Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Bensínverð

Munur á bensínverði hjá N1, Skeljungi og Olís annarsvegar og hjá mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum hinsvegar hefur verið töluvert meiri undanfarið en venja er. Munurinn á sjálfsafgreiðslu hefur verið tæpar 4 krónur og er enn á verði Skeljungs, Olís og sjálfsafgreiðslustöðva en N1 hefur lækkaði verðið og er munurinn þar því 1 króna og 50 aurar.

Nú þora olíufélögin ekki að hafa verðsamráð lengur, enda flest öll á hausnum og er stjórnað af bönkunum.


mbl.is Aukinn munur á bensínverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Míla

Þar sem uppbygging í nýjum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur því sem næst stöðvast liggja gagnaveitukerfi svo gott sem ónotuð næstu árin, eða þar til eitthvað glæðist á ný.

Þeir hjá Mílu segjast eiga ónýttar fjárfestingar í lögnum fyrir nokkra milljarða og þann vanda ætla þeir að leysa með uppsögnum á 20 starfsmönnum, sem tilkynnt var um í síðustu viku.  Það vita allir sem vilja vita að allar lagnir í jörðu eru mjög dýrar og þótt allar þessar íbúðir í nýju hverfunum, væru fullar af fólki, þá tæki það samt mörg ár að fá allan kostnaðinn til baka.  Því er þetta bara;

Léleg afsökun.


mbl.is Fjórir milljarðar kr. í ónýtta fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalda stríðið

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í morgun að sumir embættismenn bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi, væru fastir í hugsunarhætti kalda stríðsins. Þá hvatti hún stjórnvöld í Moskvu til að láta mannréttindamál til sín taka í auknum mæli.

Þetta er eins hjá mörgum hér á landi í dag og er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra besta dæmið um það.


mbl.is Hugsa enn eins og í kalda stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsbanki

Íslandslandsbanki keypti 2,6 prósenta hlut Ólafs Jóhanns Ólafssonar í Geysi Green Energy (GGE) í júlí síðastliðnum. Þetta staðfestir Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE.

Þarna er verið að gera Ólafi Jóhanni mikinn greiða, því hann var lengi búinn að reyna að selja þennan hlut sinn en enginn vildi kaupa.  En til hvers ætlar Íslandsbanki að eiga þennan hlut?  Bankinn neitar auðvitað að upplýsa það.  Íslenska ríkið var ekki fyrr búið að láta þennan banka hafa mikla fjármuni til að bankinn væri starfhæfur.  Þá rjúka stjórnendur bankans til og fara að fjárfesta í útrásarfyrirtæki, sem GGE er.  Var ekki komið nóg af þeirri andskotans vitleysu, nú hafa þessir stjórnendur farið rækilega yfir strikið.  Þetta er ein sönnun þess að þeir sem störfuðu áður í ábyrgðarstöðum hjá gömlu bönkunum er algerlega óhæfir til að starfa hjá þeim nýju.

Það á að reka þetta lið strax


mbl.is Íslandsbanki keypti hlut Ólafs Jóhanns í Geysi Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör

Ákveðið var á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ í gærkvöld að halda prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Þá eru prófkjörin að fara af stað með sínu sukki og fjármálaóreiðu.  Að þeim loknum hefst síðan illindi og vinaslit.


mbl.is Ísfirskir sjálfstæðismenn í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskafli

Heildarafli íslenskra skipa í september, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn í september 2009 var 77.392 tonn samanborið við 68.052 tonn í sama mánuði árið áður.

Þetta er ágætt svo sem  það nær. Því öll þessi aukning er í uppsjávarveiðum, en frekar samdráttur í öðrum veiðum.  Núna þegar Ísland þarf nauðsynlega á auknum tekjum af útflutningi að halda ætti að tvöfalda allar aflaheimildir í botnfiski  Það skaðar ekkert fiskistofnanna því auknar veiðar í uppsjávarfiski minnkar fæðuframboð í hafinu og við getu ekki við núverandi aðstæður leyft okkur að ætla að geyma fiskinn í sjónum til seinni tíma.  Veit nokkur vísindamaður hvað mikið af fiski á Íslandsmiðum drepst úr hungri árlega.

Við eigum að veiða meira en nokkru sinni áður.


mbl.is Meira veitt og aukin verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbygging

Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég er nú fluttur til Bíldudals núna og má segja að ég hafi verið beðin um það.  Fljótlega eftir að ég flutti til Sandgerðis í desember 2005 fór ég að vinna viðbókhald ofl. fyrir ýmsa útgerðarmenn.  Í gegnum það starf mitt kynntist ég mönnum, sem voru í útgerð og áttu ættir að rekja til Bíldudals, eða Arnarfjarðar.  Í ársbyrjun 2006 vann ég með þeim við að sameina nokkrar útgerðir í eina og sem greiðslu fyrir mína vinnu buðu þeir mér að fá hlutabréf í þessu nýja félagi og á ég um 10%.  Þetta nýja félag átti þá nokkra krókabáta, sem réru með handfærum á sumrin og línu yfir veturinn og beitt var í landi.  Einnig tvo yfirbyggða krókabáta sem voru með beitningarvélum.  Auk tveggja stærri báta sem voru á dragnót og netum.  Þetta nýja félag hafði yfir að ráð um 1.500 tonnum í krókakerfinu og svipað magn í stóra kerfinu.  Má því segja að þeir hafi verið mjög rausnarlegir við mig að greiða mér fyrir mína vinnu 10% hlut í þessu félagi. Gert var út bæði frá Sandgerði og Grindavík.

Þegar kom í fréttum að Stapar ehf. ætluðu að hætta starfsemi sinni í frystihúsinu á Bíldudal og það kom einnig fram í fréttum frá bæjarstjórn Vesturbyggðar, að sá sem vildi hefja þarna rekstur fengi allan byggðakvóta sem kæmi í hlut Vesturbyggðar. Þá var haldin fundur í þessu nýja félagi og mér falið að kanna hvort mögulegt væri að fá þennan byggðakvóta og hefja rekstur í frystihúsinu.  Ég hafði samband við Úlfar Thoroddsen forseta bæjarstjórnar og sagði honum frá þessu og við myndum koma með skip og kvóta til Bíldudals.  Í raun og veru skipti byggðakvótinn, sem slíkur ekki öllu máli, nema að hann var í raun aðgöngumiði að frystihúsinu, sem er í eigu Stapa ehf.og var ætlunin að kaupa það af því félagi.  Þarna hefðu skapast allt að 100 störf til sjós og lands.  Úlfar sagði mér að þetta yrði skoðað vel og síðan haft samband aftur, en í honum heyrði ég aldrei meir.  En sá seinna að fyrirtækinu Perlufiski á Patreksfirði, hefði verið úthlutað byggðakvótanum og væri að hefja vinnslu í frystihúsinu.  Þar með datt þetta niður og við gerðum bátana áfram út frá Sandgerði og Grindavík og er allur fiskur seldur á fiskmörkuðum.  Þar sem félagar mínir í útgerðinni höfðu mjög sterkar taugar til Arnarfjarðar, nóg var til af peningum og viðskiptabankar okkar mjög jákvæðir en þeir eru tveir.  Það er Sparisjóðurinn í Keflavík, sem nú rekur útbú á Bíldudal og Sparisjóðurinn Byr í Kópavogi, þá vildu mínir félagar kanna betur með uppbyggingu á Bíldudal og var því ákveðið að stofna félagið Dynjandaútgerðin ehf. með lögheimili á Bíldudal.  Það er reyndar ekki búið að skrá þetta félag ennþá, því beðið er eftir endurskipulagningu, sem nú stendur yfir hjá báðum þessum Sparisjóðum og miklar líkur á að þeir verði sameinaðir, eða renni inn í stærri banka.  Það er nánast útilokað að fara af stað með nýtt fyrirtæki í dag nema að bankaviðskipti séu tryggð.  Nær flestir af þessum mönnum eru búnir að kaupa sér lóðir undir sumarhús í Selárdal.

Þrátt fyrir að Dynjandaútgerðin ehf. sé ekki tekin formlega til starfa hafa verið gerðir tveir kaupsamningar í mínu nafni um kaup á tveimur skipum, en þau eru Aðalvík SH skipask.nr. 168 (Þetta skip hét á sínum tíma Pétur Thorsteinsson BA-12) og nú eru um 50 ár frá því það kom nýtt til Bíldudals.)  Þetta skip á að gera út á togveiðar yfir veturinn og úthafsrækju á sumrin.  Hitt skipið er yfirbyggður 35 tonna stálbátur og heitir Birta SH-8 skipasár.nr. 1927, það skip á að vera á netum allt árið til að byrja með en setja síðan í það beitningarvél og vera á línu allt árið.

Ætlunin er að selja Perlufiski þann fisk sem þeir vilja og geta keypt.  Að öðru leyti mun allur fiskurinn fara í gáma á erlendan markað. Þá er ætlunin að byggja skemmu úr stálgrind eða límtré fyrir skrifstofuaðstöðu og veiðarfærageymslu.Einnig verður þar ísframleiðsla og lyftarageymsla.  Sjálfur ætla ég að byggja finnskt bjálkahús næsta sumar ef ég fæ þá lóð sem ég helst óska mér.

Vonandi verður þetta brölt í mér og mínu félögum til að fjölga hér íbúum næstu ár og skemmi ekki fyrir neinum.

 


Spakmæli dagsins

Gerðu aldrei neitt af viti í nokkur ár

og þá verður þú orðinn

framsóknarmaður án þess að

taka eftir því sjálfur.


Fjárhagsvandi

Hryðjuverkasamtökin Al-Qaida eiga nú í verulegum fjárhagsörðugleikum og eiga erfitt með að halda uppi liðsafla og æfingabúðum. Samtökin hafa þó enn fjölda stuðningsmanna sem eru tilbúnir til að leggja málstaðnum stað svo staðan gæti auðveldlega snúist við.

Vita þeir ekki um íslenska Framsóknarflokkinn.  Þeir bjarga þessu eins og skot ef formleg beiðni kemur frá Al-Qadia.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska lánið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, er þess fullviss að verði lögð fram formleg beiðni af hálfu Íslendinga um lán frá Norðmönnum þá verði beiðnin samþykkt.

Mikil eru þeirra völd hjá Framsókn þeir vita betur um hvað Norðmenn vilja gera en sjálfur forsætisráðherra Noregs, sem fullyrðir að ekkert lán standi Íslandi til boða fyrr en lausn er komin á Icesave og lán verði aðeins veitt í samráði við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn.  Bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði var um að sennilega þyrftum við ekki lán frá Noregi.  Enda hvaða vit er að taka lán á lán ofan bara til að leggja inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands og fá þar lægri innláns vexti en greiða þarf af þessum lánum.  Ef þeir í Framsókn vilja að ríkissjóður verði rekinn á eintómum lánum, þá komumst við ALDREI í gegnum þessa kreppu.  Það eru viss takmörk hvað óhætt er hægt að skuldsetja íslenska ríkið mikið.   En svo mikið eru þeir Framsóknarmenn búnir að hamra á þessu andskotans kjaftæði að stór hluti þjóðarinnar er farin að trúa því að ef ríkisstjórn Íslands sendir lánsbeiðni til Noregs, þá komi nokkur þúsund milljarðar og kreppan hverfi eins og ský dregur fyrir sólu og allt verði eins og áður var fyrir kreppuna og allt hrunið og almenn velmegun verði komin á ný.  Þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur Þórhallsson eru skemmdarverkamenn, sem greinilega hafa lítið komið nálægt fjármálastjórn á ævinni.

Hættið að ljúga að þjóðinni.


mbl.is Fullviss að Norðmenn vilji lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband