Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 06:01
Öryrki
Þegar ég fékk áfallahjálp eftir slysið sem ég lenti í út á sjó í september 2003 var mér ráðlagt af mínum geðlæknir að skrifa um slysið, því ég var svo lengi á eftir að vakna upp á nóttinni eftir að hafa fengið martraðir, þar sem ég var að upplifa þetta aftur og aftur og það sem ég skrifaði hér á eftir en það var eftir dvöl mína á Reykjalundi þar sem ég var í nokkra mánuði í endurhæfingu:
Að dansa við dauðann:
Klukkan er sex að morgni, ég er að labba niður bryggjuna því við feðgar erum að fara á sjó. Þetta er fallegur september morgun og útlit fyrir að það verði sól í dag en hún hefur ekki náð enn upp fyrir hin háu fjöll sem umlykja Bíldudal. Ég sest á bryggjupolla meðan ég bíð eftir stráknum. Þá tek ég eftir að þrír hrafnar eru að flögra kringum kirkjuturninn. Þegar sonur minn mætir segi ég við hann Sjáðu hrafnanna, nú er öruggt að einhver deyr hér á staðnum í dag Hvað bull er þetta í þér segir sonurinn, það eru hrafnar hér í öllum fjöllum og ef þeir boðuðu feigð værum við öll löngu dauð. Jæja sagði ég við sjáum til hvað skeður. En hrafnar eru yfirleitt uppí fjöllum en lítið niðri í byggð. Síðan förum við á sjó og dagurinn var tíðindalítill. Þegar við komum í land og erum búnir að binda bátinn um kl. 21 um kvöldið segir sonur minn hlæjandi Jæja pabbi ferð þú þá í jarðaför á morgun eða getum við farið á sjó Ég segi lítið en á leiðinni heim kom ég við í sjoppunni og þar fæ ég þær fréttir að kunningi minn 36 ára hafi orðið bráðkvaddur nóttina áður í veiðihúsi sem hann var staddur í. Syni mínum brá mikið en sagði fátt. Næstu daga héldum við áfram róðrum feðgarnir og allt gekk vel. Veðrið var yfirleitt gott oftast þetta fallega haustveður, næturfrost en síðan kom sólin og hiti þokkalegur. Svo kemur 22. september og sonur minn hringir um 04,00 og segist ætla að fara frekar snemma á sjóinn. Hann er svo mættur hjá mér um 04,30 og við göngum saman niður á bryggju og veðrið er mjög gott. Þegar allt er tilbúið til brottfarar og ég er að ganga frá landfestum eru þrír hrafnar flögrandi við afturmastur bátsins og ýmis að setjast á grindverkið á brúnni eða fljúga upp. Ég segi ekki neitt en hugsa með mér nú kemur eitthver andskotinn fyrir hjá okkur í dag. Sonur minn kallar í mig og segir hvað helvítis læti eru þetta í hröfnunum, ég man nú bara aldrei eftir að þeir létu svona um borð í bát. Ég svara honum í hæðnistón að hann skuli ekki vera með áhyggjur af blessuðum fuglunum þeir séu hér í fjöllunum allt í kring. Svo ert þú nú skipstjórinn og ættir að hafa vald til að reka þá í burtu. Og allt í einu sé ég að hann kemur stökkvandi út úr brúnni með barefli, lemur og lemur í grindverkið öskrandi og veinandi. Hrafnarnir flugu auðvitað upp en hringsóluðu yfir bátnum meðan við sigldum út úr höfninni. Helvíti að hafa ekki byssu segir strákurinn og skjóta þessi kvikindi. Þetta er ekki eðlilegur andskoti hvernig þessir fuglar láta. Ég hef nú ekki í þau 15 ár sem ég hef verið á sjó séð hrafninn láta svona og snýr sér svo að mér og segir ef þessi helvítis kvikindi boða feigð og láta svona verðum við báðir steindauðir í kvöld.Við sigldum síðan út fjörðinn í blíðu veðri og vorum byrjaðir veiðar um klst. síðar. Það voru þrír bátar að veiðum á firðinum og afli sára tregur hjá öllum. Þegar komið var fram yfir hádegi var orðið ljóst að eina vonin væri að fiskurinn slæi sér niður við botn um birtuskilin en það var milli kl. 19-21 sem byrjaði að rökkva. Einn báturinn hafði látið reka megnið af deginum en við lentum í því fljótlega eftir hádegi að nótin fór óklár og þar sem við vorum bara tveir vorum við lengi að ná þessu inn og greiða úr flækjunni. Það var því orðið nokkuð liðið á daginn þegar allt var orðið klárt hjá okkur. Um kl. 19 lét báturinn sem hafði látið reka vita að hann hefði kastað einu sinni og fengið tvö tonn af góðum þorski. Þá var sett á fulla ferð og brunað yfir fjörðinn þar sem báturinn var. Sonur minn var orðinn óþolinmóður og þegar við komum á svæðið það var tekið að rökkva og því allt útlit fyrir að við næðum bara einu kasti. Strákurinn segir við mig að nú megi ekkert klikka, ég verði að vera snöggur að koma nótinni út og hún verði að fara klár. Talsverð ferð var á bátnum þegar nótin byrjar að renna út, ég þurfti að hlaupa yfir á bakborðssíðu til að láta pokann og belginn fara út en þegar nótin er að renn út sé ég að það er að fara óklárt og fer að greiða úr því er því alltof seinn að hlaupa yfir og þegar ég er að velta belgnum út kalla ég á strákinn að það sé alltof mikil ferð á bátnum, því þetta var nánast rifið út úr höndunum á mér, en út fór þetta, ég er nýbúinn að velta pokanum út og er að hugsa með mér að þetta hafi nú allt reddast. Síðan byrja grandararnir sem voru úr vír að renna út og ég hugsaði með mér hvað gott væri að þetta væri síðasta kastið á þessum degi en miklar lóðningar höfðu verið þegar við komum þarna og vonandi bjargi þetta deginum. En alltí einu er kippt í hægri fótinn og ég flýg uppí loft, lemst illa utan í bátinn og dingla á öðrum fæti yfir sjónum og slæst annars slagið utan í bátinn. Ég öskra eins hátt og ég get því ég veit að ef strákurinn heyrir ekki í mér myndi hann slaka nótinni og ég færi með niður á botn, en þarna var um 100 metra dýpi. Ég hafði náð með vinstri hendi að grípa í handrið sem var á borðstokknum og átökin voru gífurleg bæði á fótinn og hendina. Jæja hugsaði ég með mér á þetta virkilega að enda svona hjá mér drepast hér inná firði í blíðuveðri. Í gegnum hugann flaug að við höfðum verið að róa öðrum stærri bát á netavertíð í Ólafsvík um veturinn áður, þar um borð voru nokkrir ungir strákar og voru nýbyrjaðir á sjó og ég sem vélstjóri stjórnaði netadrættinum og þeim fannst ég stundum full kaldur í brælum og spurðu oft hvort ég væri ekki hræddur að lenda í spilinu eða fara fyrir borð þegar ég var að leggjast á borðstokkinn með lappirnar uppí loft til að haka upp fiska sem dottið höfðu úr netunum. Og í eitt skipti bilaði neyðarstoppið á spilinu og fannst þeim þá full mikið þegar ég sagði ætla að gera við þetta um kvöldið við yrðum að klára að draga fyrst. En ég sagði alltaf við þá að það væri miklu merkilegra að drepast í einhverju hroðalegu slysi, en að deyja eins og aumingi sofandi uppí rúmi. Og nú hugsaði ég er þetta virkilega að koma fyrir mig. Mér var andskotans nær að vera ekki með þetta kjaftæði í vetur. En víkjum nú sögunni aftur vestur í Arnarfjörð. Sem betur fer heyrði sonur minn í mér og kom hlaupandi til að athuga hvað væri að ske en kallaði til mín að þrauka meðan hann minkaði ferðina á bátnum en sagðist ekki þora að bakka þá gæti allt farið í skrúfuna og ég dregist þar niður. Það er ótrúlegt hvað margt flýgur gegnum hugann við svona aðstæður. Það tók nokkurn tíma að mér fannst heil eilífð að báturinn stoppaði og ég óttaðist mest að vírinn bryti beinin í fætinum og sliti hann af eins var átakið á hendinni sem ég hélt í grindverkið orðið mikið en ekki sleppti ég. Þegar fór að draga úr ferð bátsins gat ég sparkað af mér stígvélinu en þá greip vírinn í sjógallann og axlaböndin voru við það að hengja mig. En þá stöðvaðist bátirinn og sonur minn kom til að ná mér innfyrir og losa mig og studdi mig síðan ínní brúnna og lét mig leggjast þar og tók mig úr sjógallanum. Og gekk úr skugga um að ég væri hvergi brotinn og spurði hvort væri í lagi að hann reyndi einn að ná nótinni inn aftur eða hvort ég væri það kvalinn að hann ætti að skera nótina frá og fara í land. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki reynt að ná stígvélinu sem ég hafði séð fljóta fyrir utan bátinn. Þú hefur greinilega fengið höfuðhögg og ert orðin ruglaður sagði hann við mig ef þú heldur að ég fari að eyða tíma í að eltast við eitt helvítis stígvél og orðið stórslys hér um borð. En villtu ekki að ég komi og hjálpi þér að ná nótinni sagði ég þar sem ég vissi að það var ekki létt verk fyrir einn mann. Slappaðu af maður sagði hann, gerir þú þér ekki grein fyrir að þú varst næstum dauður og liggðu hérna kyrr meðan ég geng frá þessu. Það vildi til að strákurinn er óvanalega sterkur og hraustur og ég heyrði annars slagið í honum öskur þegar hann var að ná öllu draslinu inn fyrir og voru það greinilega mikil átök. Eftir hálftíma kom hann lafmóður og setti á fulla ferð, tók símann og hringdi á læknir og tilkynnti að hann þyrfti að koma með slasaðan mann á spítalann um leið og við kæmum í land. Ég sagði við strákinn að ég vildi komast frammí og leggjast í kojuna mína og hjálpaði hann mér þangað. Ég gat hoppað á vinstri fæti en ekki stigið í þann hægri fyrir kvölum, þegar við komum framí vildi ég setjast við borðið og sagðist ætla að leggjast á bekkinn sem var meðfram borðinu, hann settist á móti mér og ræddi við mig um hvernig mér liði. Spurði og spurði hvort ég myndi eftir hinu og þessu. Svo sagði hann við verðum komnir í land eftir tæpan klukkutíma og þá fer ég með þig beint á spítalann.Síðan sagði hann ég veit ekki hvað þú hefur fengið mikil högg á höfuðið en mér er illa við að þú sofnir áður en við komum í land og kallaðu í mig í kallkerfinu ef þig fer að syfja. Ég játti því og um leið tók ég sígarettupakka sem ég átti á borðinu og kveikt í sígarettu. Strákurinn stóð upp og sagði Þetta er alveg ótrúlegt að vera nýsloppinn frá því að drepast þá er tekið það eina sem þú hefur vald á og drepur þig örugglega fyrr en síðar eru þessar reykingar þínar. Togar dauðinn svona sterkt í þig. Svo er hægt að tala um að hrafnin beri ábyrgð á öllum óförum. Ekki var það hrafn sem tróð uppí þig sígarettunni og ekki getur þú kennt honum um ef þú drepst af þessum reykingum. Þú ert nú búinn að reykja í 35 ár og ég held að sé komið nóg. Gerðu ekki grín að minni hjátrú með hrafninn sagði ég. Ég geri það ekki sagði sonurinn en hitt veit ég og það er bara heilbrigð skynsemi sem segir mér það að reykingar drepa og ekki þarf neina andskotans fugla til og ef þú ferð ekki að hætta þessu og þín kenning er rétt með hrafninn verður þessi fugl alltaf á eftir þér. Við vorum komnir í land eftir um klukkutíma og þá biðu á bryggjunni dóttir mín og fyrrverandi eiginkona og tengdadóttir mín. Ég náði að skríða upp á bryggjuna og síðan ók sonur minn mér á Sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þar tók á móti mér yfirlæknirinn Jón B.G. Jónsson, hann myndaði hægri fótinn og sá að ég var hvergi brotinn sagði mér síðan að fara heim og koma til sín aftur eftir nokkra daga til að skoða fótinn aftur. Ekki veitti hann okkur nein áfallahjálp eða ræddi nokkuð við okkur um slysið. Þegar ég bað um eitthvað verkjastillandi náði hann í tvær magnyl-töflur og eina íbúfen og sagði við son minn þið hljótið að eiga eða geta fengið lánaðar verkjatöflur. Hann spurði mig hvort ég hefði fengið höfuðhögg en ég var bæði vankaður og allur lurkum laminn og gat ekki munað eftir ákveðnu höggi en sagði að ég hefði víða fengið högg. Ég spurði hvort ekki væri öruggara að fá að vera á spítalanum um nóttina en hann sagðist ekki sjá ástæðu þess. Ég gæti bara hringt ef eitthvað kæmi uppá. Ég fór síðan heim og þegar ég lagðist uppí rúm komu atburðir dagsins uppí hugann og ég tók allur að skjálfa og spurði sjálfan mig stöðugt ef þetta, ef hitt og ef, ef, Mér gekk mjög illa að sofna en sofnaði þó að lokum milli 3-4. Vaknaði síðan um morguninn við að ég datt fram úr rúminu og var þá klukkan aðeins um 07 þegar ég ætlaði að standa upp var ég algerlega lamaður á vinstri hlið. Á einhver óskiljanlegan hátt komst ég upp í rúmið aftur. Um kl. 08 hringdi ég í son minn og kom hann og hjálpaði mér í föt og og lagðaði fyrir mig kaffi sagði mér síðan að hringja í læknir. Ég hringdi strax á Sjúkrahúsið og bað um samband við Jón B.G.Jónsson en fékk þau svör að ég ætti að hringja í símatíma hjá Jóni milli kl.13,00-13,30. Ég sagði símadömunni að skila til Jóns að þetta væri vegna slys sem ég hefði lent í deginum áður og væri orðin lamaður. Hún kom eftir smá stund í símann með þau svör frá Jóni að hann hefði engan tíma til að tala við mig um þetta en ítrekaði að ég ætti að mæta viðtal hjá sér eftir nokkra daga. Mér leist ekki orðið á þetta ef ekki væri hægt að fá læknishjálp og ég yrði að bíða svona í nokkra daga. Þessi spítali er orðinn hálfgert elliheimili. Þar eru engar aðgerðir gerðar svo ekki var læknirinn upptekinn við slíkt. Ég fór að kanna að komast á Ísafjörð en þá kom í ljós að ég varð að vera með tilvísun frá læknir á minni Heilsugæslustöð en sá læknir var einmitt Jón B.G. Ég var orðinn hræddur eitthvað var að ske í höfðinu á mér og ég fór að fá alls konar flugur í höfuðið og fannst eins og dauðinn nálgaðist. Í gegnum hugann rann æviskeið mitt og aftur fór að koma spurningarnar ef þetta, ef hitt, og ef, ef, ef, Ég hefði getað gert svo margt betur í lífinu. Í hugann kom að læknirinn vildi ekki tala við mig vegna þess að ekkert væri hægt að gera. Tengdadóttir mín er mjög ákveðin kona (gift syni mínum sem ég var á sjó með) hún er óhrædd við að láta sínar skoðanir í ljós og lætur ekki snerta sig þótt hún móðgi einhvern. Hún hringdi í mig í hádeginu þennan dag og sagðist hafa hringt á Spítalann og ekki gefið eftir að fá að ræða við Jón B.G. og sagði hann þá að sennilega væri best að leggja mig inn. Sonur minn ók mér á Spítalann og vorum við komnir þangað um kl.14,00 var vel tekið á móti mér af hjúkrunarfólkinu og mér sagt að Jón B.G. kæmi fljótlega til að skoða mig. Mér leið strax betur og fannst ég vera orðinn öruggari. Um kl.15,00 kom Jón og skoðaði mig og sagði síðan hálfhlægjandi ég hef bara ekki hugmynd um hvað getur verið að þér en þú ert greinilega lamaðu vinstra megin, bíddu aðeins ég kem fljótlega aftur. Mér fannst þetta nú ekki merkileg skoðun og þurfti ekki læknir til að segja mér að ég væri lamaður á vinstri hlið það fann ég best sjálfur. Um kl. 16,30 kom Jón og sagði ég held að ég verði að senda þig til Reykjavíkur, þú ferð með flugi kl.15,30. Þú ferð á Landsspítalan við Hringbraut ég er búinn að hringja og það verður sjúkrabíll á flugvellinum. Ég spurð hvort ég þyrfti ekki að hafa neina pappíra með mér en Jón B.G. sagði að þess þyrfti ekki hann væri búinn að ganga frá öllu og kvaddi mig svo. Ekið var með mig á flugvöllinn á Bíldudal og komið þangað um kl. 18,00 þar beið þyrlan TF-Líf og var mér komið fyrir í vélinni og var í sjúkrabörum sem ólaðar voru niður. Áður en dyrunum var lokað heyrði ég að annar flugmaðurinn var að rífast við ökumann sjúkrabílsins og heimta pappíra, hinn svaraði því til að læknirinn hefði sagt að þess þyrfti ekki. Ég heyrði að flugmaðurinn var orðin reiður og sagði að það væri lámark að þeir hefðu í höndunum flutningsskýrslu, ökumaðurinn svarðaði alltaf því sama og vitnaði í læknirinn. Reglur eru reglur sagði flugmaðurinn og því breytir enginn læknir. Lenti þessi maður í slysi eða varð hann alvarlega veikur. Ég veit ekkert um þetta svaraði ökumaður, ég var aðeins beðinn um að aka sjúklingnum hingað. Haldið þið að hægt sé að panta sjúkraflug og henda sjúklingi inn í flugvél og allt sé í lagi sagði flugmaðurinn. Hvað eigum við að gera ef eitthvað kemur uppá á leiðinni og við þurfum að lenda og kalla á læknir og vitum ekki neitt, ekki einu sinni á hvaða spítala þessi maður á að fara eigum við bara að setja hann út á flugvellinum í Rvk. Hann á að fara á Lsph. við Hringbraut svaraði ökumaðurinn og kvaddi. Vélinni var síðan lokað og farið í loftið. Þegar við höfðum verið á flugi smá stund kom annar flugmaðurinn til mín og spurði hvernig mér liði og hvort ég gæti gefið honum upplýsingar sem hann yrði nauðsynlega að hafa undir höndum vegna þess að læknirinn hefði ekki látið fylgja með neitt með mér ég reyndi að svara eftir bestu getu. Og þegar hann vissi að ég hefði lent í slysi útá sjó spurði hann enn ýtarlegra og sagði mér að ákveðnar reglur giltu um upplýsingar varðandi slys á sjó. Þau væru rannsökuð sérstaklega af Rannsóknarnefnd sjóslysa og þetta ætti læknirinn að vita.Við lentum í Reykjavík eftir um klst. flug og þar beið sjúkrabílinn og var ég settur í hann og ekið að Lsph. við Hringbraut eftir að hafa verið ekið þar um marga ganga og komum að lokum að móttöku sjúklinga. Þar kom í ljós að ekkert hafði verið hringt frá Patreksfirði og starfsfólkið þar sagði að miðað við mínar upplýsingar ætti ég að fara á Lsph. í Fossvogi og fórum við þangað en á leiðinni sagði annar sjúkraflutningsmaðurinn við mig Ef þeir taka ekki við þér þar verðum við bara að fara með þig útá flugvöll og láta flytja þig til baka. Við fórum á bráðamóttökuna en þar kannaðist enginn við að hringt hefði verið frá Patreksfirði og ég ætti örugglega ekki að vera þarna. Sjúkraflutingsmennirnir voru orðnir óþolinmóðir og stóðu í þrasi við starfsfólk þarna, þegar alltí einu kom læknir og sagði að greinilega væri maðurinn alvarlega slasaður og yrði að drífa mig í rannsókn, hvað sem öllum pappírum og upplýsingum frá Patreksfirði liði. Ekki væri hægt að láta slasaðan mann líða fyrir trassaskap og kæruleysis læknis á Patreksfirði það ætti frekar að kæra þennan læknir fyrir hans þátt í þessu máli.Var ég síðan drifinn í myndatökur og ótal rannsóknir. Ég veit ekki hvað ég var færður oft á milli rúma en það hefur verið a.m.k. 100 sinnum. Þegar þessu var öllu lokið og ég komin aftur á bráðamóttökuna var mér sagt að bíða en þá voru komnar þangað dóttir mín sem er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi mágkona mín. Eftir langa bið kom læknir og sagði að ég yrðu lagður inn á deild sem ég man ekki númerið á en þangað var farið með mig og ég háttaður niður í rúm. Ég hef sjaldan verið fegnari en þegar ég var komin í rúmið enda orðin þreyttur eftir þetta ferðalag og allar þessar rannsóknir. Áður en ég sofnaði flugu í gegnum hugann ótal hugsanir hvort ég væri alvarlega veikur og farið að styttast í lokin hjá mér. Var mér að hefnast fyrir kjaftæðið á sjónum. En mikið leið mér vel að vera komin þarna og vita að manni yrði sinnt 100%. Daginn eftir fór ég í ýmsar rannsóknir og fékk áfallahjálp hjá starfsmanni spítalans og fór mér þá strax að líða betur. Síðar kom til mín Grétar Guðmundsson læknir og ræddi við mig og útskýrði hvað hafði skeð. Mér létti mikið eftir viðtalið við Grétar og þótt ég þyrfti að nota hjólastól vissi ég þó alla veganna hver staða mín var. Og ég var öruggur um að ég væri í góðum höndum og vel yrði hugsað um mig. Þetta var svo mikill munur frá því fyrir vestan að hér voru fagmenn að verki sem vissu hvað þeir voru að gera og vildu sinna sínum sjúklingum vel.Eftir um tvær vikur á spítalanum var mér tilkynnt að fengist hefði pláss fyrir mig á Reykjalundi í endurhæfingu og var ég fluttur þangað. Á Reykjalundi var vel tekið á móti mér og starfsfólkið þar vildi allt fyrir mig gera og var ég oft skammaður fyrir að reyna að gera hluti sjálfur en gat varla. Þegar ég mætti í fyrst tímann hjá sjúkraþjálfaranum sagði hann ákveðinn að við myndum byrja á að þjálfa mig í að ganga svo ég losnaði við hjólastólinn. Ég varð strax bjartsýnni á framtíðina en taldi að það yrði nokkuð langt þar til ég færi að ganga. En með þrotlausum æfingum, þrjósku og gera allt sem fyrir mig var lagt og segja alltaf já þegar þjálfarinn spurði hvort ég væti til í að reyna hina ýmsu hluti gat ég staðið uppúr hjólastólnum eftir mánuð og gengið með hækju og síðan hækjulaust og upp og niður stiga án þess að styðja mig við neitt. Reyndar vissi ég að þjálfarinn var alltaf tilbúinn að grípa mig ef ég myndi missa jafnvægið en ég verð að viðurkenna að eitt atriði varð til þess að ég lagði svona hart að mér var Sígarettan en það var leyft að reykja í gám fyrir utan og það var talsvert erfitt fyrir mig að komast þangað í hjólastólnum og mikið á sig leggjandi að komast úr honum. Reyndar skráði ég mig á námsskeið á Reykjalundi þar sem boðið var uppá aðstoð við að hætta að reykja en sá sem var með námskeiðið vildi að ég færi á ákveðið lyf Zyban en til að mega það varð að fá leyfi hjá mínum læknir Ólöfu H. Bjarnadóttur og ræddi ég málið við hana en hún sagði að mér gengi svo vel í sjúkraþjálfunni og legði mig allann fram að sögn þjálfara míns og hún taldi að ef ég ætlaði að reyna að hætta að reykja væri hún hrædd um að ég yrði pirraður sem myndi bitna á sjúkraþjálfuninni og ég skyldi bíða með það því það væri nánast ótrúlegt hvað ég hefði verið fljótur að losna við hjólastólinn og væri kallaður af starfsliðinu Litla kraftaverkið og mikið varð ég feginn að geta sleppt þessu námsskeiði og sagði þegar ég fór að reykja að ég væri að reykja samkvæmt læknisráði. Eftir að ég fór að geta gengið fór þjálfarinn að leggja aðaláherslu á hendina en fyrir utan lömunina hafði ég tognað illa á öxlinni og var talsverða tíma í byrjun á Reykjalundi með hendina í fatla. Ég mætti reglulega í iðjuþjálfun til að þjálfa hendina og gerði m.a. dúkkuvöggu fyrir yngsta barnabarn mitt, ávaxtakörfu og nokkrar körfur undir kökur og smádót og var þetta allt gert úr tágum þ.e. vafið saman. Ég fór í tölvutíma til að þjálfa fingrasetningu uppá nýtt þ.e. fingrasetningu fyrir hægri hendi. Ég lagði mig allann fram í þau verkefni sem mér voru falinn til að reyna að þjálfa mig upp og ná bata.En verst af öllu er að ég hef oft hugsað um að kannski hefði verið best að öskra ekkert þegar þetta skeði og láta slaka og fara niður með nótinni og kveðja þetta líf en sem betur fer kemur uppí hugann að ég mátti ekki gera syni mínum það eða litlu dóttir minni og reyni að ýta öllum slíkum hugsunum í burt. Fór ég reglulega í viðtalstíma hjá Þuríði J. Jónsdóttur taugasálfræðingi og sátum við oft uppí klukkutíma að ræða málin og lagði hún fyrir mig nokkur próf til að athuga með minni og viðbrögð. Alltaf kom ég hressari út en ég var þegar ég fór inn. Einnig hefur Snorri Ingimarsson geðlæknir hjálpað mér mikið að komast yfir þetta. Þegar jólin fóru að nálgast var farið að tala um að útskrifa mig af Reykjalundi en ég hafði reiknað með að vera einhverja mánuði í viðbót. Eftir viðræður við læknirinn minn og mikið nöldur frá mér varð að samkomulagi að ég færi vestur yfir jólin og kæmi aftur í lok febrúar og gekk það eftir en ekki fékk ég að vera lengur en þrjár vikur þegar ég kom aftur og fór heim um miðjan mars. Þegar heim var komið þóttist ég nú fær í flestan sjó þótt ég þyrfti að nota göngustaf og bað son minn sem þá var að róa á 6 tonna trillu að leyfa mér að koma með í nokkra róðra og var það allt í lagi frá hans hendi.Við fórum svo saman í línuróður en þegar til átti að taka og báturinn fór að velta komst ég ekkert um bátinn og varð bara að sitja og horfa á meðan hann lagði og dróg línuna. Ég tók síðan landstímið og strákurinn sofnaði en einhvern vara hafði hann á sér því hann var alltaf að koma upp af og til og spyrja hvort ekki væri allt í lagi. Þegar við komum í land var ég svo þreyttur að ég gat ekki aðstoðað hann við löndun og komst varla upp úr bátnum. Varð mér þá loksins ljóst að sjómennsku minni væri endanlega lokið og fór ég þá að vinna við bókhald fyrir son minn en ég var ansi seinvirkur vegna þess að ég get aðeins notað hægri hendi. Snorri Ingimarsson kveikti hjá mér þá hugmynd að ég skyldi fara í nám í Háskólanum þar væri tekið við nemendum þótt þeir hefðu ekki stúdentspróf og kannaði fyrir mig við hvern ætti að tala hjá Háskólanum. Niðurstaðan var sú að nám mitt á Bifröst var metið sem tvö ár í menntaskóla og starfsreynsla metin sem eitt ár, vantaði mig því eitt ár í framhaldsskóla til að komast inn. En þá opnaðist allt í einu leið sem ég gat notað. Ég fékk bréf frá Vélskólanum um að þeir væru að fara af stað með fjarnám í samvinnu við Viðskiptaháskólann á Bifröst sem kallað væri Diplomanám á sviði rekstrar og stjórnunar og tæki tvo vetur. Nám þetta yrði metið að fullu sem eitt ár í viðskiptafræði og opið síðan að halda síðan áfram námi á Bifröst. Ég fór í þetta nám og var að skila síðustu verkefnum núna og er þá eftir eitt próf í vetur. Við vorum 48 sem hófum þetta nám en erum núna orðnir 18 það hefur fækkað jafnt og þétt. Ég er ákveðinn í að halda áfram næsta vetur og ljúka þessu og sjá svo til með áframhaldandi nám á Bifröst. Þetta nám fer þannig fram að við hittumst í Vélskólanum þegar ný grein byrjar og er þá kennari frá Bifröst sem fer með okkur í gegnum það sem framundan er, þetta eru yfirleitt 2 dagar. Síðan fáum við verkefni send í tölvuna okkar gegnum námsskjá og verðum að skila þeim innan ákveðins tíma. Prófin fara þannig fram að við fáum þau send á námsskjánum og hringjum síðan til að fá lykilorð til að opna prófið og höfum þá 24 tíma til að leysa það. Öll gögn eru leyfð í prófinu sem mér skilst að sé algengt á Bifröst, þeir eru ekki mikið fyrir utanbókarlærdóm frekar að maður kunni að leita að þeim gögnum sem nota þarf. Í vetur höfum við tekið fyrir Markaðsfræði Bókhald og gerð ársreikninga og hvaða lykiltölur er þar að finna Hagfræði Lögfræði Fjármálastjórn og Framleiðslu og rekstrarstjórnun.Flestir okkar sem byrjuðum þetta ná höfðu ekki verið í skóla í 30-40 ár og er ég með þeim eldri í hópnum og nú þegar við erum orðnir 18 kynnumst við betur og höfum meira samband okkar á milli og vinnum stundum verkefni saman. En því er ekki að neita að þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa smá forskot vegna þess að kennarar eru yfirleitt með aukatíma á fimmtudagskvöldum. Ég er nú svolítið þrjóskur að eðlisfari og það sem ég tek mér fyrir hendur vil ég ljúka. En haustið 2005 var mér orði ljóst að ég gæti ekki haldið áfram. Því hver önn kostaði 140.000,- + bókakaup sem voru ansi mikil. Ég sá fram á það að ég ætti eftir að eyða í þetta 520.000,- að lámarki og ákvað að hætta en fór í fjarnám í Stýrimannaskólanum og Vélskólanum og lauk þar nokkrum áföngum og var kvaddur af kennaranum í Stýrimannaskólanum með þeim orðum að öllum verkefnum sem ég hefði skilað sýndu að ég gæti farið í próf strax. Það skilur enginn af hverju ég er að þessu brölti vitandi að sjómennskuferli mínum er lokið. En ég á mér draum um að kaupa mér lítið skip og sigla um öll heimsins höf. En kannski er þetta árátta um að halda áfram að dansa við dauðan og hafa betur.
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2007 | 21:31
Lítið marktækar skoðanakannanir
27.4.2007 | 11:38
Suðurnesjamann á þing
Það hafa verið nokkuð háværar raddir hér á Suðurnesjum að Suðurnes þyrftu að fá mann inná þing. Og nú er það loksins orðin raunhæfur möguleiki því að af öllum listum sem bjóða fram í Suðurkjördæmi er aðeins einn Suðurnesjamaður sem leiðir lista en það er Grétar Mar Jónsson hinn mikli aflamaður og skipstjóri í Sandgerði sem skipar efsta sæti á lista Frjálslynda Flokksins í Suðurkjördæmi og á góða möguleika á að ná kjöri á Alþingi í kosningunum í maí. Ég er ekki búinn að búa í Sandgerði nema í eitt og hálft ár og þekki því ekki marga, en með störfum mínum á kosningaskrifstofu Frjálslynda Flokksins hef ég kynnst mörgum góðu fólki. Grétar Mar er hörkuduglegur og fylgir því fast eftir sem hann ætlar sér og mun örugglega verða alltaf í mjög góðu sambandi við sínar kjósendur ofl. Ég þekki það mjög vel frá því að ég bjó á Bíldudal hve mikilvægt það var að þekkja vel sína þingmenn og það gekk oft þvert á allar flokkslínur þegar þingmenn voru að vinna fyrir sitt kjördæmi. Grétar Mar hefur staðið sig vel í þeim sjónvarpsþáttum sem hann hefur tekið þátt í og yfirleitt alltaf verið sá aðili sem hefur þorað að ræða sjávarútvegsmál, en þar er hann á heimavelli og gjörþekkir sjávarútveginn út og inn. Enda er hann einn af aðalhöfundum þeirra stefnu í sjávarútvegsmálum sem Frjálslyndi Flokkurinn er að berjast fyrir. Við þá sem er annt um framgang Suðurnesja vil ég segja þetta: "Hvar í flokki sem þið hafið staðið, kjósið þið núna Grétar Mar í kosningunum 12. maí n.k. Þið eruð ekki að kjósa persónuna Grétar Mar heldur þann málstað sem hann er að berjast fyrir og mun koma öllum sjávarbyggðum í kjördæminu til góða. Verum eigingjörn sem Suðurnesjamenn og fáum heimamann inn á Alþingi því það er öruggt að hann mun vinna fyrir okkur öll hvar í flokki sem við erum."
Viljum við hafa hlutina á eftirfarandi hátt:
1. Misskipting tekna haldi áfram í óbreyttri mynd?
2. Eiga kjör aldraðra og öryrkja að vera óbreytt?
3. Samgöngumálin óbreytt?
4. Menntamálin óbreytt?
5. Láta erlent fólk flæða óheft inn í okkar litla samfélag okkar sem gæti þýtt að ef niðursveifla kæmi væri hætta á að okkar velferðarkerfi hryndi. Viljum við taka þá áhættu?
6. Ætlum við að láta stöðva alla stóriðju t.d. Helguvík?
7. Viljum við færa auðlyndina í hafinu örfáum aðilum til eignar?
8. Er sanngjarnt að menn fái úthlutað aflakvóta sem þeir ætla ekki að veiða?
9. Er fólk sammála því að sumir fá úthlutað svo miklum kvóta að þeir geta ekki veitt hann?
10. Er sanngjarnt að ákveðnir aðilar eigi allt vatn í landinu?
11. Er sanngjarnt að mikið af fólki greiðir einungis fjármagnstekjuskatt og þar af leiðandi ekkert til þess bæjarfélags sem það býr í og nýtir alla þjónustu sem er í boði?
12. Er réttlátt að LÍÚ-menn sitji í stjórn Hafró og erum við á réttri leið með stjórn fiskveiða?
Þótt fólk geti ekki sagt já við nema einni af þessum 12 spurningum er strax komin ástæða til að kjósa Grétar Mar og sýna þannig stuðning við málstað Frjálslynda Flokksins.
27.4.2007 | 07:11
Nýtt um Framsókn
Nú hefur lekið út frá Framsókn, hvað orsakaði það að Jóhannesi Geir Sigurjónssyni var sparkað sem stjórnarformanni Landsvirkjunar og mínar skýringar í gær voru ekki 100% réttar. Það sem í raun skeði var að Halldór Ásgrímsson var búinn að lofa nokkrum flokksgæðingum vinnu hjá Landsvirkjun sl. sumar og fékk Jón Sigurðsson þetta í arf frá Halldóri. En þegar til átti að taka neitaði Friðrik Sófusson að ráða þessa menn og naut fulls stuðnings frá sínum stjórnarformanni Jóhanesi Geir. Var Jóhannesi Geir þá skipað að koma þessu í gegn og eins og algengt er hjá Framsókn er orð dagsins þannig: "Þeir sem ekki hlýða fyrirmælum formanns flokksins skulu tafarlaust sviftir stöðu sinni." En þetta var að sjálfsögðu ekki hægt að gera nema á aðalfundi fyrirtækisins og var það gert í gær. Þetta er að sjálfsögðu algerlega siðlaust því Jóhannes Geir hefur staðið sig vel og Landsvirkjun aldrei betur rekinn eða haft betri stöðu en í dag og fáránlegt að í þeirri stöðu skuli hafa verið að skipta um stjórnarformann.
Ekki var hremmingum Framsóknar lokið þótt nýr maður væri orðinn stjórnarformaður í Landsvirkjun. Því í fréttum í gær kom fram að utanríkismálanefnd þurfti að koma saman á neyðarfund til að koma í gegn ríkisborgararétti fyrir ákveðna konu frá Suður Ameríku sem hafði áður fengið synjun þar sem hún uppfyllti ekki þau skilyrði sem þurfti. Eftir að konan hafði fengið ríkisborgararéttinn kom í ljós að hennar lögheimili var það sama og hjá Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra og mun þessi kona vera væntanleg tengdardóttir Jónínu. Jónína var sakleysið uppmálað þegar hún var spurð ú í þetta mál og fullyrti að hún hefði hvergi komið þar nálægt. Er hægt að trúa því? Nei auðvitað hefur Jónína verið með puttana á kafi í að berja þetta í gegn. Ég hef alltaf haft mikið álit á Jónínu Bjartmarz og talið hana heiðarlegan og sanngjarnan stjórnmálamann en hún afsannaði þá skoðun mína rækilega í gær. Nú bara spyr ég, hvar er Sigurður Kári Kristjánsson nú? Sjálfur siðferðispostuli íslenskra stjórnmála, en eins og kunnugt er krafðist hann þess á sínum tíma að Sif Friðleifsdóttir ætti að segja af sér þegar að hún lét þau orð falla að slíta bæri stjórnarsamstarfinu ef ekki yrði staðið við ákveðið kosningaloforð sem er inn í stjórnarsáttmál núverandi ríkisstjórnar. Ætlar Sigurður Kári ekki að krefjast þess sama um bæði Jón Sigurðsson og Jónínu Bjartmarz, þau voru að vísu ekki að svíkja nein kosningaloforð heldur að misnota vald sitt mjög gróflega sem í flestum lýðræðisríkjum yrði til þess að viðkomandi ráðherrar væru neyddir til að segja af sér. Sjálfsagt finnst Sigurði Kára allt í lagi að ráðherrar misnoti vald sitt svona en annað eigi að gilda um þá sem vilja standa við sín kosningaloforð, það er ekki gott mál. Niðurstað mín er því þessi:
1. Ráðherra misbeitir valdi sínu = Allt í lagi
2. Ráðherra vill standa við kosningaloforð = Ekki í lag og á að segja tafarlaust af sér.
Hverslags siðblinda er orðin hér í gangi. Eru núverandi ráðherrar orðnir svo grónir í stólum sínum eftir langa setu að þeir vita ekki lengur hvað lýðræði er. Mér er nákvæmlega sama þótt ráðherrar Framsóknar séu að skjóta sig í fótinn rétt fyrir kosningar. en mér er ekki sama um að ráðherrar skuli komast upp með svona hluti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2007 | 15:22
Stjórnarformanni sparkað
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 09:39
Framboðsfundur
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2007 | 07:47
Smá viðbót
Ég sagði frá því í gær að bræður Gísla hefðu verið mjög pólitískir og Gestur sem var hinn harði kommúnisti taldi það nánast heilaga skyldu sína að fá fleiri til liðs við flokkinn. Þá bjó líka í Selárdal maður að nafni Guðmunur og var önnur hendi hans lömuð og gat hann því lítið unnið við bústörfin og var því ráðinn póstur í sveitinni og gekk jafnan undir nafninu Gummi póstur og vildi öllum greiða gera ef hann gat. Þennan mann taldi Gestur að auðvelt yrði að sannfæra í pólitíkinni og fór á hans fund og eftir að hafa útskýrt rækilega fyrir Gumma pósti hvað stæði til spurði Gummi undrandi:
"Verður gerð bylting?"
"Já það verður blóðug bylting og mikið barist og þess vegna þurfum við að safna miklu liði svaraði Gestur."
"Verður einhver drepinn spurði Gummi?"
"Já fjöldi manns svaraði Gestur."
"En ég er svo slæmur í hendinni sagði Gummi en það er sjálfsagt að ganga til liðs við þig en um manndrápinn verður þú að sjá um einn Gestur minn." Og þannig fór um hina blóðugu byltingu sem stjórna átti frá Uppsölum í Selárdal í Arnarfirði.
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 17:45
Gísli á Uppsölum
Gísli á Uppsölum var einstakur maður eins og alþjóð veit. Hann lifði af því sem landið gaf honum að því undanskyldu að hann þurfti að versla sér kaffi, sykur ofl. lítilsháttar. Naut hann aðstoðar nágranna sinna að nálgast þessar vörur frá Bíldudal en þangað kom hann aðeins einu sinni á ævinni til að sækja orgel sem hann hafði keypt sér annars kom hann aldrei til Bíldudals af þeirri einföldu ástæðu að þangað átti hann ekkert erindi. Hann undi glaður við sitt og kvartaði aldrei yfir sínum högum, frekar að hann hefði áhyggjur af öðrum. Eins og þegar Hannibal sem var nágranni hans í seinni tíð færði honum þær fréttir að Eþópýjukeisara hefði verið steypt af stóli, kom áhyggjusvipur á Gísla og hann spurði Hannibal hvort hann vissi hvað yrði um konu og börn keisarans og hvort maðurinn fengi ekki örugglega aðra vinnu. Þegar Gísli komst á eftirlaunaaldur og fór að fá greiddan ellilífeyrir eignaðist hann fyrst nokkra peninga sem söfnuðust upp á bankabók en áður fyrr hafði hann lagt inn hjá kaupfélaginu nokkur löm til slátrunar á haustin sem dugði fyrir nauðsynlegust útgjöldum og þegar rafmagn var lagt á alla bæi í sveitinni var Gísli sá fyrsti sem fékk tengt því hann gat greitt strax fyrir rafmagnsinntakið. Á sínum tíma voru þeir fjórir bræðurnir sem bjuggu með móður sinni á Uppsölum, það voru Gestur, Bjarni, Gísli og Sigurður. Þeir voru mjög pólitíski bræðurnir og deildu mikið um pólitík. Gestur var harður kommúnisti, Bjarni studdi Framsókn og Sigurður ofstækisfullur sjálfstæðismaður, ekki held ég að Gísli hafi verið mikið að kafa í pólitík honum var bara nokkuð sama hverjir voru að stýra landinu. Það var með pólitíikina eins og svo margt annað í hans lífi að það sem var ekki hans mál að skipti hann sér ekki af. Hinir bræðurnir þrír rifust svo harkalega við matarborðið að móðir þeirra tók til þess ráðs að láta stúka borðið niður í hólf sem hver sat við svo friður væri til að matast. Eftir að móðir þeirra dó fór Gestur fyrstur að heiman, giftist og varð bóndi í Trostnasfirði, síðan fór Bjarni en hann var lamaður að stórum hluta og fékk inni hjá einhverri stofnun fyrir slíka menn. Voru þeir því tveir eftir Gísli og Sigurður báðir jafn sérvitrir og höfðu lítið samstarf sín á milli. Íbúðarhúsið var á tveimur hæðum og bjuggu þeir hvor um sig á sitt hvorri hæðinni og einnig áttu þeir hvor sín útihús og voru hús Gísla lengra frá bænum. Ekki hjálpuðust þeir að við heyskap eða annað og þegar Sigurður eignaðist dráttarvél til að nota við heyskapinn leyfði hann ekki bróður sínum að nýta hina nýju tækni og var Gísla alveg sama, Sigurður átti traktorinn en ekki hann og við það sat. Svo kom að því að Sigurður hætti búskap og flutti til Bíldudals og var Gísli þá einn eftir og þótt Sigurður væri farinn datt Gísla ekki í hug að nýta útihús Sigurðar þótt þau væru mun nær íbúðarhúsinu og í betra ástandi en hús Gísla. Nei Sigurður átti þessi útihús og komu Gísla hreinlega ekkert við og eins var með íbúðarhúsið hann nýtti aldrei þá hæð sem Sigurður bjó áður vegna þess að það var hæðin hans Sigurðar og þangað átti Gísli ekkert erindi. Sú saga var sögð að þegar hann var ungur hefði hann orðið ástfanginn af stúlku sem bjó í Tálknafirði en ekki er löng gönguleið úr botni Selárdals yfir til Tálknafjarðar, þá mun móðir hans hafa komið í veg fyrir að Gísli fengi að eiga þessa stúlku vegna þess að þá myndi Gísli flytja að heiman og reiddist Gísli svo að hann mun hafa strengt þess heit að fyrst svona væri komið myndi hann aldrei fara frá Selárdal nema tilneyddur. Gísli horfði á heiminn með sínum augum og þótt hann væri ekki víðsýnn var hann ekki heimskur. Hann var ákeðinn og stóð við sitt. Áður en Ómar Ragnarsson gerði hina frægu þætti um Gísla kom Árni Johnssen sem þá var blaðamaður á Morgunblaðinu í heimsókn til Gísla, en ekki vildi Gísli mikið við hann ræða og sagði nágranna sínum síðar frá þeirri heimsókninni þannig: "Maðurinn virkaði þannig á mig að hann væri eitthvað skrýtinn og alla veganna er hann ekki eins og við hinir." En Ómar Ragnarsson náði góðu sambandi við Gísla eins og kom fram í hinum góðu þáttum Ómars um Gísla. Svo fór að lokum að heilsan brast hjá þessum heiðursmanni og lést hann á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Það kom í hlut Sigurðar að sjá um að skipuleggja útförina þar sem Gestur og Bjarni voru báðir látnir. Þegar Sigurður ræddi við prestinn og sagði honum að best væri að athöfnin færi fram í Patreksfjarðarkirkju og jarðsett í kirkjugarðinum á Patreksfirði reyndi presturinn að ræða við Sigurð hvort ekki væri betra að hafa jarðarförina í Selárdal en þar er kirkja og beitti presturinn m.a. þeim rökum að Gísla hefði nú líkað það mun betur að fá að hvíla hinstu hvílu í dalnum sínum sem fór aldrei frá og þótti greinilega svo vænt um. En Sigurði varð ekki haggað og sagði prestinum: "Hvað heldur þú að Gísli geti verið að velta svona hlutum fyrir sér, skilur þú ekki að hann er steindauður."
Þetta voru menn sem tóku sínar ákvarðanir og stóðu við þær hvað sem á gekk. Þetta minnir mig óneytanlega svolítið á afstöðu manna hjá Hafró hvað varðar fiskveiðistjórnunarkerfið. Það sem einu sinni er búið að ákveða og segja skal standa hvað sem á gengur. En munurinn er sá að Gísli var oft talinn sérvitur, ómenntaður sveitamaður og jafnvel heimskur en hinir eru vísindamenn og eiga að teljast hafa mun meira vit á hlutunum en ég og þú. Eins og kemur fram hér að ofan skipt Gísli sér aldrei að þeim hlutum sem hann taldi að væru ekki sitt mál og mættu margir taka það sér til fyrirmyndar.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 09:06
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni
Það eru margir á þeirri skoðun að Vatnsmýrina eigi að nýta undir annað og merkilega en flugvöll. Sumir gleyma sér svo í æsingi yfir flugvellinum að menn í æðstu stöðum, sem maður telur nú að hafi eitthvað vit í kollinum, tala um að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni út á Löngusker eða á Hólmsheiði. Ég veit ekki hvernig menn ætla að flytja heilan flugvöll, á að saga hann í litla búta svo hægt verði að flytja hann með þeirri tækni sem við búum yfir í dag og síðan yrði væntanlega að raða honum saman aftur eins og púsluspili. Hvílíkt bull, það flytur enginn heilann flugvöll. Það er hægt að leggja niður flugvöll og byggja nýjan, en í Guðanna bænum hætti þið að tala um að FLYTJA Reykjavíkurflugvöll það er óframkvæmanlegt. Það er nýbúið að leggja stót fé í að endurbæta Reykjavíkurflugvöll og mín skoðun er að hann eigi að vera þar sem hann er núna. Það vantar ekkert byggingarland í Reykjavík og þótt kosið hafi verið um þennan flugvöll í Reykjavík er þetta ekkert einkamál Reykvíkinga heldur mál sem varðar alla þjóðina. Reykjavíkurborg á ekkert þennan flugvöll heldur þjóðin öll og vill það stundum gleymast. Reykjavíkurflugvöllur verður ekki Reykjavíkurflugvöllur ef þessi verður lagður niður og nýr byggður. Sumir hafa talað um að byggja flugvöll á Álftanesi fyrir innanlandsflugið en það getur aldrei orðið Reykjavíkurflugvöllur, því þá er komið í annað sveitarfélag og sá flugvöllur verður auðvitað Álftanesflugvöllur. Nei flugvöllurinn hefur gengt hlutverki sínu vel þar sem hann er nú og þar á hann að fá að vera áfram í friði. Reykjavík er nú einu sinni höfuðborg landsins og hef skyldum að gegna samkvæmt því. Reykjavíkurborg hefur nú uppi áform að kaupa lóðir þeirra húsa sem brunnu á horni Lækjargötu og Austurstrætis til að byggja þar hús í svipuðum stíl og áður var þ.e. að búa til fornminnjar og allt í lagi með það ef nægir peningar eru til.
Reykjavíkurflugvöllur á að vera þar sem hann er í dag og þjónar innanlandsfluginu vel og við skulum ekki gleyma því að þetta er mjög fjölmennur vinnustaður í dag. Og ekki orð meira um flugvöllinn það er komið mikið meira en nóg af þessu kjaftæði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2007 | 23:02
Landsbyggðin
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 801433
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-