Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 18:09
Hakakross
Svo aumingja Bandaríkjaherinn er búinn í 40 ár að auglýsa hakakrossinn hans Hitlers án þess að vita af því og ætla að eyða 600.000 dollurum til að breyta því. En þar sem fáir hafa veitt þessu athygli og margir í USA sem hreinlega vita ekki hver Hitler var eða neitt um hakakrossinn, þá verður þetta bara til að auglýsa hann enn betur og minna rækilega á Hitler og hans lið.
Google Earth afhjúpar risa-hakakross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2007 | 18:00
Vélvana bátur
Vélarvana bátur við Bjarg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2007 | 17:34
Landsbyggðin
30.9.2007 | 14:07
Frjálslyndi flokkurinn
Mikið var það ánægjulegar fréttir sem komu frá mínum góða flokki 28. september sl. að búið væri að ráð Magnús Reynir Guðmundsson sem framkvæmdastjóra flokksins, en hann hefur gengt starfinu tímabundið síðan Margrét Sverrisdóttir hætti. Magnús Reynir hefur mikla reynslu bæði úr stjórnmálum og viðskiptum og allir sem honum kynnast hitta þar fyrir góðan dreng og traustan mann. Fyrir stuttu síðan reyndu andstæðingar flokksins að blása upp ósætti í flokknum og fullyrt var að Sigurjóni Þórðarsyni hefði verið lofað þessari stöðu og þau kynni sem ég hef haft af þeim ágæta manni Sigurjóni Þórðarsyni eru slík að ég var alltaf viss um að hann vildi ekki efna til einhvers ófriðar innan flokksins. Því að í dag bendir allt til að þess verði ekki langt að bíða að Sigurjón verði þingmaður á ný. Einnig kom fram í áðurnefndri frétt að Magnús Þór Hafsteinsson hefði verið ráðinn í hlutastarf hjá okkar þingflokki. Ég er viss um að þessi ráðning á eftir að skila sér í auknu fylgi við flokkinn og gera flokkinn öflugri í núverandi stjórnarandstöðu
Til hamingju Magnús Reynir og Magnús Þór og ekki síst flokkurinn sjálfur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 13:18
Hvernig bregst útgerðin við?
Þessi fyrirsögn var í síðasta blaði Fiskifrétta og fróðlegt að sjá viðbrögðin;
Ólafur Marteinsson;Ramma hf. á Siglufirði segir: Þorskkvóti okkar dregst saman um 2000 tonn sem þýðir gríðarlegt tekjutap fyrir fyrirtækið og sjómenn á skipum okkar. Fyrstu viðbrögð okkar við samdrættinum komu fram í sumar strax og tilkynnt hafði verið hve mikið þorskkvótinn yrði skorinn niður. Þá var tekið ákvörðun að stöðva vinnslu á rækju nú í október. Við mætum niðurskurðinum með því að hagræða og hætta rekstri eininga sem ekki skiluðu árangri. Hann segir einnig að það hefði líka hist þannig á að félagið hefði selt frystitogarann Kleifarberg ÓF fyrr á árinu. Því ætti að vera hægt að halda fullum dampi við veiðar á þeim tveimur frystitogurum fyrirtækisins sem eftir eru þrátt fyrir niðurskurð. Þá hefði fyrirtækið aukið kvóta sinn í humri og umsvif í þeirri grein myndu því verða meiri en áður.
Pétur H. PálssonVísir hf. í Grindavík segir; Við erum enn að leita ráða til að bregðast við þorskskerðingunni. Ég geri ekki ráð fyrir að ákvarðanir muni liggja fyrir í þeim efnum fyrr en nær dregur áramótum. Bátarnir okkar eru að róa á fullu eins og verið hefur og við vitum ekki enn í hvaða átt við stefnum eftir áramót. Fram kom hjá Pétri að þorskskerðingin hjá Vísi er um 2500 tonn og benti á að miðað við óbreytt sóknarmunstur Vísisskipanna og sömu aflasamsetningu þýddi þorskskerðingin að draga þyrfti úr veiðum á 4000-5000 tonnum af bolfiski.
Þorsteinn Erlingsson Útgerðarmaður í Keflavík, sem gerir út Erling KE segir; Þetta þýðir það eitt að við verðum að draga úr sjósókninni. Skipið átti að vera með 900 tonn af þorski en kvótinn er komin niður í 600 tonn. Þetta er skelfilegt ástand því ekki minnka skuldirnar að sama skapi. Erling KE hefur yfirleitt hafið róðra í október og er að veiðum fram í apríl. Þá er skipinu lagt. Undanfarin ár hefur hann klárað kvótann í mars vegna góðra aflabragða. Við erum á netum og því ekki miklir möguleikar á að senda skipið annað. Við ætlum að reyna að leggja okkur meira eftir ufsa en áður ef það er einhver lausn. Nær allur þorskkvóti Erlings hefur verið keyptur á skipið og stór hluti hans hefur verið hirtur af okkur í skerðingar eða byggðakvóta til þeirra fyrir vestan eða í línuívilnun. Ef fram fer sem horfir mun þeim einstaklingsútgerðum sem byggja mest á þorski fækka enn meir en orðið er.
Einar Valur Kristjánsson Hraðfyristihúsinu Gunnvör hf segir; Við höfum alla tíð treyst mikið á veiðar og vinnslu þorsks og það gefur auga leið að skerðingin mun hafa miklar afleiðingar fyrir alla þætti í rekstrinum. Skerðingin hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvör nemur 1600 tonnum. Einar Valur segir að enn hefði ekki verið ákveðið hvernig fyrirtækið bregst við. "Við erum að fara yfir málin þessa daganna. Við höfum unnið þorsk bæði á sjó og í landi. Auk þess höfum við notað þorsk sem gjaldmiðil fyrir fleiri tegundir sem við veiðum. Þetta er því eitt stórt púsluspil að skipuleggja reksturinn eftir svona mikla skerðingu í þorski. Við erum að skoða ýmsa þætti og væntanlega munum við tilkynna starfsfólki okkar um þær breytingar innan tíðar" Einar Valur sagði að þeir hefðu beðið með ákvarðanir um viðbrögð þar til svokallaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar kæmu fram. "Mér sýnist hins vegar að enga hjálp sé að finna í mótvægisaðgerðum, hvorki fyrir fyrirtækið né starfsfólk þess. Ég hafði í það minnsta vonast til að auðlindaskatturinn, sem lagður er á sjávarútveginn einan atvinnugreina, yrði með öllu felldur niður" sagði Einar Valur að lokum.
Guðmundur Kristjánsson Brim hf segir; Þorskkvóti Brims hf. skerðist um 3000 tonn milli fiskveiðiára. En ekki hefðu verið teknar neinar ákvarðanir um breytingar á útgerðarmunstri, nema þær að ætlunin væri að sækja meir en áður í aðrar tegundir en þorsk. "Kvótaskerðingin hefur auðvitað gríðarleg áhrif. Teknir verða 20 milljarðar út úr hagkerfinu og það munar um minna. Ég held að enginn sé farinn að gera sér fulla grein fyrir afleiðingunum. Þær koma betur í ljós næsta vor," sagði Guðmundur.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Vinnslustöðin hf segir; Við höfum til þessa haft ríflegar heimildir í þorski, þannig að viðbrögð okkar eru þau, þegar þorskkvótinn dregst saman að við nýtum allar heimildir fyrir okkur. Auðvitað verða einhverjar áherslubreytingar í útgerðinni en við þurfum ekki að leggja skipum eða stytta úthald þeirra. Við höfum getu til að taka þetta á okkur. Þorskkvóti Vinnslustöðvarinnar var skertur um 1200 tonn. Sigurgeir Brynjar tók fram að þótt þetta hefði ekki bein áhrif á sjómenn Vinnslustöðvarinnar eða starfsfólk í landi kæmi hún engu síður niður á rekstri fyrirtækisins og leiddi til lakari afkomu.
Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim vanda sem þessir menn standa frammi fyrir, því vissulega er hann mikill. Í þessum hópi er einn einyrki í útgerð og sjálfsagt er hans vandi mestur en þetta er Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður Erlings KE og þar sem ég veit að útgerð Erlings KE er aðili að LÍÚ og þar með einn af þeim sem ekki vilja sjá neinar breytingar á núverandi kvótakerfi, vil ég segja við Þorstein og aðra sem eru í sömu stöðu. Hvers vegna berjist þið ekki með þeim mönnum sem vilja endurskoða kvótakerfið í heild sinni og meta allt uppá nýtt? Því þorsteinn segir í svari sínu að kvóti Erlings hafi verið 900 tonn af þorski og nægt fyrir úthaldi skipsins frá október til apríl nema undanfarin ár hafi kvótinn verið búinn í mars vegna góðra aflabragða og hvers vegna voru aflabrögð undanfarin ár svona góð? Má ekki ætla að það getið stafað af því að mikill þorskur var á miðunum. Þetta hljómar alveg á sama hátt og ég skrifaði um frásögn Eiríks Tómassonar forstjóra Þorbjarnarins hf. í Grindavík fyrir stuttu, þegar hann var að lýsa því hve auðvelt væri orðið að veiða þorskinn, því það væri svo mikið af honum á miðunum. Því miður Þorsteinn Erlingsson er innbyggt í núverandi kvótakerfi að öllum einyrkjum í útgerð skuli útrýmt og er dyggilega stutt af LÍÚ og þú greiðir fyrir þína aðild að þeim samtökum, þrátt fyrir að þau vilji sjá þína útgerð leggjast niður. Það mun hvorki hjálpa útgerð Erlings KE eða öðrum að hnýta í garð Vestfirðinga, þeir bera ekki ábyrgð á þessu arfavitlausakvótakerfi. Nei það er áfram barið höfðinu við steinninn og kvótakerfið skal varið hvað sem það kostar, jafnvel þótt menn verði að hætta í útgerð og fórna jafnvel sjálfum þorskinum, þá skal engu verða breytt og ekkert má reyna að gera betur. Bara fulla ferð áfran í vitleysunni.
Það vakti athygli mína að enginn af þessum aðilum nefndi að eitthvað væri að í stjórnun fiskveiða sem þyrfti að endurskoða. En eitt svar fannst mér standa upp úr og á sá maður heiður skilið en það var Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson forstjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Eyjum en hann var ekki að finna að einum né neinum heldur sagði að sitt fyrirtæki hefði alla burði til að taka þetta á sig. Í þessu sama blaði Fiskifrétta er rætt við útgerðarmann frá Árskógssandi sem gerir út tvær litlar trillur og hafði keypt aflaheimildir fyrir ári síðan og var það fjárfesting upp á 330 milljónir og sagði útgerðarmaðurinn Pétur Sigurðsson, að nú væri hann að fara í viðræður við sinn viðskiptabanka um aðlögun tekna útgerðarinnar og greiðslubyrði lána og hann gat þess einnig að allir sjómenn á þessum trillum væru jafnframt eigendur og yrðu því að sætta sig við lægri laun en áður. Ég er næsta viss um að enginn þeirra 6 forstjóra sem vitnað var í hér áður, lætur sér detta í hug í sinni hagræðingu að lækka sín eigin laun eins og útgerðarmaðurinn á Ársskógssandi og hans félagar ætla að gera. Og hvor aðilinn ætli sé nú sterkari og fái þar af leiðandi betri móttökur í sínum viðskiptabanka?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 09:47
Mbl. og LÍÚ
30.9.2007 | 09:14
Grátur hjá LÍÚ
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ kvartar mikið þessa dagana og telur að ríkisstjórnin vilji lítið gera fyrir sína félagsmenn en hugsi bara um einyrkja og smærri fyrirtæki á landsbyggðinni á meðan þeir sé skildir eftir í miklum vanda. Ef Friðrik er virkilega að meina það sem hann hefur verið að segja undanfarið get ég bent honum á leið til að létta undir með sínum félagsmönnum;
Samkvæmt lögum nr. 24 1986 og síðan útfært nánar í reglugerð nr. 147 5. mars 1998, kemur fram að af öllu heildaraflaverðmæti allra íslenskra skipa greiðast 6% til LÍÚ og er ætlað að greiða fyrir útgerðina tryggingaiðgjöld sinna skipa. Í stað þess að greiða þetta strax til viðkomandi tryggingafélags eru þessir peningar lagðir inná bankareikning hjá LÍÚ sem síðan greiðir tryggingarfélögunum 3-4 sinnum á ári. Þar sem þetta eru gríðarlegir fjármunir á hverju ári og fær LÍÚ nokkur hundruð milljónir í vaxtatekjur af því að varðveita þessa fjármuni og með árunum hefur LÍÚ komið sér upp risavöxnum sjóðum sem byggjast á þessum tekjum og til að átta sig aðeins betur á hvað um er að ræða mikla peninga munaði LÍÚ ekkert um að greiða fyrir smíði hins nýja hafrannsóknarskips Árna Friðrikssonar RE-200 sem kostaði einhverja milljarða, það sá lítið á sjóðnum eftir það. Ennig kemur fram í áðurnefndri reglugerð að hún kveður á um vissa prósentu til LÍÚ og notast til að greiða félagsgjöld félaga þessara samtaka. Einnig má benda á að LÍÚ fær árlega styrk úr ríkissjóði eins og flestöll hagsmunasamtök atvinnulífsins, ekki veit ég hvað sá styrkur er hár en hann er örugglega nokkur hundruð milljónir. Á einum af þeim síðustu aðalfundum LÍÚ sem ég sat kom fram tillaga um að breyta þessu fyrirkomulagi hvað varðar greiðslu tryggingariðgjalda skip og reyna að ná fram í samningum við tryggingarfélögin um lækkun á iðgjöldum ef þau félög fengju greitt til sín strax og peningar kæmu inn í þennan vátryggingarsjóð LÍÚ og á það bent að það væri ekki eðlilegt að svona hagsmunasamtök væru að koma sér upp sjóðum upp á marga milljarða. Kristján Ragnarsson sem þá var bæði formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ talaði gegn þessari tillögu og lagði til að hún yrði felld. Það einkennilega lýðræði er í þessum samtökum er að atkvæði eru ekki miðuð við hverja útgerð eða fjölda skipa heldur hefur hvert stærðartonn atkvæði, þannig að sá sem á 1000 tonna skip hefur 10 sinnum fleiri atkvæði er sá sem á skip sem er 100 tonn. Þetta er svipað og ef atkvæði fólks í kosningum færi ekki eftir fjölda heldur þyngd og því hefði feitt fólk fleiri atkvæði en grannt. Þegar þessi tilaga og umræðum um hana var lokið, var gert kaffihlé á fundinum. Það var greinilegt á tali manna að þessi tillagan hafði talsverðan stuðning meðal fundarmanna. Mér er sérstaklega mynnisstætt að í kaffinu voru við sama borð og ég tveir framkvæmdastjórar hjá einu stæðsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtækis landsins á þeim tíma. Annar var eldri maður og hafði stýrt þessu fyrirtæki í 20-30 ár og oft í gegnum mikinn ólgusjó, en hinn var mun yngri og var nýbyrjaðu í sínu starfi og þeir voru eins og svo margri aðrir að ræða þessa tillögu og sá yngri var að reyna að sannfæra félaga sinn um hvað þetta hefði jákvæð áhrif á þeirra rekstur því þeir væru með svo marga stóra togara í rekstri og hefðu einnig svo mörg attkvæði. sá eldri hlustaði rólegur á og sagði síðan og lagði þunga áherslu á orð sín; "G...... þetta er nú fyrsti aðalfundur sem þú situr og ég ætla að segja þér eitt, að aldrei greiða menn hér atkvæði með tillögum sem Kristján Ragnarsson er á móti" Eftir kaffihlé og byrjaði fundurinn aftur og það fyrsta sem fundarstjóri kynnti var að komin væri fram breytingartillaga frá Kristjáni Ragnarssyni um að fyrri tillögunni yrði vísað frá. Og samkvæmt fundarsköpum á alltaf að bera breytingartillögur upp á undan aðaltillögunni og var þá gengið til atkvæða. Auðvitað fór það þannig að tillaga Kristjáns var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og þar með var hin fyrri dottin dauð niður og þurfti ekki að ræða frekar um hana og því hélt fundurinn áfram samkvæmt dagskrá. Nú væri tækifæri fyrir Friðrik J. Arngrímsson að bæta hag sinna félagsmanna með því að fá þær breytingar fram sem ég hef sagt frá hér að ofan. Því sá sem ekki vill bjarga sér sjálfur á ekki skilið að aðrir geri það. Þetta mun á engan hátt veikja LÍÚ, því nú þegar eiga þeir sjóði uppá marga milljarða. Þessa reglugerð má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 23:57
Að telja fiska
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 10:40
Engin afsökun til
Fótunum" kippt undan fötluðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 10:04
Sigur Rós
Heima er best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 801433
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-