Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
26.10.2007 | 14:00
Nýr stuðningur
"Á íslenzkan sjávarútveg er lagður sérstakur skattur, svokallað auðlindagjald. Þessi "snilldar"-uppfinning var af fræðimönnum rökstudd sem gjald á umframhagnað í sjávarútvegi þ.e. hagnað umfram það, sem gerist í öðrum atvinnugreinum. En hvar er þessi umframhagnaður? Við sem störfum í greininni höfum að minnsta kosti ekki orðið vör við hann. Það sem við sjáum er sérstakur landsbyggðarskattur, sem dregur máttinn úr sjávarútvegsfyrirtækjum og landsbyggðinni í samkeppni við annan atvinnurekstur. Til hvers? Hvaða rök eru fyrir því að skattleggja þann litla hagnað, sem er í greininni, um tugi prósenta umfram skattlagningu hagnaðar í öðrum atvinnugreinum? Spyr sá, sem hvorki veit né skilur."
Er þetta ekki stórkostlegur málflutningur hjá þeim, sem telja sig sérstaka verndara landsbyggðarinnar?!
Hverjir voru það, sem keyptu kvótann frá Bolungarvík og Ísafirði? Voru það ekki félagsmenn í LÍÚ? Hverjir eru það, sem hafa rústað sjávarþorp um land allt með því að kaupa kvóta og flytja hann á brott? Hafa það ekki verið félagsmenn í LÍÚ?
Talsmaður hverra er Björgólfur Jóhannsson? Hann er talsmaður þeirra, sem hafa lagt þungar byrðar á lítil sjávarþorp um land allt með því að láta greipar sópa um þorpin, hirða kvótann og fara með hann á brott.
Svo koma þessir sömu menn og tala um það sem sérstakan skatt á landsbyggðina að fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar í hafinu, ætlist til þess að þeir sem vilja nýta hana borgi gjald fyrir aðganginn að henni.
Það hafa verið lagðar þungar byrðar á sjávarþorpin um Ísland allt. En þeir sem það hafa gert eru félagsmenn í LÍÚ, sem hafa ýmist selt kvótann í burtu eða keypt og flutt hann í burtu. Þessir menn eiga sízt af öllum að tala um landsbyggðarskatt, þegar rætt er um auðlindagjald.
Útgerðarmenn eru augljóslega að skera upp herör gegn auðlindagjaldinu. Sumir í þeirra röðum hafa hagnazt um milljarðatugi ef ekki hundruð milljarða á því að selja kvóta og flytja peningana til útlanda í mörgum tilvikum og jafnvel skattlausa á meðan þau vitlausu ákvæði voru í íslenzkum skattalögum.
Aðrir hafa safnað til sín kvóta og flutt hann úr byggðarlögum jafnvel þótt þeir hafi lofað því opinberlega að það mundu þeir aldrei gera.
Útgerðarmenn eiga ekki að tala jafn gáleysislega og Björgólfur Jóhannsson gerði á aðalfundi LÍÚ í gær. Slíkt tal hittir þá sjálfa fyrir. Það er sjálfsagt að rifja upp kvótaflutningana úr sjávarþorpunum hafi þeir áhuga á.
Svo mörg voru þau orð hjá ritstjóra Morgunblaðsins föstudaginn 26. október 2007 og hætt er við að sumum af félagsmönnum L.Í.Ú. svelgist á vínglösunum í hófi í kvöld, sem sjávarútvegsráðherra býður alltaf til við lok aðalfundar L.Í.Ú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 13:45
Frjálslyndi flokkurinn
Það er mikið fagnaðarefni að forusta flokksins skuli hafa ákveðið að setja af stað starfshóp undir forustu Valdimars Leós Friðrikssonar fv. alþingismanna, sem á að vinna að undirbúningi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða 2010. Það kann að vera að sumum finnist langt í næstu kosningar. En tíminn er fljótur að líða og rétt að vanda vel allan undirbúning. Við eigum að stilla saman strengi og koma okkar fulltrúum í sveitarstjórnir sem víðast um land og forðast að reikna með að það komi af sjálfu sér. Við verðum að berjast um allt land og vanda val á okkar fulltrúum, því sterk staða í sveitar- og bæjarstjórnum styrkir flokkinn í heild á landsvísu og verður sá grunnur sem allt starf flokksins verður síðan byggt á og mun síðan skila sér í alþingiskosningum og festa flokkinn varanlega í sessi. Ég er þess fullviss að ef ekki hefði komið til þetta upphlaup hjá Margréti Sverrisdóttur með sína Íslandshreyfingu, ættum við a.m.k. þremur þingmönnum fleiri á Alþingi en er í dag. Ég vil nota tækifærið til að hvetja alla flokksmenn til þáttöku í þessum nýja starfshóp og taka þannig þátt í að efla flokkinn og allt hans starf. Við megum aldrei láta það ske aftur eins og staðan er nú í borgarstjórn Reykjavíkur þ.e. að fulltrúi flokksins sé búinn að yfirgefa hann, en haldi samt sínu sæti sem kjósendur Frjálslynda flokksins höfðu stutt.
Allt tal um að ungt fólk skorti reynslu og eigi þar af leiðandi ekki að blanda sér of mikið í sveitarstjórnarmál er einfaldlega bull og kjaftæði. Það er einmitt mestur krafturinn hjá unga fólkinu. Ég get nefnt dæmi um mig sjálfan, en 1970 tókst Pétri Bjarnasyni sem þá bjó á Bíldudal að fella íhaldið, sem verið hafði við völd á staðnum í nær 20 ár. Í næstu kosningum 1974 tók ég efsta sæti á þessum lista og Pétur var nr. 2, við fengum 3 af 5 sveitarstjórnarmönnum og ég varð oddviti aðeins 24 ára gamall. Í næstu kosningum 1978 fengum við 4 af 5 fulltrúum og var ég í sveitarstjórn í 16 ár, en vék þá fyrir mér yngri manni.
Áfram XF
26.10.2007 | 11:31
Dómur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tvo fyrrverandi ritstjóra DV af kröfu framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um að ummæli í fyrirsögnum og frétt, sem birtust í blaðinu, yrðu dæmd dauð og ómerk.
Alfrei hef ég getað skilið þegar einhver aðili er að fara í málferli til að fá einhver ummæli dæmd dauð og ómerk. Þegar dómur loksins kemur er flest allir búnir að gleyma viðkomandi máli og dómur sem dæmir einhver ummæli dauð og ómerk og það eina sem dómurinn geri er að fólk fer að rifja málið upp aftur. Dómur sem dæmir einhver ummæli dauð og ómerk virkar alveg öfugt, þ.e. að ummælin lifna við aftur og verða virk á ný. Þetta er rugl og vitleysa á hæsta stigi.
Fyrrum ritstjórar DV sýknaðir í meiðyrðamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 10:37
Aðalfundur LÍÚ
26.10.2007 | 10:21
Síldveiðar
Á fundi strandríkja um stjórnun síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem lauk í Lundúnum í gær, náðist samkomulag um að heildaraflamark verði 1.266.000 tonn árið 2008. Samkvæmt samkomulaginu verður íslenskum skipum heimilað að veiða 183.697 tonn.
Það var í stíl við annað, á meðan þorskstofninn við Ísland er að hruni kominn af hungri, ætlum við að halda áfram að veiða frá honum allt æti svo hægt verði að þjarma meira að hinum minni útgerðum sem byggja afkomu sína á að veiða þorsk. Svo öruggt verði að þær fari allar á hausinn.
Íslenskum heimilt að veiða tæp 184 þúsund tonn af síld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 09:54
Borgarráð Reykjavíkur
Borgarráð hélt 5.000 fund sinn í gær og í tilefni tímamótanna fór hann fram í Höfða. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að hefðbundnar umræður hafi farið fram á fundinum sjálfum og í móttökunni á eftir hafi ýmsar skemmtilegar tengingar komið í ljós. Í því sambandi nefnir hann að Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi setið fyrsta fund bæjarráðs 6. ágúst 1932 og barnabarn hans, Guðmundur Steingrímsson, hafi verið á fundinum í gær sem aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.
Ganga virkilega þessar stöður í erfðir og hvað finnst Birni Inga svona skemmtilegt við það? Það er kannski það eina sem hefur verið skemmtilegt á þessum 5.000 fundum borgarráðs og allir hinir 4.999 fundirnir verið hundleiðinlegir.
Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundi borgarráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2007 | 21:01
Norðmenn
Ný skoðanakönnun í Noregi leiðir í ljós að rétt rúmlega helmingur landsmanna, eða 51,6%, segist trúa á Guð. Ríflega 40 af hundraði segjast trúa því að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir syndir mannanna, samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir norska dagblaðið Klassekampen.
Er virkilega svona komið fyrir frændum okkar norðmönnum að nær helmingur þjóðarinnar eru heiðingjar. Þá er ekkert skrýtið að hinn norskættaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra skuli ætla að fara á fund páfans í Róm, með biblíuna í hendinni.
Annar hver Norðmaður trúir á Guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 17:39
Kindur
Ljóst er að tugir fjár drápust þegar fjárflutningabíll valt á heimreiðinni að Arnarstöðum í Helgafellssveit um kl. 14 í dag. Í bílnum voru um 200 kindur en bíllinn var að safna sláturfé í Helgafellsveit á vegum Sláturfélags Suðurlands og hafði náð í fé af fimm bæjum þegar slysið varð.
Átti ekki að fara að slátra þessum rollum hvort sem var og þótt þetta sé auðvitað slæm meðferð á dýrum væru þessar rollur örugglega dauðar núna. Þetta vekur aftur á móti upp þá spurningu hvort hægt sé að réttlæta allan þann mikla flutning á sauðfé landshorna á milli bara í nafni hagræðingar. En eins og margir vita eru aðeins eftir örfá sláturhús í landinu í dag slík er hagræðingin. Það er vitað að kjöt af lömbum sem þurfa að þola langan akstur í flutningabílum er ekki eins gott og þegar féð er flutt styttri vegalengdir. Ég held að það sé kominn tími til að endurskoða alla þessa fækkun á sláturhúsum sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ef við ætlum að framleiða úrvals-lambakjöt, verður það ekki gert með núverandi kerfi hvað varðar slátrun.
Tugir fjár drápust þegar flutningabíll valt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 17:21
Nakið fólk
Ein stærsta hótelkeðjan á Bretlandseyjum, sem sérhæfir sig í ódýrri gistingu, hefur þurft að þjálfa starfsmenn sína sérstaklega til þess að taka á óvanalegu vandamáli, en mikil aukning hefur orðið á því að gestir hótelkeðjunnar gangi naktir um ganga hótelanna í svefni.
Ja mörg eru þau vandamálin sem glíma verður við í hótelrekstri. Alsnakið steinsofandi fólk gangandi um allar nætur. Það er eins gott að þetta fólk fari ekki út af hótelunum.
Naktir svefngenglar til vandræða á hótelum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 17:09
Ný verslun
Ný Bónusverslun verður opnuð í Garðabæ á laugardag klukkan 10. Er verslunin er í sama húsi og Max á sama svæði og verslun IKEA. Er þetta fyrsta Bónusverslunin í Garðabæ en verslanir Bónus eru nú 25 talsins. Tveimur litlum verslunum var lokað í sumar.
Eru virkilega enginn takmörk fyrir hvað hægt er að opna margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Stöðugt koma fréttir um nýjar verslanir og allar eru þær fullar af fólki alla daga sem verslar og verslar. Hvar í ósköpunum verslaði allt þetta fólk áður?
Ný Bónusverslun opnuð í Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Nýjustu færslurnar
- Rétt skilaboð frá biskupi
- Orkuvandi í Evrópu
- Ísland á válista ...
- Kalt framundan?
- Óljós eftir Geir Sigurðsson - saga af lúða
- Segir Trudeau af sér?
- Jón Sigurðsson soldáti við íslenska herinn
- Gestirnir í geimnum eru tilbúnir með sinn CONTACT ef að við jarðarbúarnir erum tilbúin:
- 2024 kemur aldrei aftur.
- Annar í jólum - 2024