ég get ómögulega skilið það.  Þetta hlýtur að vera biðlað fólk.


mbl.is Spjöll unnin á gróðurreitum á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjör fyrirtækja

Nú er hvert fyrirtækið eftir öðru að birta sín uppgjör fyrstu 6 mánuði 2008 og má segja að flest öll eru gerð upp með tapi.  Það er sameiginlegt með öllum þessum fyrirtækjum að þegar stjórnendur þeirra eru að útskýra uppgjörin fyrir sínum hluthöfum, þá er allar skýringarnar eins;

"Uppgjörið kemur ekki á óvart og er alveg í samræmi við væntingar."

Það getur verið að hluthafar sætti sig við tapið.  En ekki vildi ég eiga fyrirtæki og hafa þar við stjórn mann sem gerir væntingar um taprekstur.


Íslensku bankarnir

Nú er nánast útlánastopp hjá flestum bönkum og sparisjóðum, þrátt fyrir að þeir eigi allir nægjanlegt lausafé.  Skýringin á þessu er sú að á undanförnum árum hafa þessar fjármálastofnanir tekið mikið af lánum erlendis sem falla á gjaldaga á næstu tólf mánuðum eða lengur.  Þessi lán munu hafa verið tekin til að fjármagna útrásina miklu.  En nú þegar harðnar á dalnum eru óskynsamlegar ákvarðanir stjórnenda fjármálafyrirtækja, sem langaði til að vera stóra karla erlendis látið bitna á viðskiptavinum.  Svona ástand getur aldrei varað lengi, því ekkert fyrirtæki getur gengið eðlilega nema hafa öruggan aðgang að rekstrarfé, sama hvort það er lítið eða stórt.

Ég hélt að vaxtatekjur af eðlilegum útlánum væri tekjulind bankanna,það stenst engin banki að hætta að lána og taka bara við innlánum, en þannig er staðan í dag.  Bankarnir bera líka mikla ábyrgð á þenslunni undafarin ár.  Þeir ruddust inná íbúðalánamarkaðinn með látum og buðu 100% lán.  Þeir veittu fólki miklar yfirdráttarheimildir lánuðu 100% vegna bifreiðakaup og kaup á öllu mögulegu, það má segja að fólki væri smalað inní bankana til að taka lán.  Kaup á eftirfarandi hlutum voru fjármögnuð 100% af bönkunum: Bílar,tjaldvagnar, fellihýsi,hjólhýsi, mótorhjól, ferðalög erlendis, reiðhjól, íbúðir og jafnvel barnavagnar.  Svo fengu allir kreditkort og máttu nota að vild.  Síðan bættu þeir um betur og komu með svokölluð veltukort sem voru kreditkort en munurinn á þeim og venjulegum kreditkortum var sá að við komandi réði sjálfur hvað hann greiddi mikið af sinni úttekt á gjalddaga.  Þessi kort voru fljót að spóla upp á sig milljóna króna skuldum, enda var enginn maður blankur.  Það var hægt að veita sér allt sem hugurinn girntist.  Þeir kærðu Íbúðalánasjóð til eftirlitsdómstóls EFTA til að knýja á að hann yrði lagður niður.  En núna er fyrirvaralaust skellt í lás og algert útlánastopp.

Nú eru bankarnir að skríða til ríkisins til að fá aðstoð Íbúðarlánasjóðs og hefur ríkið ákveðið að Íbúðalánasjóður láni bönkunum alla þá upphæð sem þeir höfðu lánað til íbúðakaupa og er þar um nokkra tugi milljarða að ræða.

Sjóðurinn sem bankarnir vildu feigan er nú að bjarga því að  þeir fari ekki á hausinn.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband