Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
4.8.2008 | 11:26
Verslunarmannahelgin búin
Þá er þessari miklu útihátíðarhelgi búin og fólk farið að taka saman sitt dót og örugglega allt rennandi blautt. Þeir sem ætla að vera bílstjórar á heimleiðinni sitja skjálfandi úr þynnku og drekka gos á meðan aðrir hlaða bílana. Væntanlegir ökumenn verða að reyna að þrauka daginn og bíða í ákveðin tíma þar til óhætt er að setjast undir stýri. Nokkuð víst er að margir verða veðurtepptir í Eyjum þar sem allt flug liggur niðri vegna þoku. Þeir sem eiga pantað far með Herjólfi komast örugglega heim. Ég ætla líka að vona að margir ökumenn fari ekki of fljótt af stað, því mörgum hættir við að vanmeta hæfni sína til aksturs og þar sem lögregla er vel á verði, er hætt við að nokkur ökuskýrteini lendi í þeirra höndum í dag eða kvöld.
En vonandi komast allir heilir heim að lokum og þá er bara að bíða í eitt ár til að endurtaka leikinn. Á morgun er venjulegur vinnudagur og samkvæmt venju eru mjög margir veikir þann dag. En núna þegar mörg fyrirtæki eru að fækka sínu starfsfólki munu flestir pína sig til vinnu að þessu sinni.
Þetta er Ísland í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2008 | 10:52
Nú er lífið ánægjuegt
Ég fékk skilaboð frá vinkonu minni og vona að þetta sé allt komið í lag á milli okkar. Þetta er virkilega heiðarleg og vönduð kona svo er hún svo líka mjög hreinskiliun, segir það sem hún ætlar sér. Þetta var ekki illa meint af hennar hálfu átti bara að vera hrekkur sem mistókst og setti allt úr skorðum. Svona hlutir geta alltaf komið upp á milli vina.
Nú bíð ég bara eftir símtali frá henni sem ég vona að komi.
4.8.2008 | 10:14
Skrýmsli
Hræ af torkennilegu dýri fannst nýlega á ströndinni við Montauk á Long Island í Bandaríkjunum. Myndir af hræinu hafa birst í bandarískum fjölmiðlum og eru miklar getgátur um hvað sé þarna á ferðinni og hafa ýmsar kenningar verið settar fram.
Þetta er nú eitthvað fyrir Bandaríkjamenn að gera sér frétt úr, en einhver eðlileg skýring hlýtur að vera til.
![]() |
Sæskrímsli á Long Island? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2008 | 07:34
Úff
Þetta var erfið nótt hjá mér, ég ætlaði aldrei að geta sofnað og var alltaf að vakna með miklar áhyggjur og þær eru enn. Algjör vanlíðan og einmannaleiki. Ástæðan er eftirfarandi;
Í gær talaði ég við konu sem ég taldi að væri heilsteypt, hreinskilin og heiðarleg. Við töluðum saman í síma í gær og áttum gott samtal. Ekki vildi hún gefa mér upp hvar hún ætti heima eða sitt símanúmer. Hún vildi hafa þann háttinn á að ég sendi henni skilaboð þegar ég hefði áhuga á að tala við hana, en hún er ein af mínum bloggvinum. Mér leið í fyrsta sinn í marga mánuði vel eftir þetta símtal og taldi að loksins væri ég búinn að eignast góðan vin, sem ég gæti alltaf haft samband við ef á þyrfti að halda. Og var að vona að við gætum hitist og talað saman og okkar samband myndi þróast í góða og einlæga vináttu. En seint í gærkvöldi hringir síminn og í honum er kona sem kynnir sig sem aðar konu sem einnig er minn bloggvinur og spyr hvort það sé í lagi að hún heimsæki mig um næstu helgi og taldi ég það sjálfsagt mál, þar sem ég bý einn og fáir koma í heimsókn og er ég því feginn ef ég á von á heimsóknum og mitt heimili er öllum opið en hafði strax þekkt röddina og vissi að þessa var sú sama og ég hafði talað við þennan sama dag en ætlað að vita hvað hún myndi ganga langt í þessari stríðni sinni. Síðan ætlað ég að stríða henni á móti. Ég varð alveg sannfærður þegar konan fór að ræða um ýmsa hluti , sem ég vissi að ég hefði aldrei rætt við þá konu sem hún sagðist vera. Hef reyndar aldrei talað við þá konu í síma en leyfði henni að tala út og játti öllu sem hún sagði. Þá kom allt í einu skellihlátur og konan kynnti sig með sínu nafni og var þá eins og ég taldi mig vita komin sama konan og ég hafði talað við fyrr um daginn. Hún sagði "Jæja þú ert þá svona og ég held að best væri að við höfum ekki samband aftur." En áður en ég gat sagt eitt einasta orð, var skellt á. Ég sendi henni skilaboð og reyndi að útskýra mitt mál og bað hana að sofa á þessu í nótt og hringja í mig á morgun(í dag) Nú verður þessi dagur eintóm vanlíðan við að bíða hvort hún hringir eða ekki. Ef þetta á að kallast góð vinátta þá hef ég misskilið það hugtak. Ég hef alltaf verið traustur við þá sem vilja vera mínir vinir. Ég er ekki heldur langrækin að eðlisfari og fyrirgef fólki fljótt ef það gerir eitthvað á minn hlut. Því hef ég fyrirgefið þessari konu þetta símtal og vona að hún sé sú manneskja sem ég taldi og hringi í mig í dag. Ég er að fara til Horsen í Danmörk næstu daga til að ganga endanlega frá kaupum mínum á bátnum þar og ætlaði að bjóða þessari vinkonu með en ef hún hringir ekki í mig í dag verð ég að líta svo á að hún sé ákveðin í að slíta okkar vináttu. Henni finnst sennilega ekki mikið til þess koma að eig mig sem vin sinn, en ég er fatlaður öryrki og því hefur hún sett upp þetta leikrit til að losna við mig. En ég hef nú samt mínar tilfinningar og vill njóta lífsins.
Ég hef þjáðst af þunglyndi síðan ég lendi í hinu alvarlega slysi en verið nokkuð góður undanfarið en í gærkvöld kom heiftarlegt þunglyndiskast og ég sat og grét og grét í langan tíma. Tilfinningin var eins og ég hefði misst náinn ættingja.
En vonandi fæ ég símhringingu frá henni í dag og lífið fer að brosa á ný.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.8.2008 | 11:20
Mannréttindi
Íslendingar telja mannréttindi afar mikilvæg en 69% í könnun Capacent Gallup töldu mannréttindi verð mikilla fórna og áhættu. Aðeins rúm 4% töldu mannréttindi ekki verð fórna og áhættu.
Ég er nú á þeirri skoðun að ríkisstjórn Íslands sé ekki þessu sammála, því það fólk sem þar situr telur allt í lagi að traðka aðeins á mannréttindum ef íslendingar eiga í hlut (kvótakerfið).
Hinsvegar fordæma þau slíkt hjá öðrum þjóðum.
![]() |
Íslendingar telja mannréttindi verð fórna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2008 | 11:14
Ævintýrið mitt
Ég skrifaði hér fyrir stuttu að ég væri að kaupa skemmtibát frá Danmörku, sem síðan þróaðist út í ferðamennsku á Vestfjörðum. Mín hugmynd er sú að byggja nokkur heilsárshús á jörðunum Kvíum í Jökulfjörðum og Barðsvík á Hornströndum. Þar sem verkefnið stækkaði stöðugt við skipulagningu sá ég fljótlega að þetta yrði mér algerlega ofviða fjárhagslega. Því fór ég að leita eftir samstarfsaðila erlendis. Því ekki þýðir að tala við íslensku bankana, því þeir eru með stopp á öll útlán. Fyrir tilviljun datt ég niður á fjárfestingarsjóð í Bandaríkjunum sem veltir 6-7 billjónum USA-dollurum, árlega. Það sem meira var að þessi sjóður er með umboðsmann hér á landi. Ég sendi honum mitt erindi og hugmyndir og áætlaði kostnaðinn 150-200 milljónir, hann sendi þær áfram út, í gær fékk ég email frá umboðsmanninum og hann sagði að þeim hefði litist vel á þessa hugmynd og væru að skoða hana og ég fengi svar mjög fljótlega og yrði sennilega kallaður á fund.
Þannig að eins og staðan er í dag eru miklar líkur á að þetta takist hjá mér. Þetta mun skapa 10-15 ný störf, og fleiri ef ég fer líka út í sjóstangarævintýrið en þá þarf að bæta við bátum og fólki.
3.8.2008 | 06:58
Gjaldþrot
Stjórn HP Farsímlagersins ehf., sem hefur rekið verslanir Hans Petersen, ákvað í dag að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Fram kemur á heimasíðu Hans Petersen, að verslunum félagsins í Smáralind og Kringlunni hafi verið lokað í gær og starfsmönnum tilkynnt um rekstrastöðvun.
Þetta er nú bara toppurinn á ísjakanum svona fréttir munu koma nær daglega út þetta ár. Enda eins og ég hef áður bent á í mínum skrifum, getur ekkert fyrirtæki starfað með algjöru útlánastoppi bankanna og þessa okurvexti. Það er ekki langt síðan að menn voru dæmir í fangelsi ef þeir lánuðu fé með svipuðum vöxtum og eru algengir á Íslandi í dag. Það er ekki langt síðan að Mest hf. varð gjaldþrota og farið að styttast líftími hjá Ræsir hf. Leikfangakeðjan sem rak verslunina "Just for kids" hefur lokað öllum sínum verslunum og það fyrirtæki rær nú lífróður til að reyna að forða því frá gjaldþroti. Ég var að heyra að N1 væri komið í stórvandræði og útgerðarmenn sem skipta við þetta fyrirtæki fengu áður að gera upp eftir hvern mánuð en fá nú innan við viku greiðslufrest. Þetta kemur svo sem ekkert á óvart því að allar hinar skuldsettu yfirtökur sem hér tröllriðu ollu fyrir skömmu og nýir eigendur tóku út úr fyrirtækjunum eins og þeir gátu, þannig að í mörgum þessara fyrirtækja er ekkert eigið fé. Margir forstjórar sem voru vanir að borða saman í hádeginu á einhverju fínu veitingarhúsi sjást núna borða í hádeginu í IKEA en þar er seldar sænskar kjötbollur í hádeginu fyrir lítinn pening. Ég sá auglýsingu í Fréttablaðinu í gær að boðnir voru til sölu tveir nýlegir bílar og aðeins átti að yfirtaka bílalán auk þess sem seljandi bauð milljón í meðgjöf með bílunum. Ætli það verði ekki ein allsherjar útsala hjá bönkum og kaupleigufyrirtækjum, á bílum ofl. þegar líður á veturinn.
![]() |
HP Farsímalagerinn gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2008 | 18:36
Ríkisstjórnin
Fylgi við ríkisstjórnina mælist nú 50% og hefur ekki verið minna frá því stjórnin tók við völdum í maí á síðasta ári. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins.
Þetta er ekkert skrýtið því stjórnin gerir ekkert í því að laga hér efnahagsmálin og Sjálfstæðisflokkurinn tapar meira fylgi en Samfylkingin, sem skýrist af því að Geir H. Haarde þorir aldrei að taka neina ákvörðun nema að hún sé samþykkt af aftursætisbílstjóranum, Davíð Oddsyni. Ég get tekið undir orð Illuga Jökulssonar í Fréttablaðinu að Geirs H. Haarde verður minnst sem forsætisráðherrans, sem aldrei þorði. Þegar stjórnmálasaga þessa tímabils verður skrifuð.
Nú ætti að boða til kosninga og fá fólk í ráðherrastólana sem kann að vinna verkin. Þessi stjórn er handónýt. Ríkisstjórn sem nýtur ekki nema 50% fylgis er í raun fallinn og betra fyrir hana að segja af sér en þurfa að hrökklast frá völdum með skömm.
Svo væri líka hægt að auka vald forsetans og láta Ólaf Ragnar Grímsson stjórna landinu. Hann færi létt með það og yrði fljótur að koma hlutunum í lag.
![]() |
Fylgi við ríkisstjórn minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2008 | 18:08
Bátur strandaði
Mannbjörg varð er bátur strandaði í Markarfljótsósi um fimmleytið í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli. Björgunarsveit er á staðnum og vinnur að því að ná bátnum á flot. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Hvað var bátur að gera á Markarfljóti? Ég hélt að þetta fljót væri ekki siglingarleið skipa eða báta.
![]() |
Strandaði í Markarfljótsósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2008 | 17:34
Verslunarmannahelgin
Þá er hún runnin upp verslunarmannahelgin, og fólk hefur utanfarna daga verið að undirbúa brottför úr sinni heimabyggð til að fara á einhverja útihátíðina og að sjálfsögðu vel nestað af víni og bjór. Þegar komið er á áfangastað er byrjað að koma því fyrir sem gista á í þessa daga sem eru ýmist tjöld, hjól,eða fellihýsi og þeir alflottustu eru komnir á húsbíla. Síðan er farið að drekka og eftir því sem meira er drukkið þeim mun betur upplifir fólk útihátíðanna, skipulögð skemmti atriði fara að stórum hluta framhjá flestum mótsgestum. Flestir enda að lokum á þeim stað, sem á að sofa á, en aðrir eru heppnir og hafa náð sér í bólfélaga af hinu kyninu og gista því á öðrum stað en til var ætlast. Síðan vakna flestir morguninn eftir skelþunnir og heilsa slæm. Þá er bara að fá sér nokkra bjóra og sterka snafsa og lífið fer að brosa á ný. Svona gengur þetta í nokkra daga drukkið og sofnað og vaknað aftur til að drekka aðeins meira. Svo er vaknað upp á mánudegi við þá hörmulegu staðreynd að helgin er búin og fram undan er að koma sér heim aftur. Nú er ekki lengur hægt að fá sér afréttara hjá þeim sem eiga eftir að aka heim og mánudagurinn verður að einum hræðilegum þynnku-degi. Síðan er öllu pakkað saman og bílarnir hlaðnir á ný og lagt af stað heim á leið. Þá uppgötva margir að allur maturinn sem var keyptu fyrir hátíðina er nær ósnertur. Það tekur svona meðalmann um 18-20 tíma að jafna sig eftir svona fyllirí en þeir sem yngri eru ná sér fyrr. Því miður fara of margir of fljótt af stað, sumir eru heppnir og komast heim, á meðan aðrir lenda í lögreglunni og missa bílprófið. En allir enda að lokum heima og kvíða næsta degi sem er vinnudagur hjá flestum. Þá er bara að tilkynna veikindi og liggja í rúminu, því flestir eru dauðþreyttir eftir helgina. Að ári liðnu er sami leikurinn endurtekin aftur.
Ekki dettur mér í hug að gagnrýna fólk sem fer á þessar úthátíðir. Ég tók fulla þátt í þessu sjálfur á mínum yngri árum en þá var hátíðin í Húsafelli sú allra flottasta. Eins eftir að ég eignaðist fjölskyldu fór ég oftast eitthvað um þessa helgi og var þá búinn að eignast tjaldvagn. Í dag hugsa ég oft um hvernig mínum börnum hefur liðið að fara í svona útilegur og horfa upp á foreldrana vera að drekka áfengi og ég yfirleitt alltaf blindfullur. Þau hafa örugglega ekki notið þess að fara með okkur hjónunum. En um það atriði hugsa fáir í dag.
Ég ætla að lokum að vona að flestir komist heim heilir á líkama og sál.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
169 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hinn nýi veruleiki Íslands
- Ég er ekki sannfærður um framlíf, en þó finnst mér það örlítið sennilegra en tómið sjálft og ekkineitt sem margir virðast hylla og trúa mest á
- Aðlögun Kristrún, ekki aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Höfuðborg Texas
- Öflug vítisvél hlandsprengja
- Íslenskir hermenn sagðir á leið til Finnlands ...
- Hvað Tekur Þá Við?
- Skaðvaldar sem kunna það eitt að skaða.