Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Von

Von er titill á nýrri plötu sem Mannakorn hefur sent frá sér.  Þessi titill er vel við hæfi nú í allri kreppunni.
mbl.is Von í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir til stúdenta

Ég hef alltaf verið hlynntur því að þeir sem skara fram úr í námi fái viðurkenningu fyrir.  En margir hafa lagst gegn þessu og talið að með því væri verið að auglýsa mismun á nemendum.  Auðvitað verður alltaf mismunur á nemendum hvort sem það er í barnaskóla eða háskóla og allt þar á milli.  Sumir eiga einfaldlega auðveldara með nám en aðrir og þannig verður það alltaf.  Líka þegar fólk er komið út á vinnumarkaðinn.
mbl.is Afreksstúdentar styrktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrefnan

Þá er búið að veiða 15 hrefnur af þeim 200 sem heimilt er að veiða og er það gott, því aðeins einn bátur hefur byrjað hrefnuveiðar. 

Þá er Hvalur 9 lagður af stað til að veiða langreyðar og vonandi fer Hvalur 8 af stað fljótlega.  Þessar veiðar munu skapa mörg hundruð störf, sem veitir ekki af í öllu atvinnuleysinu en svo er eftir að sjá hvort íslendingar telji sig ekki of fína í þessi störf.  Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að illa gangi að fá íslendinga til að vinna í fiski.  Þar er nefnt dæmi frá stað þar sem vantaði 4 til starfa í fiskvinnslu en enginn fékkst ótt að á staðnum væru 80 manns á atvinnuleysisskrá.


mbl.is Búið að veiða 15 hrefnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misræmi

Þeir norrænu listamenn, sem hljóta hin alþjóðlegu Carnegie-myndlistarverðlaunin sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að skattlagningu verðlaunanna.  Á Íslandi verður verlaunahafinn að greiða fullan skatt af sínum verðlaunum.  En á hinum Norðurlöndunum eru þau skattfrjáls.

Þetta er til skammar og ætti að breyta sem fyrst.


mbl.is Misræmi í skattlagningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin skilningur

Robbie Marsland, yfirmaður IFAW (International Fund for Animal Welfare) segist finna fyrir auknum skilningi til að vernda hvali.

Enn á ný er verið að agnúast út í Ísland vegna hvalveiða okkar og fullyrt að hægt sé að ná meiri tekjum með hvalaskoðun en hvalveiðum og enginn markaður sé fyrir hvalkjöt.  Ísland er einfaldlega að nýta rétt sinn sem sjálfstæð þjóð til hvalveiða.  Hvalveiðar og hvalaskoðun getur ágætlega farið saman og einnig má benda á að á sínum tíma þegar hvalveiðar voru stundaðar af fullum krafti með fjórum hvalbátum var gífurlegur fjöldi ferðamanna sem lagði leið sína í Hvalstöðina í Hvalfirði til að sjá þessar stóru skepnur dregnar á land og skornar.  Hvað varðar markað fyrir hvalafurðir þá hefur fram að þessu tekist að selja allt það kjöt af þeim hvölum sem við höfum veitt.  Enda er það fyrirtækið Hvalur hf. sem tekur alla áhættu af því hvort kjötið selst eða ekki.

Hvalir éta gríðarlegt magn af æti sem annars myndi nýtast okkar fiskistofnum og talið er að bara hrefnan ein og sér éti meira af þorski árlega en við íslendingar veiðum á hverju ári.  Ef við veiddum hvorki hrefnu eða stórhvali værum við að raska svo miklu í lífríki hafsins að allir okkar fiskistofnar væru í stórhættu og myndu með tímanum deyja út.

Erum við tilbúinn að fórna nær öllum okkar fiskveiðum til þess eins að þóknast erlendum áhugamönnum um verndun hvala.


mbl.is Skynjar aukinn skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að veði

Þótt ýmsir lögmenn segi að með Icesave-samningnum séu allar eigur íslenska ríkisins lagðar að veði, hvar sem er í heiminum.  Er ekki þar með sagt að það sé rétt, því eins og ég skil þennan samning eru það eignir Landsbankans sem lagðar eru að veði hvar sem er í heiminum.  Stjórnarskráin hindrar það að hægt sé að ganga að eigum íslenska ríkisins vegna þessa samnings.
mbl.is Allar eignir ríkisins lagðar að veði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný kirkja og menningarhús

Þeir eru flotti á því í Mosfellsbæ að ætla að byggja nýja kirkju og menningarhús fyrir 1,5 til 2 milljarða.  Enginn blankheit þar á bæ.  Er ekki annars ágætis kirkja í Mosfellsbæ og nægt húsnæði fyrir menningarstarf.  Ég held að skynsamlegra hefði verið að nýta þessa miklu fjármuni í eitthvað annað.  Með þessu er hreinlega verið að kasta peningum í óþarfa, sem bæjarfélög geta ekki leyft sér núna í allri þeirri kreppu sem yfir okkur dynur og flest sveitarfélög skuldug upp fyrir haus og hafa samtök þeirra verið að óska eftir aðstoð frá ríkinu vegna fjárhags erfiðleika.  Ef Mosfellsbær á til svona mikið af peningum hefði verið skynsamlegra að nota þá til að lækka skuldir og álögur á íbúanna.

Þetta er bara snobb og ekkert annað.


mbl.is 1,5-2 milljarða framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Nú hefur komið í ljós að sá sem tók steypueiningarnar úr húsgrunni í Úlfarsárdal keypti þær af þrotabúi og var í fullum rétti til að taka þær.  En sá sem ætlaði að nota þessar einingar hefur ekki enn kært til lögreglu.  Enda spurning hver heimilaði honum að nota þessar einingar, sem voru í eigu annars aðila.
mbl.is Misskilningur í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætt við

Nú hefur kona nokkur í Bristol hætt við brúkaup sitt vegna þess að tilvonandi eiginmaður var klámstjarna.

Mikið er hún skrýtin afstaða þessarar konu, hvaða máli skipti þótt maðurinn hefði verið klámstjarna.  Hann hefð þó alla veganna verið vel æfður fyrir brúðkaupsnóttina.


mbl.is Unnustinn reyndist vera klámstjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Fegurð hrífur hugann meira,

ef hjúpað er,

svo andann gruni ennþá fleira,

en augað sér.

(Hannes Hafstein.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband